Vissir þú að það má ekki meiða börn? Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar 4. september 2023 07:31 Því miður búa alltof mörg börn í heiminum í dag við slæmar aðstæður. Eitt af hverjum sex börnum býr á átakasvæðum og er útsett fyrir ýmsum tegundum af ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi sem gjarnan er notað sem vopn í átökum. Í Síerra Leone upplifa 90% barna líkamlegt ofbeldi í skólum þar sem þau eru til að mynda slegin með belti eða látin labba á hnjánum í brennandi heitum sandinum ef þau „óhlýðnast“. Um 200 milljón stúlkna og kvenna eru limlestar á kynfærum og ein af hverjum fimm stúlkum í heiminum er gift fyrir 18 ára aldur. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna sleitulaust að því, með samfélögum um allan heim, að bæta líf þessara barna með að því að fræða og upplýsa fólk um að það má ekki meiða börn. Barnaheill styðja við barnvæn svæði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þar sem börn sem hafa verið neydd til að ganga til liðs við vígahópa fá stuðning. Samtökin aðstoða einnig börn í Síerra Leóne og víðar sem orðið hafa fyrir ofbeldi að leita réttar síns og fá viðeigandi aðstoð. Barnaheill vinna einnig með þorpshöfðingjum og mæðrahópum að því að fræða um afleiðingar á limlestingum á kynfærum stúlkna. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með kaupum á fallegu armbandi sem er til sölu víða um land frá 31. ágúst til 10. september. Ágóði af sölu armbandanna rennur til verkefna Barnaheilla sem stuðla að því að koma í veg fyrir og bregðast við ofbeldi gegn börnum. Höfundur er leiðtogi erlendra verkefna og aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Því miður búa alltof mörg börn í heiminum í dag við slæmar aðstæður. Eitt af hverjum sex börnum býr á átakasvæðum og er útsett fyrir ýmsum tegundum af ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi sem gjarnan er notað sem vopn í átökum. Í Síerra Leone upplifa 90% barna líkamlegt ofbeldi í skólum þar sem þau eru til að mynda slegin með belti eða látin labba á hnjánum í brennandi heitum sandinum ef þau „óhlýðnast“. Um 200 milljón stúlkna og kvenna eru limlestar á kynfærum og ein af hverjum fimm stúlkum í heiminum er gift fyrir 18 ára aldur. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna sleitulaust að því, með samfélögum um allan heim, að bæta líf þessara barna með að því að fræða og upplýsa fólk um að það má ekki meiða börn. Barnaheill styðja við barnvæn svæði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þar sem börn sem hafa verið neydd til að ganga til liðs við vígahópa fá stuðning. Samtökin aðstoða einnig börn í Síerra Leóne og víðar sem orðið hafa fyrir ofbeldi að leita réttar síns og fá viðeigandi aðstoð. Barnaheill vinna einnig með þorpshöfðingjum og mæðrahópum að því að fræða um afleiðingar á limlestingum á kynfærum stúlkna. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með kaupum á fallegu armbandi sem er til sölu víða um land frá 31. ágúst til 10. september. Ágóði af sölu armbandanna rennur til verkefna Barnaheilla sem stuðla að því að koma í veg fyrir og bregðast við ofbeldi gegn börnum. Höfundur er leiðtogi erlendra verkefna og aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar