Arnar braut engar reglur og Víkingar sleppa við refsingu Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 19:35 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik Víkinga. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnudeild Víkinga hlýtur enga refsingu vegna samskipta Arnars Gunnlaugssonar þjálfara liðsins við varamannabekk Víkinga í leik gegn Val þann 20. ágúst. Arnar var í leikbanni í leiknum. KSÍ birti í dag úrskurð Aga- og úrskurðanefndar sambandsins í máli Vals gegn Knattspyrnudeild Víkings. Valur kærði Víkinga vegna afskipta Arnar Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í leik liðanna þann 20. ágúst en Arnar var í leikbanni í leiknum. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í útsendingunni sást til Arnars í stúkunni þar sem hann var í símanum. Eftir leik viðurkenndi Arnar síðan í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann að hann hefði verið í samskiptum við varamannabekk liðsins á meðan á leik stóð. Í kjölfarið lagði Knattspyrnudeild fram kæru á hendur Víkingum og vildi að liðinu yrði dæmdur sigur í leiknum og Víkingum gert að greiða sekt. Til vara að leikurinn yrði dæmdur ógildur og hann endurtekinn og að lokum til þrautavara að Víkingar skyldu greiða 300.000 krónur í sekt. Segja Arnar hafa stýrt liðinu Í greinargerð sinni vísa Valsmenn til 12. greinar reglugerðar KSÍ um aga og úrskurðamál þar sem fram kemur að sé þjálfari dæmdur í leikbann skuli hann „vera á meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið,“ ákveði hann að mæta á leikstað. Valsmenn vísa einnig til agareglna FIFA þar sem reglurnar eru ítarlegri og taka fram að þjálfurum sé bannað að mæta í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Einnig taka Valsmenn fram að samkvæmt knattspyrnulögum fyrir tímabilið 2023-24 sé óheimilt fyrir forráðamenn að nota rafrænan samskiptabúnað á meðan á leik stendur. „Kærandi byggir á því að Arnar Gunnlaugsson hafi í raun stýrt liði kærða í leiknum gegn kæranda með því að koma sér þannig fyrir á áhorfendasvæði Origovallar að hann hafi haft góða vallarsýn og getað þaðan fylgst nákvæmlega með framgangi leiksins,“ segir ennfremur í greinargerð Valsmanna sem birt er í úrskurði Aga- og úrskurðanefndar á heimasíðu KSÍ. Í dómsorðum sem birt er í dag kemur fram að óumdeilt hafi verið að Arnar Gunnlaugsson hafi komið skilaboðum og skipunum í gegnum farsíma áfram til starfsfólks og þjálfara Víkings á varamannabekknum í umræddum leik. Þar kemur einnig fram að það sé á valdsviði KSÍ að setja íslenskri kanttspyrnu lög og að nefndin sé ekki bundin af því ef reglur FIFA gangi lengra en reglur KSÍ. Hvað varðar áðurnefnda 12. grein reglugerðar KSÍ segir nefndin að þar sé tekið á því með tæmandi hætti hvar þjálfari sem mæti á leikstað megi vera staðsettur sé hann í leikbanni. Að mati nefndarinnar geti rafræn skilríki ekki ótvírætt falið í sér brot gagnvart reglugerðinni. Það er því niðurstaða nefndarinnar að Arnar Gunnlaugsson hafi ekki gerst brotlegur við reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Úrslit leiksins standa því óhögguð og Knattspyrnudeild Víkings ekki gert að sæta neinum viðurlögum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
KSÍ birti í dag úrskurð Aga- og úrskurðanefndar sambandsins í máli Vals gegn Knattspyrnudeild Víkings. Valur kærði Víkinga vegna afskipta Arnar Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í leik liðanna þann 20. ágúst en Arnar var í leikbanni í leiknum. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í útsendingunni sást til Arnars í stúkunni þar sem hann var í símanum. Eftir leik viðurkenndi Arnar síðan í viðtali við Stefán Árna Pálsson íþróttafréttamann að hann hefði verið í samskiptum við varamannabekk liðsins á meðan á leik stóð. Í kjölfarið lagði Knattspyrnudeild fram kæru á hendur Víkingum og vildi að liðinu yrði dæmdur sigur í leiknum og Víkingum gert að greiða sekt. Til vara að leikurinn yrði dæmdur ógildur og hann endurtekinn og að lokum til þrautavara að Víkingar skyldu greiða 300.000 krónur í sekt. Segja Arnar hafa stýrt liðinu Í greinargerð sinni vísa Valsmenn til 12. greinar reglugerðar KSÍ um aga og úrskurðamál þar sem fram kemur að sé þjálfari dæmdur í leikbann skuli hann „vera á meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið,“ ákveði hann að mæta á leikstað. Valsmenn vísa einnig til agareglna FIFA þar sem reglurnar eru ítarlegri og taka fram að þjálfurum sé bannað að mæta í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Einnig taka Valsmenn fram að samkvæmt knattspyrnulögum fyrir tímabilið 2023-24 sé óheimilt fyrir forráðamenn að nota rafrænan samskiptabúnað á meðan á leik stendur. „Kærandi byggir á því að Arnar Gunnlaugsson hafi í raun stýrt liði kærða í leiknum gegn kæranda með því að koma sér þannig fyrir á áhorfendasvæði Origovallar að hann hafi haft góða vallarsýn og getað þaðan fylgst nákvæmlega með framgangi leiksins,“ segir ennfremur í greinargerð Valsmanna sem birt er í úrskurði Aga- og úrskurðanefndar á heimasíðu KSÍ. Í dómsorðum sem birt er í dag kemur fram að óumdeilt hafi verið að Arnar Gunnlaugsson hafi komið skilaboðum og skipunum í gegnum farsíma áfram til starfsfólks og þjálfara Víkings á varamannabekknum í umræddum leik. Þar kemur einnig fram að það sé á valdsviði KSÍ að setja íslenskri kanttspyrnu lög og að nefndin sé ekki bundin af því ef reglur FIFA gangi lengra en reglur KSÍ. Hvað varðar áðurnefnda 12. grein reglugerðar KSÍ segir nefndin að þar sé tekið á því með tæmandi hætti hvar þjálfari sem mæti á leikstað megi vera staðsettur sé hann í leikbanni. Að mati nefndarinnar geti rafræn skilríki ekki ótvírætt falið í sér brot gagnvart reglugerðinni. Það er því niðurstaða nefndarinnar að Arnar Gunnlaugsson hafi ekki gerst brotlegur við reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Úrslit leiksins standa því óhögguð og Knattspyrnudeild Víkings ekki gert að sæta neinum viðurlögum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira