„Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 21:42 Guðlaugur Victor Pálsson var hreinskilinn í viðtali eftir leikinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Guðlaugur Victor Pálsson tók fulla ábyrgð eftir tap Íslands gegn Lúxemborg í kvöld. Hann sagði frammistöðuna ekki hafa verið boðlega og sagði að liðið yrði af læra af mistökum sínum. „Manni líður hundleiðinlega og bara mjög illa ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum okkur í þessum glugga að ná í sex stig en því miður fór ekki svo. Þetta var ekki boðlegt,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í kvöld. Varnarleikur Íslands í kvöld var ekki til útflutnings. Guðlaugur Victor sagði að hann og Hörður Björgvin Magnússon tækju fulla ábyrgð á frammistöðu sinni. „Hann var bara hræðilegur frá fyrstu mínútu. Við vorum bara „sloppy“ og ég get alveg staðið hér, ég talaði við Hödda því við erum tveir reynslumestu mennirnir í þessu liði. Við eigum bara ekki að spila svona. Það er fullt af ungum strákum sem eru að koma upp sem eru að standa sig frábærlega og eru góðir.“ Klippa: Guðlaugur Victor - Viðtal „Við eigum að vera strákarnir sem eigum að halda utan um þá, sérstaklega við Höddi. Við erum í vörninni og við áttum „off“ dag í dag og við tökum ábyrgð á því, ég ber ábyrgð á því. Ég get talað fyrir Hödda líka, við töluðum saman inni í klefa. Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu.“ Staða Íslands í riðlinum er slæm. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og sæti á EM á næsta ári úr sögunni. „Þetta lítur náttúrulega ekki vel út, alls ekki. Við verðum að vera eins jákvæðir og hægt er. Það eru þrír heimaleikir að koma. Við verðum bara að læra af þessu. Læra af þessum mistökum því þetta eru mistök sem eiga ekki að gerast. Við erum allt of góðir og þetta er barnalegt og klaufalegt. Læra af þessu og horfa fram á veginn. Þessi leikur er búinn og vera klárir á mánudaginn,“ sagði Guðlaugur Victor að endingu. Viðtal Stefáns Árna við Guðlaug Victor má sjá hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
„Manni líður hundleiðinlega og bara mjög illa ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum okkur í þessum glugga að ná í sex stig en því miður fór ekki svo. Þetta var ekki boðlegt,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í kvöld. Varnarleikur Íslands í kvöld var ekki til útflutnings. Guðlaugur Victor sagði að hann og Hörður Björgvin Magnússon tækju fulla ábyrgð á frammistöðu sinni. „Hann var bara hræðilegur frá fyrstu mínútu. Við vorum bara „sloppy“ og ég get alveg staðið hér, ég talaði við Hödda því við erum tveir reynslumestu mennirnir í þessu liði. Við eigum bara ekki að spila svona. Það er fullt af ungum strákum sem eru að koma upp sem eru að standa sig frábærlega og eru góðir.“ Klippa: Guðlaugur Victor - Viðtal „Við eigum að vera strákarnir sem eigum að halda utan um þá, sérstaklega við Höddi. Við erum í vörninni og við áttum „off“ dag í dag og við tökum ábyrgð á því, ég ber ábyrgð á því. Ég get talað fyrir Hödda líka, við töluðum saman inni í klefa. Ég rétti upp höndina og tek ábyrgð á þessu.“ Staða Íslands í riðlinum er slæm. Liðið er með þrjú stig eftir fimm leiki og sæti á EM á næsta ári úr sögunni. „Þetta lítur náttúrulega ekki vel út, alls ekki. Við verðum að vera eins jákvæðir og hægt er. Það eru þrír heimaleikir að koma. Við verðum bara að læra af þessu. Læra af þessum mistökum því þetta eru mistök sem eiga ekki að gerast. Við erum allt of góðir og þetta er barnalegt og klaufalegt. Læra af þessu og horfa fram á veginn. Þessi leikur er búinn og vera klárir á mánudaginn,“ sagði Guðlaugur Victor að endingu. Viðtal Stefáns Árna við Guðlaug Victor má sjá hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti