Segir að Henderson yrði leiður ef stuðningsmenn sneru baki við honum Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 09:31 Gareth Southgate landsliðsþjálfari og Harry Kane á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Úkraínu. Vísir/Getty Búist er við að Jordan Henderson verði í byrjunarliði Englands sem mætir Úkraínu í undankeppni EM í dag. Gareth Southgate vonast til að stuðningsmenn standi við bakið á liðinu í leiknum. Jordan Henderson yfirgaf Liverpool þar sem hann var fyrirliði og gekk til liðs við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq. Félagaskiptin vöktu töluverða athygli. Ekki síst í ljósi þess að Henderson hefur verið ötull talsmaður LGBTQ+ samfélagsins. Samkynhneigð er ólögleg í Sádi Arabíu og gæti verið refsað með dauðarefsingu. Þegar Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands valdi Henderson í landsliðshóp þjóðarinnar fyrir landsleikjagluggan nú í septemmber tilkynntu LGBTQ+ stuðningsmannasamtök Englands að þau myndu snúa baki í völlinn ef Henderson myndi spila fyrir þjóð sína. Það væri það sama og þeim fyndist hann hafa gert við þau. „Ég held að Jordan Henderson hafi tjáð sína skoðun í vikunni um að hann yrði leiður ef það væri þannig sem þeim liði. Tilfinningar hans til þessa samfélags hafa ekki breyst,“ sagði Southgate á blaðmannafundi í vikunni. „Sem lið þá er ég viss um að stuðningsmenn okkar munu standa við bakið á liðinu þegar leikurinn byrjar.“ Southgate sagðist skilja sum ummæli sem hafa fallið og virða þau. Hann sagðist ekki hafa íhugað að taka Henderson úr landsliðshópnum vegna málsins. „Ég vel ekki liðið út frá utanaðkomandi viðbrögðum. Hann er mjög reynslumikill atvinnumaður. Hann er með þroska til að ráða við aðstæðurnar. Hann hefur æft vel í vikunni líkt og allt liðið. Allir leikmenn eru tilbúnir í slaginn sem er mjög ánægjulegt. Jordan Henderson must think we re stupid to fall for his claim that he s gone to Saudi to develop the game there. The move s about money, not principles, so just say it s about the money. As stated here last week, the move s about hypocrisy, too, given his past support for the — Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2023 Henderson sjálfur var í viðtali við miðilinn The Athletic í vikunni þar sem hann varði ákvörðun sína að fara til Sádi Arabíu og sagðist staðfastlega trúa því að það hafi verið rétt í stöðunni. „Það sem ég hef alltaf reynt að gera er að hjálpa. Ég hef lagt mikið á mig til að hjálpa. Ég hef verið með reimar og armbönd, ég hef talað við fólk í þessu samfélagi til að nota mína stöðu til að hjálpa þeim. Það er það sem ég alltaf reynt að gera.“ Sádiarabíski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Jordan Henderson yfirgaf Liverpool þar sem hann var fyrirliði og gekk til liðs við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq. Félagaskiptin vöktu töluverða athygli. Ekki síst í ljósi þess að Henderson hefur verið ötull talsmaður LGBTQ+ samfélagsins. Samkynhneigð er ólögleg í Sádi Arabíu og gæti verið refsað með dauðarefsingu. Þegar Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands valdi Henderson í landsliðshóp þjóðarinnar fyrir landsleikjagluggan nú í septemmber tilkynntu LGBTQ+ stuðningsmannasamtök Englands að þau myndu snúa baki í völlinn ef Henderson myndi spila fyrir þjóð sína. Það væri það sama og þeim fyndist hann hafa gert við þau. „Ég held að Jordan Henderson hafi tjáð sína skoðun í vikunni um að hann yrði leiður ef það væri þannig sem þeim liði. Tilfinningar hans til þessa samfélags hafa ekki breyst,“ sagði Southgate á blaðmannafundi í vikunni. „Sem lið þá er ég viss um að stuðningsmenn okkar munu standa við bakið á liðinu þegar leikurinn byrjar.“ Southgate sagðist skilja sum ummæli sem hafa fallið og virða þau. Hann sagðist ekki hafa íhugað að taka Henderson úr landsliðshópnum vegna málsins. „Ég vel ekki liðið út frá utanaðkomandi viðbrögðum. Hann er mjög reynslumikill atvinnumaður. Hann er með þroska til að ráða við aðstæðurnar. Hann hefur æft vel í vikunni líkt og allt liðið. Allir leikmenn eru tilbúnir í slaginn sem er mjög ánægjulegt. Jordan Henderson must think we re stupid to fall for his claim that he s gone to Saudi to develop the game there. The move s about money, not principles, so just say it s about the money. As stated here last week, the move s about hypocrisy, too, given his past support for the — Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2023 Henderson sjálfur var í viðtali við miðilinn The Athletic í vikunni þar sem hann varði ákvörðun sína að fara til Sádi Arabíu og sagðist staðfastlega trúa því að það hafi verið rétt í stöðunni. „Það sem ég hef alltaf reynt að gera er að hjálpa. Ég hef lagt mikið á mig til að hjálpa. Ég hef verið með reimar og armbönd, ég hef talað við fólk í þessu samfélagi til að nota mína stöðu til að hjálpa þeim. Það er það sem ég alltaf reynt að gera.“
Sádiarabíski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn