„Við verðum að gera betur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 11:00 Hákon Arnar í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson skoraði mark Íslands í tapinu gegn Lúxemborg í gær. Hann sagði liðið hafa fengið færi til að skora fleiri mörk í leiknum. „Þetta er drullusvekkjandi. Við gefum þeim þrjú mörk og mér finnst ótrúlegt að við fáum á okkur þrjú mörk og skorum ekki fleiri. Þetta er svekkjandi eftir á,“ sagði Hákon Arnar í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í gær. „Mér finnst við fá helling af góðum stöðum sem við nýtum ekki nógu vel. Við hefðum alveg getað búið til fleiri hættuleg færi en við fáum samt alveg helling af færum til að skora fleiri mörk.“ Hákon Arnar var spurður að því hvernig væri að spila leik þar sem dómari flautaði jafn mikið og georgíski dómarinn Goca Kikacheishvili gerði í gær. „Það er pirrandi stundum. Þeir skora snemma og fara strax í að tefja. Það er þeirra leikur og stundum er þetta þannig. Þá þarf maður sjálfur að gíra upp tempóið og mér finnst við gera það alveg ágætlega á köflum. Við verðum að gera betur.“ Eins og áður segir skoraði Hákon Arnar eina mark Íslands í gær. Hann skoraði þá með góðu skoti í fjærhornið. „Ég sný með boltann í millisvæðinu. Orri (Steinn Óskarsson) tekur gott hlaup og opnar allt svæðið fyrir mig. Ég hleyp og skýt og skora.“ Staða Íslands í riðlinum er erfið. Liðið er með þrjú stig eftir fimm umferðir og von um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári afar veik. „Auðvitað verður þetta erfiðara. Við gefumst aldrei upp og þurfum að horfa fram á við og vinna næsta leik á mánudag. Það er heima og við þurfum allan stuðning. Það er stefnt á að fá þrjú stig þar og sjá hvað gerist.“ Allt viðtalið við Hákon Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hákon Arnar - Viðtal Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
„Þetta er drullusvekkjandi. Við gefum þeim þrjú mörk og mér finnst ótrúlegt að við fáum á okkur þrjú mörk og skorum ekki fleiri. Þetta er svekkjandi eftir á,“ sagði Hákon Arnar í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í gær. „Mér finnst við fá helling af góðum stöðum sem við nýtum ekki nógu vel. Við hefðum alveg getað búið til fleiri hættuleg færi en við fáum samt alveg helling af færum til að skora fleiri mörk.“ Hákon Arnar var spurður að því hvernig væri að spila leik þar sem dómari flautaði jafn mikið og georgíski dómarinn Goca Kikacheishvili gerði í gær. „Það er pirrandi stundum. Þeir skora snemma og fara strax í að tefja. Það er þeirra leikur og stundum er þetta þannig. Þá þarf maður sjálfur að gíra upp tempóið og mér finnst við gera það alveg ágætlega á köflum. Við verðum að gera betur.“ Eins og áður segir skoraði Hákon Arnar eina mark Íslands í gær. Hann skoraði þá með góðu skoti í fjærhornið. „Ég sný með boltann í millisvæðinu. Orri (Steinn Óskarsson) tekur gott hlaup og opnar allt svæðið fyrir mig. Ég hleyp og skýt og skora.“ Staða Íslands í riðlinum er erfið. Liðið er með þrjú stig eftir fimm umferðir og von um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári afar veik. „Auðvitað verður þetta erfiðara. Við gefumst aldrei upp og þurfum að horfa fram á við og vinna næsta leik á mánudag. Það er heima og við þurfum allan stuðning. Það er stefnt á að fá þrjú stig þar og sjá hvað gerist.“ Allt viðtalið við Hákon Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hákon Arnar - Viðtal
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn