Nachevski dæmdur í tveggja ára bann: Féll fyrir tálbeitunni Aron Guðmundsson skrifar 11. september 2023 23:31 Dragan Nachevski hefði átt að greina frá beiðninni sem hann fékk frá manni sem hann taldi vera kínverskan kaupsýslumann. Vísir/Getty Dragan Nachevski, fyrrum formaður dómaranefndar handknattleikssambandsins EHF, hefur verið dæmdur í tveggja ára bann frá íþróttinni fyrir að tilkynna ekki að hann hafi verið beðinn um að hagræða úrslitum. Um þetta úrskurðaði dómstóll Evrópska handknattleikssambandsins en um er að ræða einn anga máls sem skaut upp kollinum í kjölfarið á rannsóknarvinnu TV 2. Í heimildarmynd TV2, sem bar nafnið Grunsamlegur leikur, sást Nachevski ræða við það sem hann heldur að sé kínverski kaupsýslumaðurinn Herra Zhang um hagræðingu úrslita. Það var í raun leikari sem TV 2 réði til að grípa Nachevski glóðvolgan. Úrskurður EHF snýr einmitt að þessum anga málsins því þó að Nachievski hafi hafnað boði "kínverska kaupsýslumannsins", þá bar honum skylda til þess að tilkynna þessa beiðni, sem hann gerði ekki. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Nachievski muni fá lengra bann í kjölfarið eftir því sem fleiri angar málsins verða teknir fyrir. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hafði áður ákveðið að fylgja fordæmi evrópska handknattleikssambandsins, EHF, og útiloka Norður-Makedóníumanninn Dragan Nachevski frá störfum við stórmót á meðan rannsókn á störfum hans sem formanns dómaranefndar EHF stendur yfir. Hann var um árabil formaður dómaranefndar EHF, en evrópska sambandið setti Nachevski til hliðar í maí á þessu ári vegna uppljóstrana TV2. Handbolti Fjölmiðlar Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Um þetta úrskurðaði dómstóll Evrópska handknattleikssambandsins en um er að ræða einn anga máls sem skaut upp kollinum í kjölfarið á rannsóknarvinnu TV 2. Í heimildarmynd TV2, sem bar nafnið Grunsamlegur leikur, sást Nachevski ræða við það sem hann heldur að sé kínverski kaupsýslumaðurinn Herra Zhang um hagræðingu úrslita. Það var í raun leikari sem TV 2 réði til að grípa Nachevski glóðvolgan. Úrskurður EHF snýr einmitt að þessum anga málsins því þó að Nachievski hafi hafnað boði "kínverska kaupsýslumannsins", þá bar honum skylda til þess að tilkynna þessa beiðni, sem hann gerði ekki. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Nachievski muni fá lengra bann í kjölfarið eftir því sem fleiri angar málsins verða teknir fyrir. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hafði áður ákveðið að fylgja fordæmi evrópska handknattleikssambandsins, EHF, og útiloka Norður-Makedóníumanninn Dragan Nachevski frá störfum við stórmót á meðan rannsókn á störfum hans sem formanns dómaranefndar EHF stendur yfir. Hann var um árabil formaður dómaranefndar EHF, en evrópska sambandið setti Nachevski til hliðar í maí á þessu ári vegna uppljóstrana TV2.
Handbolti Fjölmiðlar Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita