Íslendingar standa ekki gegn hatri Þórarinn Hjartarson skrifar 20. september 2023 10:00 Miðað við atburði undanfarnar þrjár vikur er ljóst að baráttan er ekki búin og mikilvægt er að standa gegn hatri. Fólk sem hefur ekkert unnið sér til saka annað en að gera tilraun til þess að vera þau sjálf og fá viðurkenningu frá samfélaginu verður nú fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Hatursöflum er að vaxa fiskur um hrygg. Sem andsvar við þessu hefur samviskusamt fólk og fyrirtæki birt mynd á samfélagsmiðlum sem hljóðar svo: Stöndum saman gegn hatri #hinseginleikinn Einföld en kraftmikil yfirlýsing sem vottar að sá og hinn sami sé góð manneskja. Það sem hryggir undirritaðann er hins vegar hversu margir hafa kosið að birta ekki yfirlýsinguna og þannig staðið með hatrinu. Því þeir sem eru ekki tilbúnir að verja þremur sekúndum í að ýta á deilingarhnappinn og sýna í verki að þeir standi gegn hatri eru líklega með hugmyndir sem í besta falli geta talist varhugaverðar. Í leikriti Arthur Miller frá 1953, sem ber heitið The Crucible, er varpað ljósi á tengsl aðgerðarleysis og undirliggjandi álita og viðhorfa. Þeir sem ekki sýna í verki að þeir séu reiðubúnir að koma málstaðnum til varnar standa ekki einvörðungu aðgerðarlausir heldur eru þeir líklegir til þess að vinna gegn réttlátum markmiðum þegar tækifærið gefst. Ef stjórnvöld grípa ekki inn í áður en langt um líður dreifist hatrið stjórnlaust yfir allt samfélagið. Því velti ég upp eftirfarandi spurningunum: Erum við umburðarlynd þjóð? Erum við opin fyrir réttlátum breytingum? Eða erum við umlukin fólki sem hatar, sem er ekki tilbúið að sýna samstöðu þegar á reynir, jafnvel með einni deilingu á samfélagsmiðlum? Það er ljóst að við erum ekki á þeim stað sem við teljum okkur í trú um að við séum. Við búum ekki í réttindavænu samfélagi. Fólk sem nýtir eigin hugmyndir um tjáningarfrelsi fær að spúa hatri óáreitt á meðan langflestir standa hjá. Engin mannréttindastofa er til staðar til að fylgjast með færslum fólks á samfélagsmiðlum. Það er morgunljóst að þetta er útrýmingarstefna í aðsigi. Frammi fyrir okkur stendur vandi. Það er hatursfullt fólk í okkar samfélagi. Við þurfum að standa gegn þeim. Ef þú stendur gegn hatri, afhverju sýniru það ekki í verki? Afhverju ertu ekki tilbúinn að deila myndinni? Í hvernig samfélagi vilt þú búa? Er ekki árið 2023? Erum við ekki komin lengra? Stöndum gegn hatri. Deilum myndinni. Höfundur er hlaðvarpsstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Hinsegin Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Miðað við atburði undanfarnar þrjár vikur er ljóst að baráttan er ekki búin og mikilvægt er að standa gegn hatri. Fólk sem hefur ekkert unnið sér til saka annað en að gera tilraun til þess að vera þau sjálf og fá viðurkenningu frá samfélaginu verður nú fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Hatursöflum er að vaxa fiskur um hrygg. Sem andsvar við þessu hefur samviskusamt fólk og fyrirtæki birt mynd á samfélagsmiðlum sem hljóðar svo: Stöndum saman gegn hatri #hinseginleikinn Einföld en kraftmikil yfirlýsing sem vottar að sá og hinn sami sé góð manneskja. Það sem hryggir undirritaðann er hins vegar hversu margir hafa kosið að birta ekki yfirlýsinguna og þannig staðið með hatrinu. Því þeir sem eru ekki tilbúnir að verja þremur sekúndum í að ýta á deilingarhnappinn og sýna í verki að þeir standi gegn hatri eru líklega með hugmyndir sem í besta falli geta talist varhugaverðar. Í leikriti Arthur Miller frá 1953, sem ber heitið The Crucible, er varpað ljósi á tengsl aðgerðarleysis og undirliggjandi álita og viðhorfa. Þeir sem ekki sýna í verki að þeir séu reiðubúnir að koma málstaðnum til varnar standa ekki einvörðungu aðgerðarlausir heldur eru þeir líklegir til þess að vinna gegn réttlátum markmiðum þegar tækifærið gefst. Ef stjórnvöld grípa ekki inn í áður en langt um líður dreifist hatrið stjórnlaust yfir allt samfélagið. Því velti ég upp eftirfarandi spurningunum: Erum við umburðarlynd þjóð? Erum við opin fyrir réttlátum breytingum? Eða erum við umlukin fólki sem hatar, sem er ekki tilbúið að sýna samstöðu þegar á reynir, jafnvel með einni deilingu á samfélagsmiðlum? Það er ljóst að við erum ekki á þeim stað sem við teljum okkur í trú um að við séum. Við búum ekki í réttindavænu samfélagi. Fólk sem nýtir eigin hugmyndir um tjáningarfrelsi fær að spúa hatri óáreitt á meðan langflestir standa hjá. Engin mannréttindastofa er til staðar til að fylgjast með færslum fólks á samfélagsmiðlum. Það er morgunljóst að þetta er útrýmingarstefna í aðsigi. Frammi fyrir okkur stendur vandi. Það er hatursfullt fólk í okkar samfélagi. Við þurfum að standa gegn þeim. Ef þú stendur gegn hatri, afhverju sýniru það ekki í verki? Afhverju ertu ekki tilbúinn að deila myndinni? Í hvernig samfélagi vilt þú búa? Er ekki árið 2023? Erum við ekki komin lengra? Stöndum gegn hatri. Deilum myndinni. Höfundur er hlaðvarpsstjórnandi.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar