Varar við svefnvenjum Haaland: „Getur verið hættulegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. september 2023 07:01 Erling Haaland passar að lifa heilsusamlegu lífi utan vallar. Vísir/Getty Erling Braut Haaland passar afar vel upp á að ná góðum nætursvefni. Sænskur svefnfræðingur varar þó við sérstakri aðferð sem Haaland og fleiri hafa nýtt sér að undanförnu. Erling Braut Haaland hefur vitskuld vakið mikla athygli síðustu misserin fyrir öll mörkin sem hann hefur skorað á knattspyrnuvellinum en einnig fyrir fullkomnunaráráttu sína utan vallar. Meðal annars hafa borist fregnir af mataræði hans og svefnvenjum en nú hefur sænskur svefnfræðingur gagnrýnt nýjustu leið Haaland til að bæta svefn sinn. Fyrir tveimur vikum greindi Haaland frá því að hann sofi með límband fyrir munninum til að bæta öndunina. Þessi leið hefur verið töluvert til umræðu í netheimum síðustu vikur og myllumerkið #mouthtape verið mikið notað á samfélagsmiðlum. „Svefn er það mikilvægasta í heimi,“ segir Haaland en sænskur vísindamaður segir aðferðina ekki hættulausa. „Það er til mikið af rannsóknum sem sýna að þeir sem sofa vel sýni betri frammistöður,“ segir svefnfræðingurinn Christian Benedict en hann er vísindamaður við Háskólann í Uppsölum. „Ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla“ Benedict segir hins vegar að aðeins ein rannsókn sé til um það að sofa með límband fyrir munninum. Þar var gerð rannsókn á fólki sem átti í vandræðum með nætursvefn og sváfu rúmlega helmingur þátttakanda betur í kjölfar þess þau notuðu límband þegar þau sváfu. Benedict er þó efins um aðferðina. „Það er frábært að aðili eins og Erling Haaland komi fram og segi hversu mikilvægur svefninn sé. Það finnst mér frábært. En að draga þá ályktun að allir muni sofa betur ef þeir setja límband fyrir munninn, það verð ég að setja spurningamerki við.“ Hann segir að aðferðin geti verið hættuleg. „Ef þú átt við svefnvanda að stríða og átt í öndunarerfiðleikum í svefni þá reynir það mjög á hjarta- og æðakerfið. Ef þú getur ekki andað í gegnum munninn þá getur það leitt til frekari vandræða.“ „Það er gott að anda í gegnum nefið ef mögulegt er. Ef þu´gerir það á hverjum degi í 16 klukkustundir þá kennir þú líkamanum að gera það líka á nóttunni. En að þvinga það fram með límbandi fyrir munninum, það er alls ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla.“ Enski boltinn Svefn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Erling Braut Haaland hefur vitskuld vakið mikla athygli síðustu misserin fyrir öll mörkin sem hann hefur skorað á knattspyrnuvellinum en einnig fyrir fullkomnunaráráttu sína utan vallar. Meðal annars hafa borist fregnir af mataræði hans og svefnvenjum en nú hefur sænskur svefnfræðingur gagnrýnt nýjustu leið Haaland til að bæta svefn sinn. Fyrir tveimur vikum greindi Haaland frá því að hann sofi með límband fyrir munninum til að bæta öndunina. Þessi leið hefur verið töluvert til umræðu í netheimum síðustu vikur og myllumerkið #mouthtape verið mikið notað á samfélagsmiðlum. „Svefn er það mikilvægasta í heimi,“ segir Haaland en sænskur vísindamaður segir aðferðina ekki hættulausa. „Það er til mikið af rannsóknum sem sýna að þeir sem sofa vel sýni betri frammistöður,“ segir svefnfræðingurinn Christian Benedict en hann er vísindamaður við Háskólann í Uppsölum. „Ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla“ Benedict segir hins vegar að aðeins ein rannsókn sé til um það að sofa með límband fyrir munninum. Þar var gerð rannsókn á fólki sem átti í vandræðum með nætursvefn og sváfu rúmlega helmingur þátttakanda betur í kjölfar þess þau notuðu límband þegar þau sváfu. Benedict er þó efins um aðferðina. „Það er frábært að aðili eins og Erling Haaland komi fram og segi hversu mikilvægur svefninn sé. Það finnst mér frábært. En að draga þá ályktun að allir muni sofa betur ef þeir setja límband fyrir munninn, það verð ég að setja spurningamerki við.“ Hann segir að aðferðin geti verið hættuleg. „Ef þú átt við svefnvanda að stríða og átt í öndunarerfiðleikum í svefni þá reynir það mjög á hjarta- og æðakerfið. Ef þú getur ekki andað í gegnum munninn þá getur það leitt til frekari vandræða.“ „Það er gott að anda í gegnum nefið ef mögulegt er. Ef þu´gerir það á hverjum degi í 16 klukkustundir þá kennir þú líkamanum að gera það líka á nóttunni. En að þvinga það fram með límbandi fyrir munninum, það er alls ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla.“
Enski boltinn Svefn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira