Segir Glódísi Perlu einn besta leikmann Evrópu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. september 2023 23:30 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði frábærlega í hjarta varnarinnar gegn Wales. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Glódís Perla Viggósdóttir skoraði eina markið í sigurleik Íslands á Wales í Þjóðadeildinni í gær. Elísa Viðarsdóttir segir að Glódís Perla sé einn besti leikmaður Evrópu. Ísland komst snemma í forystu á Laugardalsvelli í gær eftir mark frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Íslenska liðinu tókst að halda í þessa forystu það sem eftir lifði leiks og fagnaði að lokum sterkum 1-0 sigri. „Ég held það sé rosalega sterkt að byrja á sigri í Þjóðadeildinni og vonandi byggja ofan á það. Við sjáum mjög sterkan varnarleik í gær, góðar varnarframmistöður en kannski hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann,“ sagði Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í viðtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu. Elísa er fjarri góðu gamni þessa dagana þar sem hún á von á barni. „Kannsi hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann og særa þær aðeins meira og hraðar. Því miður þá gekk það ekki alveg nógu vel upp í gær. Vonandi getum við byggt ofan á þessa frábæru varnarframmistöðu sem við sýndum,“ bætti Elísa við. Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudag og býst Elísa við öðruvísi leik þá. „Mig grunar það. Þýskaland er frábært lið og með frábæra leikmenn í hverri einustu stöðu. Við getum horft á það þannig að við sýndum frábra varnarframmistöðu í gær og það er klárlega eitthvað sem við þurfum að gera gegn Þýskalandi.“ „Á móti þurfum við að geta haldið aðeins í boltann og hvílt á boltanum sóknarlega. Reynt að særa þær þannig. Öðruvísi held ég að þetta gæti orðið svolítið erfitt. „Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum“ Í yfirstandandi landsliðsverkefni er Glódís Perla markahæsti leikmaður Íslands en hún leikur sem miðvörður. „Maður sér það ekki oft að miðverðir séu markahæstu leikmenn liðs en það sýnir held ég bara svolítið úr hverju Glódís Perla er gerð. Hún er búin að stíga hvert skrefið á fætur öðru undanfarin og verið að bæta sig ár frá ári. Hún var að taka við fyrirliðabandinu hjá Bayern og skrifa undir langtímasamning. Hún leiðir þetta landslið eins og herforingi og maður sér hana ekkert stöðvast.“ „Hún vex inn í þetta leiðtogahlutverk eins og henni hafi verið það í blóð borið. Það er ekkert sjálfsagt að gera það, hún hefur algjörlega stigið upp og á svo sannarlega hrós skilið.“ „Fyrir mér er hún einn besti leikmaður í Evrópu í dag. Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum og við eigum að byggja í kringum það. Hún gefur leikmönnum í kringum sig ótrúlega mikið og maður finnur það þegar maður spilar með henni. Maður er alltaf pollrólegur að hafa hana sér við hlið og treystir henni 100%.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal - Elísa Viðarsdóttir um Glódísi Perlu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Ísland komst snemma í forystu á Laugardalsvelli í gær eftir mark frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Íslenska liðinu tókst að halda í þessa forystu það sem eftir lifði leiks og fagnaði að lokum sterkum 1-0 sigri. „Ég held það sé rosalega sterkt að byrja á sigri í Þjóðadeildinni og vonandi byggja ofan á það. Við sjáum mjög sterkan varnarleik í gær, góðar varnarframmistöður en kannski hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann,“ sagði Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í viðtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu. Elísa er fjarri góðu gamni þessa dagana þar sem hún á von á barni. „Kannsi hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann og særa þær aðeins meira og hraðar. Því miður þá gekk það ekki alveg nógu vel upp í gær. Vonandi getum við byggt ofan á þessa frábæru varnarframmistöðu sem við sýndum,“ bætti Elísa við. Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudag og býst Elísa við öðruvísi leik þá. „Mig grunar það. Þýskaland er frábært lið og með frábæra leikmenn í hverri einustu stöðu. Við getum horft á það þannig að við sýndum frábra varnarframmistöðu í gær og það er klárlega eitthvað sem við þurfum að gera gegn Þýskalandi.“ „Á móti þurfum við að geta haldið aðeins í boltann og hvílt á boltanum sóknarlega. Reynt að særa þær þannig. Öðruvísi held ég að þetta gæti orðið svolítið erfitt. „Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum“ Í yfirstandandi landsliðsverkefni er Glódís Perla markahæsti leikmaður Íslands en hún leikur sem miðvörður. „Maður sér það ekki oft að miðverðir séu markahæstu leikmenn liðs en það sýnir held ég bara svolítið úr hverju Glódís Perla er gerð. Hún er búin að stíga hvert skrefið á fætur öðru undanfarin og verið að bæta sig ár frá ári. Hún var að taka við fyrirliðabandinu hjá Bayern og skrifa undir langtímasamning. Hún leiðir þetta landslið eins og herforingi og maður sér hana ekkert stöðvast.“ „Hún vex inn í þetta leiðtogahlutverk eins og henni hafi verið það í blóð borið. Það er ekkert sjálfsagt að gera það, hún hefur algjörlega stigið upp og á svo sannarlega hrós skilið.“ „Fyrir mér er hún einn besti leikmaður í Evrópu í dag. Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum og við eigum að byggja í kringum það. Hún gefur leikmönnum í kringum sig ótrúlega mikið og maður finnur það þegar maður spilar með henni. Maður er alltaf pollrólegur að hafa hana sér við hlið og treystir henni 100%.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal - Elísa Viðarsdóttir um Glódísi Perlu
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira