„Við urðum að vinna í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. september 2023 22:01 Erik Ten Hag og Jonny Evans eftir að sá síðarnefndi kom af velli í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Erik Ten Hag og Jonny Evans voru vitaskuld afar ánægðir með sigur Manchester United á Burnley í kvöld. Evans var óvænt í byrjunarliðinu og átti mjög góðan leik. Manchester United vann 1-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni, Fernandes tók boltann á lofti eftir sendingu Jonny Evans sem óvænt var í byrjunarliðinu. „Auðvitað þurftum við á þessum sigri. Við höfum átt erfiða leiki gegn góðum andstæðingum. Við hefðum ekki þurft að tapa þessum leikjum. Við urðum að vinna í dag,“ sagði Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United eftir sigurinn. „Margt hefur verið á móti okkur, meiðsli og ákvarðanir. Líkt og í kvöld, lög Murphy´s þar sem allt er á móti þér. Þú þarft að berjast og snúa við, það sýnir að búningsklefinn stendur saman. Þeir berjast saman,“ en fyrir leikinn bárust fregnir um leka úr búiningsklefa United. Jonny Evans var í byrjunarliði United í dag í fyrsta sinn síðan árið 2015. Hann kom til liðsins á ný í sumar og var boðinn samningur eftir góða frammistöðu á æfingum. „Sendingin frá Evans fvar frábær, hreyfingin og skotið hjá Bruno líka. Í fyrra héldum við oftast hreinu í úrvalsdeildinni. Við vorum agaðir og fylgdum reglunum. Evans færði okkur ró, hann sýndi hvað hann er góður.“ Sjálfur var Evans vitaskuld ánægður með leikinn og eigin frammistöðu. „Ég elskaði hverja einustu mínútu. Fyrir leiki færðu tilfinningu, ég gat ekki beðið og það var eintómur spenningur. Þetta var tvöhundraðasti leikur minn fyrir United og ég hélt að ég myndi aldrei ná þeirri tölu. Þetta er besta kvöld lífs míns.“ Jonny Evans on his first start for Man United since 2015: 88 minutes Given MOTM award by Fernandes Match-winning assist Clean sheet Disallowed goalHe done his boyhood club proud pic.twitter.com/20y3cRNVZQ— SPORTbible (@sportbible) September 23, 2023 „Ég héld aldrei að ég væri að koma hingað til að vera í byrjunarliðinu. Mér var sagt að mitt hlutverk væri að veita samkeppni og það er þannig sem ég hef nálgast verkefnið. Vegna nokkurra meiðsla fékk ég tækifærið til að byrja í kvöld.“ Enski boltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Sjá meira
Manchester United vann 1-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni, Fernandes tók boltann á lofti eftir sendingu Jonny Evans sem óvænt var í byrjunarliðinu. „Auðvitað þurftum við á þessum sigri. Við höfum átt erfiða leiki gegn góðum andstæðingum. Við hefðum ekki þurft að tapa þessum leikjum. Við urðum að vinna í dag,“ sagði Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United eftir sigurinn. „Margt hefur verið á móti okkur, meiðsli og ákvarðanir. Líkt og í kvöld, lög Murphy´s þar sem allt er á móti þér. Þú þarft að berjast og snúa við, það sýnir að búningsklefinn stendur saman. Þeir berjast saman,“ en fyrir leikinn bárust fregnir um leka úr búiningsklefa United. Jonny Evans var í byrjunarliði United í dag í fyrsta sinn síðan árið 2015. Hann kom til liðsins á ný í sumar og var boðinn samningur eftir góða frammistöðu á æfingum. „Sendingin frá Evans fvar frábær, hreyfingin og skotið hjá Bruno líka. Í fyrra héldum við oftast hreinu í úrvalsdeildinni. Við vorum agaðir og fylgdum reglunum. Evans færði okkur ró, hann sýndi hvað hann er góður.“ Sjálfur var Evans vitaskuld ánægður með leikinn og eigin frammistöðu. „Ég elskaði hverja einustu mínútu. Fyrir leiki færðu tilfinningu, ég gat ekki beðið og það var eintómur spenningur. Þetta var tvöhundraðasti leikur minn fyrir United og ég hélt að ég myndi aldrei ná þeirri tölu. Þetta er besta kvöld lífs míns.“ Jonny Evans on his first start for Man United since 2015: 88 minutes Given MOTM award by Fernandes Match-winning assist Clean sheet Disallowed goalHe done his boyhood club proud pic.twitter.com/20y3cRNVZQ— SPORTbible (@sportbible) September 23, 2023 „Ég héld aldrei að ég væri að koma hingað til að vera í byrjunarliðinu. Mér var sagt að mitt hlutverk væri að veita samkeppni og það er þannig sem ég hef nálgast verkefnið. Vegna nokkurra meiðsla fékk ég tækifærið til að byrja í kvöld.“
Enski boltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Sjá meira