„Ótrúlega ljúf tilfinning að vinna loksins fótboltaleik“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. september 2023 16:25 Haraldur Freyr var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður með 2-1 sigur gegn HK. Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga síðan í 1. umferð. „Þetta var ótrúlega ljúf tilfinning að vinna loksins fótboltaleik,“ sagði Haraldur eftir kærkominn sigur heimamanna. Haraldur Freyr var ekki sáttur með hvernig leikurinn byrjaði og eftir átta mínútur var staðan jöfn 1-1. „Mér fannst við ekki byrja leikinn vel og við vorum varkárir en það var gott að fá mark. Sagan okkar í sumar hefur verið þannig að þegar við höfum skorað þá höfum við fengið mark á okkur í kjölfarið sem gerðist. Við komum síðan yfir og spiluðum fínan seinni hálfleik.“ Haraldur var ánægður með annað mark Keflvíkinga sem Sami Kamel skoraði og það reyndist sigurmarkið. „Þetta var vel klárað og góð sókn hjá okkur. Við verðum að halda áfram og hafa trú á því að við vinnum næsta leik.“ Keflavík hefur oft verið í þeirri stöðu að vera yfir þegar lítið er eftir og fengið á sig jöfnunarmark en að þessu sinni náði Keflavík að halda forystunni. „Í seinni hálfleik ætluðum við að vinna boltann hátt á góðum stöðum sem við gerðum en nýttum ekki færin.“ Keflavík er sex stigum frá næstu liðum og Haraldur var bjartsýnn á framhaldið þar sem Keflavík á eftir að mæta Fram og ÍBV. „Það munar sex stig á liðunum og það eru þrír leikir eftir svo möguleikinn er til staðar,“ sagði Haraldur Freyr að lokum. Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
„Þetta var ótrúlega ljúf tilfinning að vinna loksins fótboltaleik,“ sagði Haraldur eftir kærkominn sigur heimamanna. Haraldur Freyr var ekki sáttur með hvernig leikurinn byrjaði og eftir átta mínútur var staðan jöfn 1-1. „Mér fannst við ekki byrja leikinn vel og við vorum varkárir en það var gott að fá mark. Sagan okkar í sumar hefur verið þannig að þegar við höfum skorað þá höfum við fengið mark á okkur í kjölfarið sem gerðist. Við komum síðan yfir og spiluðum fínan seinni hálfleik.“ Haraldur var ánægður með annað mark Keflvíkinga sem Sami Kamel skoraði og það reyndist sigurmarkið. „Þetta var vel klárað og góð sókn hjá okkur. Við verðum að halda áfram og hafa trú á því að við vinnum næsta leik.“ Keflavík hefur oft verið í þeirri stöðu að vera yfir þegar lítið er eftir og fengið á sig jöfnunarmark en að þessu sinni náði Keflavík að halda forystunni. „Í seinni hálfleik ætluðum við að vinna boltann hátt á góðum stöðum sem við gerðum en nýttum ekki færin.“ Keflavík er sex stigum frá næstu liðum og Haraldur var bjartsýnn á framhaldið þar sem Keflavík á eftir að mæta Fram og ÍBV. „Það munar sex stig á liðunum og það eru þrír leikir eftir svo möguleikinn er til staðar,“ sagði Haraldur Freyr að lokum.
Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira