Danir slaufa „nítján gráðu reglunni“ í opinberum byggingum Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2023 08:47 Lars Aagaard, ráðherra orku- og loftslagsmála í Danmörku, greindi frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar í morgun. EPA Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að slaufa reglunni um að einungis megi kynda opinberar byggingar upp í nítján gráður að hámarki vegna orkusparnaðar. Reglunni var komið á fyrir um ári síðan vegna stöðunnar á evrópskum orkumarkaði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Starfsfólk í opinberum byggingum þurfti margt að mæta vel klætt þegar það mætti til vinnu síðasta vetur til að halda á sér hita, en sú staða mun ekki verða upp nú þegar nýr vetur er í þann mund að ganga í garð. Orkukostnaður í Danmörku hækkaði mjög mikið síðasta sumar vegna stöðunnar á orkumarkaði og ákvað stjórnin þá að grípa til aðgerða. Var ákveðið að hitastig í almenningsrýmum og í byggingum í eigu ríkisins yrði lækkað úr 22 gráðum í nítján gráður. Leikskólar, spítalar, sjúkrahús og hjúkrunarheimili hafa þó verið undanskilin reglugerðinni. Lars Aagaard, ráðherra orku- og loftslagsmála í Danmörku, greindi frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar í morgun. „Orkuverð hefur lækkað og orkubirgðastaðan í Evrópu er góð. Ríkisstjórnin dregur því þau tilmæli til baka um nítján gráður í opinberum byggingum.“ Aagaard segir að Danir og fleiri standi þó enn frammi fyrir ýmsum áskorunum í orkumálum og hvetur ríkisstjórnin því alla til að fara sparlega með rafmagn. „Takmörkun á orkusóun er enn besta tryggingin gegn hækkandi orkuverði og vandamálum þegar kemur að framboði,“ segir Aagaard. Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. 8. september 2022 13:26 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Starfsfólk í opinberum byggingum þurfti margt að mæta vel klætt þegar það mætti til vinnu síðasta vetur til að halda á sér hita, en sú staða mun ekki verða upp nú þegar nýr vetur er í þann mund að ganga í garð. Orkukostnaður í Danmörku hækkaði mjög mikið síðasta sumar vegna stöðunnar á orkumarkaði og ákvað stjórnin þá að grípa til aðgerða. Var ákveðið að hitastig í almenningsrýmum og í byggingum í eigu ríkisins yrði lækkað úr 22 gráðum í nítján gráður. Leikskólar, spítalar, sjúkrahús og hjúkrunarheimili hafa þó verið undanskilin reglugerðinni. Lars Aagaard, ráðherra orku- og loftslagsmála í Danmörku, greindi frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar í morgun. „Orkuverð hefur lækkað og orkubirgðastaðan í Evrópu er góð. Ríkisstjórnin dregur því þau tilmæli til baka um nítján gráður í opinberum byggingum.“ Aagaard segir að Danir og fleiri standi þó enn frammi fyrir ýmsum áskorunum í orkumálum og hvetur ríkisstjórnin því alla til að fara sparlega með rafmagn. „Takmörkun á orkusóun er enn besta tryggingin gegn hækkandi orkuverði og vandamálum þegar kemur að framboði,“ segir Aagaard.
Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. 8. september 2022 13:26 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. 8. september 2022 13:26