Rúnar: Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 14:15 KR-ingurinn Olav Öby og Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson elta boltann í síðasta leik liðanna. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar heimsækja Stjörnuna í kvöld í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og verða helst að vinna ætli þeir sér að vera með í Evrópukeppni næsta sumar. KR er þremur stigum á eftir Stjörnunni og þar með þremur stigum frá fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópu. „Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í samtali við Val Pál Eiríksson. KR hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni, fyrst á móti ÍBV og svo á móti Víkingi og Val. Allir leikirnir hafa endað 2-2. Rúnar Kristinsson er sáttur með stöðuna á KR-liðinu og sér stíganda hjá sínu liði.Vísir/Anton „Við þurfum að reyna að verja markið okkar betur en að sama skapi erum við búnir að vera að skora mörk á móti þessum bestu liðum. Við þurfum að finna jafnvægi á milli þess að sækja og verjast. Verjast betur og halda áfram að sækja vel og þá getum við unnið Stjörnuna eins og önnur lið,“ sagði Rúnar. Stjörnuliðið hefur verið á siglingu seinni hluta tímabilsins og öflugir síðustu vikur. „Stjarnan er með gott lið og margir ungir strákar hjá þeim. Þeir eru búnir að standa sig mjög vel. Við erum búnir að spila við þá þrisvar sinnum í sumar, vinna tvisvar og tapa einu sinni. Við förum bara brattir í Garðabæinn en þetta er bara enn einn úrslitaleikurinn í þessari úrslitakeppni. Við verðum bara að fókusa á hann og fókusa á okkur sjálfa. Reyna gera vel til að ná í úrslit,“ sagði Rúnar. „Við vitum að við þurfum alltaf eitt stig og helst þrjú. Stjarnan þarf líka á stigunum að halda í þessari baráttu sem er í kvöld og fram undan,“ sagði Rúnar. „Þetta er fjórði leikurinn sem við spilum við þá í sumar og liðin þekkja hvort annað mjög vel. Það er ekki langt síðan við fórum í Garðabæinn og töpuðum á móti þeim. Við þurfum að laga ýmislegt frá þeim leik,“ sagði Rúnar. „Þetta snýst um dagsform, að finna rétta hugarfarið og fá menn til að trúa á það sem við erum að gera. Mér finnst vera búinn að vera fínn stígandi í þessu hjá okkur undanfarið. Við erum búnir að vera spila ágætlega og ég held að það sé sjálfstraust í liðinu,“ sagði Rúnar. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30. KR Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
KR er þremur stigum á eftir Stjörnunni og þar með þremur stigum frá fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Evrópu. „Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í samtali við Val Pál Eiríksson. KR hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni, fyrst á móti ÍBV og svo á móti Víkingi og Val. Allir leikirnir hafa endað 2-2. Rúnar Kristinsson er sáttur með stöðuna á KR-liðinu og sér stíganda hjá sínu liði.Vísir/Anton „Við þurfum að reyna að verja markið okkar betur en að sama skapi erum við búnir að vera að skora mörk á móti þessum bestu liðum. Við þurfum að finna jafnvægi á milli þess að sækja og verjast. Verjast betur og halda áfram að sækja vel og þá getum við unnið Stjörnuna eins og önnur lið,“ sagði Rúnar. Stjörnuliðið hefur verið á siglingu seinni hluta tímabilsins og öflugir síðustu vikur. „Stjarnan er með gott lið og margir ungir strákar hjá þeim. Þeir eru búnir að standa sig mjög vel. Við erum búnir að spila við þá þrisvar sinnum í sumar, vinna tvisvar og tapa einu sinni. Við förum bara brattir í Garðabæinn en þetta er bara enn einn úrslitaleikurinn í þessari úrslitakeppni. Við verðum bara að fókusa á hann og fókusa á okkur sjálfa. Reyna gera vel til að ná í úrslit,“ sagði Rúnar. „Við vitum að við þurfum alltaf eitt stig og helst þrjú. Stjarnan þarf líka á stigunum að halda í þessari baráttu sem er í kvöld og fram undan,“ sagði Rúnar. „Þetta er fjórði leikurinn sem við spilum við þá í sumar og liðin þekkja hvort annað mjög vel. Það er ekki langt síðan við fórum í Garðabæinn og töpuðum á móti þeim. Við þurfum að laga ýmislegt frá þeim leik,“ sagði Rúnar. „Þetta snýst um dagsform, að finna rétta hugarfarið og fá menn til að trúa á það sem við erum að gera. Mér finnst vera búinn að vera fínn stígandi í þessu hjá okkur undanfarið. Við erum búnir að vera spila ágætlega og ég held að það sé sjálfstraust í liðinu,“ sagði Rúnar. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30.
KR Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira