Drifu sig í vel heppnað leggönguboð Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. september 2023 20:01 Þórey Vilhjálmsdóttir og Anna Sigríður Árnadóttir voru á meðal gesta. Anton Brink Konur fjölmenntu á sérstakt leggönguboð í Ásmundarsal í gær. Tilefnið var undirbúningur og styrktarkvöld fyrir góðgerðargönguna Leggangan sem útivistarhópurinn Snjódrífurnar standa fyrir til stuðnings konum sem þurfa að takast á við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Átakið er tvíþætt. Annars vegar fjáröflun og hins vegar vitundarvakning um málefnið. Góðgerðarfélagsið Lífskraftur sem Snjódrífurnar halda um og hefur styrkt málefni krabbameinssjúkra um tæplega 30 milljónir undanfarin þrjú ár. Samstarfsaðilar Lífskrafts eru Feel Iceland og 66°Norður en hluti af átakinu fólst í sölu á svokallaðri Leggöngupeysu en allur ágóði af sölunni rennur til Lífskrafts. Kristrún Kristjáns og Svanhildur Svavars voru að sjálfsögðu mættar.Anton Brink Leggangan verður farin laugardaginn 7. október. Rúmlega 120 konur ætla með og liggur leiðin um norðurbrúnir Landmannaöskjunnar og uppgöngu á sjálfa Háölduna sem rís um 1150 metra yfir sjávarmál og er hæsta fjallið á Landmannalaugasvæðinu. Ilmur Kristjánsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir. Í Ásmundarsal fór leiðangurskonan og Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir yfir ferðina sjálfa. Elísa Viðarsdóttir, fræðslu- og þróunarstjóri Feel Iceland og landsliðskona í knattspyrnu ræddi góða næringu. Lífskraftskonan og þingkonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hélt tölu og deildi reynslu sinni af veikindum systur sinnar sem lést fyrir tæpu ári eftir snarpa baráttu við krabbamein. Gestir drukku holla drykki í tilefni dagsins.Anton Brink Snjódrífurnar Sirrý Ágústsdóttir og Soffía Sigurgeirsdóttir greindu auk þess stuttlega frá málþingi Lífskrafts sem var haldið fyrr í mánuðinum í Háskólanum í Reykjavík. Agla Bríet, Bára Mjöll og Vera stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.Anton Brink Á málþinginu hélt Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir kvenlækningadeildar Landspítalans, meðal annars erindi þar sem fram kom að árlega greinast um eitt hundrað konur á barneignaraldri með krabbamein á Íslandi og að í mörgum tilfellum hefur meinið og eða krabbameinsmeðferðin neikvæð áhrif á frjósemi þessara kvenna. Hulda Bjarna og Anna Rut Þrárins.Anton Brink Kolbrún tók það skýrt fram í erindi sínu að það væri mikilvægt að koma á skýrari verkferlum og staðlaðri ráðgjöf fyrir þennan hóp við greiningu. Fleiri myndir sem Anton Brink tók má sjá að neðan. Skimun fyrir krabbameini Samkvæmislífið Reykjavík Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Það byrjaði allt með einni hugsun Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Það byrjaði allt með einni hugsun „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Átakið er tvíþætt. Annars vegar fjáröflun og hins vegar vitundarvakning um málefnið. Góðgerðarfélagsið Lífskraftur sem Snjódrífurnar halda um og hefur styrkt málefni krabbameinssjúkra um tæplega 30 milljónir undanfarin þrjú ár. Samstarfsaðilar Lífskrafts eru Feel Iceland og 66°Norður en hluti af átakinu fólst í sölu á svokallaðri Leggöngupeysu en allur ágóði af sölunni rennur til Lífskrafts. Kristrún Kristjáns og Svanhildur Svavars voru að sjálfsögðu mættar.Anton Brink Leggangan verður farin laugardaginn 7. október. Rúmlega 120 konur ætla með og liggur leiðin um norðurbrúnir Landmannaöskjunnar og uppgöngu á sjálfa Háölduna sem rís um 1150 metra yfir sjávarmál og er hæsta fjallið á Landmannalaugasvæðinu. Ilmur Kristjánsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir. Í Ásmundarsal fór leiðangurskonan og Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir yfir ferðina sjálfa. Elísa Viðarsdóttir, fræðslu- og þróunarstjóri Feel Iceland og landsliðskona í knattspyrnu ræddi góða næringu. Lífskraftskonan og þingkonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hélt tölu og deildi reynslu sinni af veikindum systur sinnar sem lést fyrir tæpu ári eftir snarpa baráttu við krabbamein. Gestir drukku holla drykki í tilefni dagsins.Anton Brink Snjódrífurnar Sirrý Ágústsdóttir og Soffía Sigurgeirsdóttir greindu auk þess stuttlega frá málþingi Lífskrafts sem var haldið fyrr í mánuðinum í Háskólanum í Reykjavík. Agla Bríet, Bára Mjöll og Vera stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.Anton Brink Á málþinginu hélt Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir kvenlækningadeildar Landspítalans, meðal annars erindi þar sem fram kom að árlega greinast um eitt hundrað konur á barneignaraldri með krabbamein á Íslandi og að í mörgum tilfellum hefur meinið og eða krabbameinsmeðferðin neikvæð áhrif á frjósemi þessara kvenna. Hulda Bjarna og Anna Rut Þrárins.Anton Brink Kolbrún tók það skýrt fram í erindi sínu að það væri mikilvægt að koma á skýrari verkferlum og staðlaðri ráðgjöf fyrir þennan hóp við greiningu. Fleiri myndir sem Anton Brink tók má sjá að neðan.
Skimun fyrir krabbameini Samkvæmislífið Reykjavík Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Það byrjaði allt með einni hugsun Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Það byrjaði allt með einni hugsun „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira