Óperudraugurinn: Tekist á um framtíð óperunnar á Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2023 12:02 Steinunn Birna og Gissur Páll eru gestir dagsins í Pallborðinu. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að ný þjóðarópera taki til starfa árið 2025 en hún mun taka við því menningarhlutverki sem Íslenska óperan hefur sinnt hingað til. Ekki eru allir á eitt sáttir við áformin. Ný þjóðarópera og Íslenska óperan verða til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Hólmfríður Gísladóttir stjórnar þættinum, sem hefst klukkan 14, en gestir hennar verða Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og staðgengill formanns Klassís. Stjórnarhættir stjórnenda Íslensku óperunnar hafa sætt nokkurri gagnrýni undanfarin ár, eða allt frá því að Steinunn Birna var ráðinn óperustjóri árið 2015. Gagnrýnin snérist ekki um persónu Steinunnar Birnu heldur ráðningarferlið, meðal annars að enginn annar umsækjenda hefði verið boðaður í viðtal. Meðal umsækjenda voru Kristján Jóhannsson, Gunnar Guðbjörnsson og Davíð Ólafsson en stjórn Óperunnar neitaði að veita upplýsingar um hverjir hefðu sótt um. Þá var aðkoma Capacent að ferlinu gagnrýnd. Launamál Óperunnar hafa einnig verið í umræðunni en árið 2020 stefndi Þóra Einarsdóttir óperusöngkona stofnuninni vegna vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraðsdómi en niðurstöðunni snúið í Landsrétti. Árið 2021 sendi stjórn Klassís frá sér vantraustsyfirlýsingu á hendur stjórn Óperunnar og óperustjóra vegna stjórnarhátta. Í henni sagði meðal annars að aðkoma söngvara að stjórn hefði eitt sinn verið mikil en væri nú engin. Kvartað var yfir áhugaleysi stjórnar og skort á gagnsæi. Þá má einnig nefna gagnrýni á uppsetninguna Madama Butterfly, þar sem Óperan var sökuð um menningarnám. Menningarmálaráðherra hefur tekið ákvörðun um stofnun Þjóðaróperu og fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að sjálfseignarstofnunin Íslenska óperan sé að syngja sitt síðasta. Engu að síður er enn deilt um Óperuna, bæði bak við tjöldin og frammi fyrir opnum tjöldum. Um hvað snýst málið? Pallborðið verður sýnt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Menning Íslenska óperan Pallborðið Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Ný þjóðarópera og Íslenska óperan verða til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Hólmfríður Gísladóttir stjórnar þættinum, sem hefst klukkan 14, en gestir hennar verða Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Gissur Páll Gissurarson, óperusöngvari og staðgengill formanns Klassís. Stjórnarhættir stjórnenda Íslensku óperunnar hafa sætt nokkurri gagnrýni undanfarin ár, eða allt frá því að Steinunn Birna var ráðinn óperustjóri árið 2015. Gagnrýnin snérist ekki um persónu Steinunnar Birnu heldur ráðningarferlið, meðal annars að enginn annar umsækjenda hefði verið boðaður í viðtal. Meðal umsækjenda voru Kristján Jóhannsson, Gunnar Guðbjörnsson og Davíð Ólafsson en stjórn Óperunnar neitaði að veita upplýsingar um hverjir hefðu sótt um. Þá var aðkoma Capacent að ferlinu gagnrýnd. Launamál Óperunnar hafa einnig verið í umræðunni en árið 2020 stefndi Þóra Einarsdóttir óperusöngkona stofnuninni vegna vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraðsdómi en niðurstöðunni snúið í Landsrétti. Árið 2021 sendi stjórn Klassís frá sér vantraustsyfirlýsingu á hendur stjórn Óperunnar og óperustjóra vegna stjórnarhátta. Í henni sagði meðal annars að aðkoma söngvara að stjórn hefði eitt sinn verið mikil en væri nú engin. Kvartað var yfir áhugaleysi stjórnar og skort á gagnsæi. Þá má einnig nefna gagnrýni á uppsetninguna Madama Butterfly, þar sem Óperan var sökuð um menningarnám. Menningarmálaráðherra hefur tekið ákvörðun um stofnun Þjóðaróperu og fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að sjálfseignarstofnunin Íslenska óperan sé að syngja sitt síðasta. Engu að síður er enn deilt um Óperuna, bæði bak við tjöldin og frammi fyrir opnum tjöldum. Um hvað snýst málið? Pallborðið verður sýnt í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi.
Menning Íslenska óperan Pallborðið Mest lesið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira