Mikilvægi félagslegs stuðnings fyrir ungmenni Ágúst Arnar Þráinsson skrifar 4. október 2023 11:30 Félagslegur stuðningur barna og unglinga er gífurlega mikilvægur í uppvexti barnanna okkar. Við munum það nú flest hvaða fólk það var í okkar nærsamfélagi og það hvernig það lét þér líða. Yfirleitt voru það vinir og skólafélagar en stundum félagsmiðstöðvastarfsmaðurinn, konan í mötuneytinu eða fólkið í sjoppunni. En allt þetta fólk hefur áhrif og hefur meðvitað og ómeðvitað haft áhrif á þitt líf. Í dag eru börn sem einangrast af einni eða annarri ástæðu. Þessi börn sem eru að einangrast eru mörg hver með færri tækifæri vegna til dæmis samskipta- eða aðgengisvandamála. Börn og unglingar læra mikið af vinum og jafningjum sem þau umgangast mest á hverjum tíma. Meðal jafningja kemur öryggið þar sem við getum spurt heimskulegu spurninganna sem maður spyr ekki í skólanum eða heima við matarborðið. Í samfélaginu okkar eru börn og unglingar mis virk í félagslífi og það eru margar ástæður þar að baki. En fötluð börn og unglingar eru oft sá hópur sem býr við skert tækifæri til tómstundaiðkunar. Þeirra félagsstarf er jafn mikilvægt og annara en samt hefur okkur sem samfélag illa tekist að ná að styðja þessi börn. Þau börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa flest tækifæri en þau eru háð ýmsum breytum. Til dæmis hvort það fái stuðning í félagsstarfinu. Það að bjóða uppá félagslegan stuðning fyrir fötluð börn og unglinga er ekki hugsað til að foreldrar þessara barna komist í vinnu eða að tryggja að þau séu ekki heima eftirlitslaus. Heldur einmitt til að tryggja að fötluð börn og ungmenni kynnist bestu útgáfunni af sjálfri sér og þeim sé tryggt að þau geti gert það í öruggu umhverfi. Það gerum við í gegnum samskipti, leiki og samvinnu. Fötluð börn og unglingar eiga að fá tækifæri til að eflast og styrkjast í frítímanum sínum og því er mikilvægt að þau fái þann félagslega stuðning sem þau þurfa til að verða hluti af samfélaginu. Við viljum öll að börnin okkar blómstri í leik og starfi, að þau verði besta útgáfan af sjálfum sér og séu hamingjusöm. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur, og starfar sem forstöðumaður í Garðahrauni sem er sértæk frístund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Félagslegur stuðningur barna og unglinga er gífurlega mikilvægur í uppvexti barnanna okkar. Við munum það nú flest hvaða fólk það var í okkar nærsamfélagi og það hvernig það lét þér líða. Yfirleitt voru það vinir og skólafélagar en stundum félagsmiðstöðvastarfsmaðurinn, konan í mötuneytinu eða fólkið í sjoppunni. En allt þetta fólk hefur áhrif og hefur meðvitað og ómeðvitað haft áhrif á þitt líf. Í dag eru börn sem einangrast af einni eða annarri ástæðu. Þessi börn sem eru að einangrast eru mörg hver með færri tækifæri vegna til dæmis samskipta- eða aðgengisvandamála. Börn og unglingar læra mikið af vinum og jafningjum sem þau umgangast mest á hverjum tíma. Meðal jafningja kemur öryggið þar sem við getum spurt heimskulegu spurninganna sem maður spyr ekki í skólanum eða heima við matarborðið. Í samfélaginu okkar eru börn og unglingar mis virk í félagslífi og það eru margar ástæður þar að baki. En fötluð börn og unglingar eru oft sá hópur sem býr við skert tækifæri til tómstundaiðkunar. Þeirra félagsstarf er jafn mikilvægt og annara en samt hefur okkur sem samfélag illa tekist að ná að styðja þessi börn. Þau börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa flest tækifæri en þau eru háð ýmsum breytum. Til dæmis hvort það fái stuðning í félagsstarfinu. Það að bjóða uppá félagslegan stuðning fyrir fötluð börn og unglinga er ekki hugsað til að foreldrar þessara barna komist í vinnu eða að tryggja að þau séu ekki heima eftirlitslaus. Heldur einmitt til að tryggja að fötluð börn og ungmenni kynnist bestu útgáfunni af sjálfri sér og þeim sé tryggt að þau geti gert það í öruggu umhverfi. Það gerum við í gegnum samskipti, leiki og samvinnu. Fötluð börn og unglingar eiga að fá tækifæri til að eflast og styrkjast í frítímanum sínum og því er mikilvægt að þau fái þann félagslega stuðning sem þau þurfa til að verða hluti af samfélaginu. Við viljum öll að börnin okkar blómstri í leik og starfi, að þau verði besta útgáfan af sjálfum sér og séu hamingjusöm. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur, og starfar sem forstöðumaður í Garðahrauni sem er sértæk frístund.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun