Atletico og Shaktar komu bæði til baka og tryggðu sér sigra Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 18:47 Leikmenn Atletico fagna öðru marki Alvaro Morata í leiknum gegn Feyenoord í dag. Vísir/Getty Atletico Madrid vann góðan sigur á Feyenoord í E-riðli Meistaradeildarinnar í dag en leiknum er nýlokið. Þá er Shaktar Donetsk komið á blað eftir útisigur í Belgíu. Atletico Madrid gerði jafntefli við Lazio í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar fyrir skömmu og þurfti því á þremur stigum að halda gegn Feyenoord í dag sem vann sigur í sínum leik gegn Celtic í fyrstu umferðinni. Leikurinn í dag var fjörugur. Mario Hermoso skoraði sjálfsmark á 7. mínútu og kom Feyenoord í 1-0 en Alvaro Morata jafnaði fimm mínútum síðar. Davnid Hancko kom Feyenoord í 2-1 á 34. mínútu en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Antoine Griezmann metin með frábæru markið og staðan í hálfleik 2-2. Antoine Griezmann (31) has scored more goals in the Champions League than Samuel Eto'o, Kaka, and Wayne Rooney (30) Class pic.twitter.com/t6I12peyjR— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Í síðari hálfleik var það síðan heimaliðið frá Madrid sem tryggði sér sigurinn. Morata skoraði sitt annað mark strax í upphafi hálfleiksins og tryggði liðinu 3-2 sigur. Atletico er því komið í efsta sæti riðilsins með fjögur stig og er einu stigi á undan Feyenoord. Celtic og Lazio mætast í Skotlandi í kvöld. Í Belgíu vann Shaktar Donetsk góðan 3-2 útisigur á Royal Antwerp. Arbnor Muja og Michel Balikwisha komu Antwerp í 2-0 í fyrri hálfleik en úkraínska liðið frá Donetsk átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Danylo Sikan minnkaði muninn á 48. mínútu, Yaroslav Rakitskiy jafnaði á þeirri 71. og Sikan tryggði sigurinn fimm mínútum síðar. Toby Alderweireld fékk tækifæri til að jafna metin í uppbótartíma en náði ekki að skora úr vítaspyrnu. Lokatölur 3-2 og fyrstu stig Shaktar því komin í hús en Antwerp tapaði gegn Porto í sínum fyrsta leik. Porto mætir Barcelona í Portúgal nú á eftir. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira
Atletico Madrid gerði jafntefli við Lazio í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar fyrir skömmu og þurfti því á þremur stigum að halda gegn Feyenoord í dag sem vann sigur í sínum leik gegn Celtic í fyrstu umferðinni. Leikurinn í dag var fjörugur. Mario Hermoso skoraði sjálfsmark á 7. mínútu og kom Feyenoord í 1-0 en Alvaro Morata jafnaði fimm mínútum síðar. Davnid Hancko kom Feyenoord í 2-1 á 34. mínútu en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Antoine Griezmann metin með frábæru markið og staðan í hálfleik 2-2. Antoine Griezmann (31) has scored more goals in the Champions League than Samuel Eto'o, Kaka, and Wayne Rooney (30) Class pic.twitter.com/t6I12peyjR— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Í síðari hálfleik var það síðan heimaliðið frá Madrid sem tryggði sér sigurinn. Morata skoraði sitt annað mark strax í upphafi hálfleiksins og tryggði liðinu 3-2 sigur. Atletico er því komið í efsta sæti riðilsins með fjögur stig og er einu stigi á undan Feyenoord. Celtic og Lazio mætast í Skotlandi í kvöld. Í Belgíu vann Shaktar Donetsk góðan 3-2 útisigur á Royal Antwerp. Arbnor Muja og Michel Balikwisha komu Antwerp í 2-0 í fyrri hálfleik en úkraínska liðið frá Donetsk átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Danylo Sikan minnkaði muninn á 48. mínútu, Yaroslav Rakitskiy jafnaði á þeirri 71. og Sikan tryggði sigurinn fimm mínútum síðar. Toby Alderweireld fékk tækifæri til að jafna metin í uppbótartíma en náði ekki að skora úr vítaspyrnu. Lokatölur 3-2 og fyrstu stig Shaktar því komin í hús en Antwerp tapaði gegn Porto í sínum fyrsta leik. Porto mætir Barcelona í Portúgal nú á eftir.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira