Sérfræðingar segja hreint ótrúlegt að fylgjast með veðraþróuninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. október 2023 07:35 Maður í Kanada stendur undir vatnsúða til að kæla sig í hitanum. AP/Canadian Press/Christinne Muschi Sérfræðingar eiga vart orð yfir öllum þeim hitametum sem falla nú hvert af öðru og segja allt stefna í að 2023 verði heitasta ár í manna minnum. Þá kann árið 2024 að verða enn heitara, segja þeir. „September var, að mínu faglega áliti sem loftslagsvísindamaður, algjörlega klikkað,“ segir Zeke Hausfather við Berkeley Earth-loftslagsverkefnið. Septembermánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust og munaði 0,5 gráðum. Þá var hann 1,8 gráðum heitari en meðalhitinn fyrir iðnvæðingu. Ágústmánuður og júlímánuður voru einnig þeir heitustu frá því að mælingar hófust, sá síðarnefndi heitasti mánuðurinn yfir höfuð. „Ég er enn að berjast við að skilja hvernig eitt ár getur verið svona miklu heitara en fyrri ár,“ segir loftslagssérfræðingurinn Mika Rantanen við Veðurstofu Finnlands. ERA5 September 2023 monthly data are out.I'm still struggling to comprehend how a single year can jump so much compared to previous years.Just by adding the latest data point, the linear warming trend since 1979 increased by 10%. pic.twitter.com/AnNAbyUQwY— Mika Rantanen (@mikarantane) October 3, 2023 Þá hefur Guardian eftir Ed Hawkins, prófessor við University of Reading, að sumarið hafi verið ótrúlegt. Loftslagsvísindamaðurinn Joelle Gergis segir þróun mála í Ástralíu „sláandi“. Á mörgun svæðium þar sem hitamet hafi fallið hafi þau verið 3 til 5 gráðum yfir meðaltali. Minna regnfall muni skila sér í þurrkum. Sumarið verði afar erfitt. Hópur vísindamanna sem Guardian ræddi við í ágúst segja að jafnvel þótt hitinn í heiminum hafi verið mikill sé þróunin í takt við spár síðustu áratuga. Þá væru öfgafullir veðuratburðir einnig í takt við væntingar en hraðinn og alvarleikinn hefðu komið mönnum á óvart. Einnig áhrifin á viðkvæm samfélög. Það sem væri mest sláandi væri hins vegar hitastig sjávar og tap íshellunnar á Suðurskautslandinu. Vísindamennirnir vara við því að ef ekki verður gripið til aðgerða verði árið 2023 „venjulegt“ ár á næsta áratug. Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
„September var, að mínu faglega áliti sem loftslagsvísindamaður, algjörlega klikkað,“ segir Zeke Hausfather við Berkeley Earth-loftslagsverkefnið. Septembermánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust og munaði 0,5 gráðum. Þá var hann 1,8 gráðum heitari en meðalhitinn fyrir iðnvæðingu. Ágústmánuður og júlímánuður voru einnig þeir heitustu frá því að mælingar hófust, sá síðarnefndi heitasti mánuðurinn yfir höfuð. „Ég er enn að berjast við að skilja hvernig eitt ár getur verið svona miklu heitara en fyrri ár,“ segir loftslagssérfræðingurinn Mika Rantanen við Veðurstofu Finnlands. ERA5 September 2023 monthly data are out.I'm still struggling to comprehend how a single year can jump so much compared to previous years.Just by adding the latest data point, the linear warming trend since 1979 increased by 10%. pic.twitter.com/AnNAbyUQwY— Mika Rantanen (@mikarantane) October 3, 2023 Þá hefur Guardian eftir Ed Hawkins, prófessor við University of Reading, að sumarið hafi verið ótrúlegt. Loftslagsvísindamaðurinn Joelle Gergis segir þróun mála í Ástralíu „sláandi“. Á mörgun svæðium þar sem hitamet hafi fallið hafi þau verið 3 til 5 gráðum yfir meðaltali. Minna regnfall muni skila sér í þurrkum. Sumarið verði afar erfitt. Hópur vísindamanna sem Guardian ræddi við í ágúst segja að jafnvel þótt hitinn í heiminum hafi verið mikill sé þróunin í takt við spár síðustu áratuga. Þá væru öfgafullir veðuratburðir einnig í takt við væntingar en hraðinn og alvarleikinn hefðu komið mönnum á óvart. Einnig áhrifin á viðkvæm samfélög. Það sem væri mest sláandi væri hins vegar hitastig sjávar og tap íshellunnar á Suðurskautslandinu. Vísindamennirnir vara við því að ef ekki verður gripið til aðgerða verði árið 2023 „venjulegt“ ár á næsta áratug.
Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira