Andri Lucas þvertekur fyrir meint rifrildi Aron Guðmundsson skrifar 12. október 2023 08:31 Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta og danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby Vísir Andri Lucas Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska A-landsliðið í fótbolta, verðskuldað, eftir að hafa slegið í gegn með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby upp á síðkastið. Andri Lucas segir það gefa liðinu mikið að hafa Gylfa Þór og Aron Einar í hópnum og þá þvertekur hann fyrir sögusagnir sem birtust í dönskum miðlum þess efnis að hann stæði í stappi við þjálfara IFK Norrköping. „Gaman að vera kominn til baka í A-landsliðið. Gott að hitta strákana aftur. Tveir mikilvægir leikir framundan og við ætlum okkur sex stig,“ segir Andri Lucas aðspurður hvernig komandi leikir með íslenska landsliðinu leggjast í hann. Klippa: Kemur með bullandi sjálfstraust í landsleikina Ísland mætir Lúxemborg á morgun á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024. Liðið mætir svo aftur til leiks á mánudaginn kemur er Liechtenstein kemur í heimsókn. Ein af stóru tíðindunum í kringum landsleiki Íslands í þetta skipti eru þær fréttir að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka mættur aftur í liðið og Andri Lucas segir þessa leikmenn hafa mikil áhrif á leikmennina í kringum sig. Þeir gefi liðinu ótrúlega mikið. „Sérstaklega okkur sem eigum færri landsleiki. Að sjá hverngi þeir haga sér utan vallar, undirbúa sig fyrir leiki. Það er svo mikið sem spilar inn í sem við getum lært af.“ Andri Lucas hefur farið með himinskautum hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby þar sem að hann spila á láni frá IFK Norrköping undir stjórn Íslendingsins Freys Alexanderssonar. Eftir að hafa fengið fá tækifæri í liði Norrköping tók Andri Lucas skrefið yfir til Lyngby í ágúst fyrr á þessu ári. Í Danmörku hefur hann skorað sex mörk í níu leikjum og gefið eina stoðsendingu. Hvað fannst þér gerast á þínum ferli þegar að þú fórst þarna yfir til Danmerkur? „Aðallega traustið. Maður mætir og finnur strax að þeir eru mjög ánægðir með að fá mig til sín. Ég hafði talað við Freysa áður en að ég skipti yfir og hann var spenntur fyrir þessu öllu. Maður kemur þarna inn og finnur strax fyrir traustinu, fer beint í byrjunarliðið og um leið og maður fær að spila, slaka aðeins á, þá er léttara að standa sig vel. Ég þekkti líka strákana í Lyngby áður en að ég skipti yfir. Sævar Atla og Kolbein. Þeir höfðu bara gott að segja um Lyngby. Þetta var bara rétt ákvörðun held ég.“ Danski miðillinn Tipsbladet fleygði því fram í frétt um daginn að það andaði köldu á milli Andra Lucasar og Glen Riddersholm, þjálfara IFK Norrköping. Þjálfarinnn hafði áður tjáð sig um málið, sagði ekkert til í þessum sögusögnum. Þær væru ekkert annað en lygar og skáldskapur. Andri Lucas tekur í sama streng. „Í raun bara það sama og hann sagði. Það er ekkert þannig á milli okkar. Við tölum saman vikulega og hann er bara mjög ánægður með að ég sé að standa mig vel hjá Lyngby. Það er allt á góðu nótunum á milli okkar. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Sjá meira
„Gaman að vera kominn til baka í A-landsliðið. Gott að hitta strákana aftur. Tveir mikilvægir leikir framundan og við ætlum okkur sex stig,“ segir Andri Lucas aðspurður hvernig komandi leikir með íslenska landsliðinu leggjast í hann. Klippa: Kemur með bullandi sjálfstraust í landsleikina Ísland mætir Lúxemborg á morgun á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024. Liðið mætir svo aftur til leiks á mánudaginn kemur er Liechtenstein kemur í heimsókn. Ein af stóru tíðindunum í kringum landsleiki Íslands í þetta skipti eru þær fréttir að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka mættur aftur í liðið og Andri Lucas segir þessa leikmenn hafa mikil áhrif á leikmennina í kringum sig. Þeir gefi liðinu ótrúlega mikið. „Sérstaklega okkur sem eigum færri landsleiki. Að sjá hverngi þeir haga sér utan vallar, undirbúa sig fyrir leiki. Það er svo mikið sem spilar inn í sem við getum lært af.“ Andri Lucas hefur farið með himinskautum hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby þar sem að hann spila á láni frá IFK Norrköping undir stjórn Íslendingsins Freys Alexanderssonar. Eftir að hafa fengið fá tækifæri í liði Norrköping tók Andri Lucas skrefið yfir til Lyngby í ágúst fyrr á þessu ári. Í Danmörku hefur hann skorað sex mörk í níu leikjum og gefið eina stoðsendingu. Hvað fannst þér gerast á þínum ferli þegar að þú fórst þarna yfir til Danmerkur? „Aðallega traustið. Maður mætir og finnur strax að þeir eru mjög ánægðir með að fá mig til sín. Ég hafði talað við Freysa áður en að ég skipti yfir og hann var spenntur fyrir þessu öllu. Maður kemur þarna inn og finnur strax fyrir traustinu, fer beint í byrjunarliðið og um leið og maður fær að spila, slaka aðeins á, þá er léttara að standa sig vel. Ég þekkti líka strákana í Lyngby áður en að ég skipti yfir. Sævar Atla og Kolbein. Þeir höfðu bara gott að segja um Lyngby. Þetta var bara rétt ákvörðun held ég.“ Danski miðillinn Tipsbladet fleygði því fram í frétt um daginn að það andaði köldu á milli Andra Lucasar og Glen Riddersholm, þjálfara IFK Norrköping. Þjálfarinnn hafði áður tjáð sig um málið, sagði ekkert til í þessum sögusögnum. Þær væru ekkert annað en lygar og skáldskapur. Andri Lucas tekur í sama streng. „Í raun bara það sama og hann sagði. Það er ekkert þannig á milli okkar. Við tölum saman vikulega og hann er bara mjög ánægður með að ég sé að standa mig vel hjá Lyngby. Það er allt á góðu nótunum á milli okkar.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Sjá meira