Líf fótboltamannsins sé ekkert eðlilegt: „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti“ Aron Guðmundsson skrifar 12. október 2023 10:30 Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður KAS Eupen í Belgíu Vísir Alfreð Finnbogason, einn af reyndari leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir mikilvægt fyrir yngri leikmenn liðsins að hafa reyndari leikmenn sér við hlið. Blandan í íslenska landsliðshópnum núna sé mjög góð hvað þetta varðar. Íslenska landsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í undankeppni EM 2024. Liðið tekur á móti Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun og á mánudaginn kemur mætir Liechtenstein á Laugardalsvöll. Alfreð hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum á yfirstandandi tímabili. Hann var seldur til belgíska úrvalsdeildarliðsins KAS Eupen í upphafi tímabils en hafði þar áður verið á mála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. „Það hefur gengið nokkuð vel,“ segir Alfreð aðspurður hvernig fyrstu mánuðirnir í Belgíu hafa verið. „Þetta er land sem ég hef búið í áður. Þó er ég núna í þýskumælandi hluta Belgíu. Þetta er því svolítið eins og að vera í Þýskalandi en það hjálpar mér bara. Að geta talað þýsku og þá er þjálfarinn okkar Þjóðverji. Guðlaugur Victor, góðvinur minn, er þarna líka. Það hefur því gengið mjög vel að koma sér þarna fyrir.“Alfreð hefur fengið margar mínútur í leikjum KAS Eupen á tímabilinu. „Ég er búinn að spila alveg hrikalega mikið. Maður finnur að það fylgir því mikið álag að vera þarna. Ég er búinn að spila flest alla leiki liðsins í byrjunarliðinu. Hef náð að skora og leggja upp mörk. Mér finnst ég hafa náð að byrja bara frekar vel þrátt fyrir að síðustu leikir hafi verið erfiðir fyrir liðið. Við höfum fengið öll topplið deildarinnar á okkur í einni svipan og ekki nælt í sigur í síðustu leikjum. Þess vegna er fínt að koma núna í landsliðið, fá vonandi jákvæða strauma og nokkra sigurleiki í þessari viku.“ Stóru fréttirnar fyrir komandi landsleiki Íslands eru vafalaust þær að Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson einnig mættur í landsliðið á nýjan leik. Alfreð er á því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að vera með sína reynslumestu leikmenn í þessum landsliðsverkefnum. „Þegar að maður var sjálfur yngri fattaði maður ekkert hvað þetta skiptir miklu máli. Svo eldist maður og sér menn í kringum sig að fara í gegnum ýmsa hluti á einum og sama fótboltaferlinum.“ Ekki sé um neitt eðlilegt líf að ræða. „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti eftir hverja helgi. Þú þarft hins vegar, einhvern veginn, að halda þér svona nokkuð rólegum. Þú ert ekki jafn góður og allir segja þegar að það gengur vel. Þú ert heldur ekki jafn lélegur og allir segja þegar að það gengur illa. Ég ætla að vona að við eldri leikmenn getum komið með ákveðna ró inn í hópinn og því fleiri sem við erum því betra. Svo er það undir yngri leikmönnum komið að vonandi geta lært eitthvað aðeins. Samt sem áður þurfum við jafnmikið framlag frá eldri leikmönnum eins og yngri leikmönnum.“ Blandan hvað þetta varðar í íslenska landsliðinu sé orðin mjög góð. „Það kom tímabil hjá liðinu þar sem að þér var hent nokkuð fljótt ofan í djúpu laugina. En eins og þetta er núna er kannski eðlilegri þróun og breyting á liðinu. Við vitum að á endanum munu þessir yngri leikmenn taka yfir og það eru náttúrulega margir hrikalega efnilegir leikmenn undir 25 ára aldri hjá okkur.“ Viðtalið við Alfreð Finnbogason í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Sjá meira
Íslenska landsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í undankeppni EM 2024. Liðið tekur á móti Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun og á mánudaginn kemur mætir Liechtenstein á Laugardalsvöll. Alfreð hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum á yfirstandandi tímabili. Hann var seldur til belgíska úrvalsdeildarliðsins KAS Eupen í upphafi tímabils en hafði þar áður verið á mála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. „Það hefur gengið nokkuð vel,“ segir Alfreð aðspurður hvernig fyrstu mánuðirnir í Belgíu hafa verið. „Þetta er land sem ég hef búið í áður. Þó er ég núna í þýskumælandi hluta Belgíu. Þetta er því svolítið eins og að vera í Þýskalandi en það hjálpar mér bara. Að geta talað þýsku og þá er þjálfarinn okkar Þjóðverji. Guðlaugur Victor, góðvinur minn, er þarna líka. Það hefur því gengið mjög vel að koma sér þarna fyrir.“Alfreð hefur fengið margar mínútur í leikjum KAS Eupen á tímabilinu. „Ég er búinn að spila alveg hrikalega mikið. Maður finnur að það fylgir því mikið álag að vera þarna. Ég er búinn að spila flest alla leiki liðsins í byrjunarliðinu. Hef náð að skora og leggja upp mörk. Mér finnst ég hafa náð að byrja bara frekar vel þrátt fyrir að síðustu leikir hafi verið erfiðir fyrir liðið. Við höfum fengið öll topplið deildarinnar á okkur í einni svipan og ekki nælt í sigur í síðustu leikjum. Þess vegna er fínt að koma núna í landsliðið, fá vonandi jákvæða strauma og nokkra sigurleiki í þessari viku.“ Stóru fréttirnar fyrir komandi landsleiki Íslands eru vafalaust þær að Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í íslenska landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson einnig mættur í landsliðið á nýjan leik. Alfreð er á því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að vera með sína reynslumestu leikmenn í þessum landsliðsverkefnum. „Þegar að maður var sjálfur yngri fattaði maður ekkert hvað þetta skiptir miklu máli. Svo eldist maður og sér menn í kringum sig að fara í gegnum ýmsa hluti á einum og sama fótboltaferlinum.“ Ekki sé um neitt eðlilegt líf að ræða. „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti eftir hverja helgi. Þú þarft hins vegar, einhvern veginn, að halda þér svona nokkuð rólegum. Þú ert ekki jafn góður og allir segja þegar að það gengur vel. Þú ert heldur ekki jafn lélegur og allir segja þegar að það gengur illa. Ég ætla að vona að við eldri leikmenn getum komið með ákveðna ró inn í hópinn og því fleiri sem við erum því betra. Svo er það undir yngri leikmönnum komið að vonandi geta lært eitthvað aðeins. Samt sem áður þurfum við jafnmikið framlag frá eldri leikmönnum eins og yngri leikmönnum.“ Blandan hvað þetta varðar í íslenska landsliðinu sé orðin mjög góð. „Það kom tímabil hjá liðinu þar sem að þér var hent nokkuð fljótt ofan í djúpu laugina. En eins og þetta er núna er kannski eðlilegri þróun og breyting á liðinu. Við vitum að á endanum munu þessir yngri leikmenn taka yfir og það eru náttúrulega margir hrikalega efnilegir leikmenn undir 25 ára aldri hjá okkur.“ Viðtalið við Alfreð Finnbogason í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Belgíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Sjá meira