Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2023 20:55 Gylfi Þór fagnar öðru marka sinna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. Sigur Íslands var öruggur og hefði liðið getað skorað töluvert fleiri mörk. Leiksins verður þó helst munað fyrir þá staðreynd að þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Gylfa Þórs Sigurðssonar síðan árið 2020, hans 80. A-landsleikur á ferlinum og fyrir leik var ljóst að hann gæti jafnað – og bætt – markamet íslenska liðsins. Hann jafnaði þá Kolbein Sigþórsson og Eið Smára Guðjohnsen með 26 mörk þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Geggjað, búinn að bíða lengi eftir þessu. Er búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár, yndislegt að þetta sé komið,“ sagði Gylfi Þór í viðtali beint eftir leik. Klippa: Gylfi jafnar markametið Gylfi Þór átti að koma út af í hálfleik en vildi spila örlítið meira. „Ég bað um tíu mínútur í viðbót. Veit að Freyr (Alexandersson, þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby) verður ekkert rosalega ánægður með mig. Það var góð ákvörðun hjá Åge (Hareide, þjálfara Íslands) að leyfa mér að spila aðeins meira.“ „Langaði bara að spila meira. Leikurinn var það mikið stopp, sérstaklega í seinni hálfleik en líka í þeim fyrri. Mikið um tafir hjá þeim. Þetta var ekki erfiður leikur, gott að fá tíu mínútur í viðbót og æðislegt að skora.“ Klippa: Gylfi sá markahæsti frá upphafi Gylfi Þór var spurður út í þá vegferð sem íslenska landsliðið er á en liðið á enn möguleika á að komast í umspil um sæti á EM 2024 þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. „Mikið og stórt verkefni framundan. Við erum með góða og tekníska unga leikmenn en þurfum að byggja gott lið sem er sérstaklega sterkt varnarlega.“ Gylfi Þór sagði liðið hafa breyst mikið frá því það var upp á sitt besta en í dag vill það spila boltanum mikið meira á meðan fókusinn þá var „meira á varnarleik og að vera þéttir því við höfðum þann eiginleika að geta unnið leiki þrátt fyrir að vera ekki mikið með boltann.“ „Þurfum þó að bæta okkur töluvert varnarlega sem lið,“ bætti Gylfi Þór við. Að lokum var Gylfi Þór spurður út í standið á sjálfum sér. „Allt í lagi. Bjóst ekki við því að ég myndi byrja leik í þessari landsleikjapásu en það er langt í land. Finn að ég er langt frá mínu bestu. Gott að hafa spilað 55 mínútur og mun halda áfram að koma mér í gang á næst mánuðum.“ Klippa: Gylfi Þór eftir markametið Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Sjá meira
Sigur Íslands var öruggur og hefði liðið getað skorað töluvert fleiri mörk. Leiksins verður þó helst munað fyrir þá staðreynd að þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Gylfa Þórs Sigurðssonar síðan árið 2020, hans 80. A-landsleikur á ferlinum og fyrir leik var ljóst að hann gæti jafnað – og bætt – markamet íslenska liðsins. Hann jafnaði þá Kolbein Sigþórsson og Eið Smára Guðjohnsen með 26 mörk þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Geggjað, búinn að bíða lengi eftir þessu. Er búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár, yndislegt að þetta sé komið,“ sagði Gylfi Þór í viðtali beint eftir leik. Klippa: Gylfi jafnar markametið Gylfi Þór átti að koma út af í hálfleik en vildi spila örlítið meira. „Ég bað um tíu mínútur í viðbót. Veit að Freyr (Alexandersson, þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby) verður ekkert rosalega ánægður með mig. Það var góð ákvörðun hjá Åge (Hareide, þjálfara Íslands) að leyfa mér að spila aðeins meira.“ „Langaði bara að spila meira. Leikurinn var það mikið stopp, sérstaklega í seinni hálfleik en líka í þeim fyrri. Mikið um tafir hjá þeim. Þetta var ekki erfiður leikur, gott að fá tíu mínútur í viðbót og æðislegt að skora.“ Klippa: Gylfi sá markahæsti frá upphafi Gylfi Þór var spurður út í þá vegferð sem íslenska landsliðið er á en liðið á enn möguleika á að komast í umspil um sæti á EM 2024 þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. „Mikið og stórt verkefni framundan. Við erum með góða og tekníska unga leikmenn en þurfum að byggja gott lið sem er sérstaklega sterkt varnarlega.“ Gylfi Þór sagði liðið hafa breyst mikið frá því það var upp á sitt besta en í dag vill það spila boltanum mikið meira á meðan fókusinn þá var „meira á varnarleik og að vera þéttir því við höfðum þann eiginleika að geta unnið leiki þrátt fyrir að vera ekki mikið með boltann.“ „Þurfum þó að bæta okkur töluvert varnarlega sem lið,“ bætti Gylfi Þór við. Að lokum var Gylfi Þór spurður út í standið á sjálfum sér. „Allt í lagi. Bjóst ekki við því að ég myndi byrja leik í þessari landsleikjapásu en það er langt í land. Finn að ég er langt frá mínu bestu. Gott að hafa spilað 55 mínútur og mun halda áfram að koma mér í gang á næst mánuðum.“ Klippa: Gylfi Þór eftir markametið
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40
Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45