Åge Hareide: „Fannst Gylfi eiga þetta skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2023 21:37 Gylfi Þór fagnar því að vera orðinn markahæsti leikmaður í sögu Íslands. Vísir/Hulda Margrét „Ég er alltaf glaður þegar við vinnum. Það eru alltaf smáatriði í þessum alþjóðlega fótbolta sem skipta sköpum og mér finnst þau hafa fallið stundum gegn okkur, eins og gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg. Það var gott að ná öruggum sigri,“ sagði Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson fékk sæti í byrjunarliðinu hjá Hareide í kvöld og lék því byrjunarliðsleik í fyrsta sinn frá því í maí 2021. Hann átti upphaflega bara að spila fyrri hálfleik en hafði þá skorað eitt mark og þurfti annað til að slá markamet landsliðsins, sem hann svo gerði: „Við vildum tíu mínútur í viðbót. Hann vildi ná þessu meti. Það var gott að sjá. Honum leið vel í hálfleik. Við höfðum smá áhyggjur því Freyr, þjálfari hans hjá Lyngby, hefur haft áhyggjur af að hann spili of mikið en þannig er það alltaf. Hann er gæðaleikmaður og gæðamanneskja, og það er gaman að sjá hann skora mörkin eins og hann gerir,“ sagði Hareide. „Stundum er búið að skrifa söguna fyrir fram og mér fannst Gylfi eiga þetta skilið eftir tveggja ára hlé. Þetta var stórkostlegt og mjög gott fyrir hann,“ bætti hann við. Klippa: Hareide eftir leik Segir Gylfa hafa stórkostleg áhrif Hvernig áhrif hefur Gylfi á liðið? „Stórkostleg. Ein ástæða þess að við fengum Gylfa og Aron inn var ekki til að þeir spiluðu margar mínútur heldur vegna þess að það er frábært að hafa svona menn í hópnum. Þeir eru mjög góðir á æfingum, tala við yngri leikmennina og eru tákn þess sem Ísland stóð fyrir þegar allir fóru á EM og HM. Það er svo mikilvægt að hafa svona menn með. Yngri leikmennirnir öðlast meira sjálfstraust og þessir tveir reynsluboltar vita mjög vel hvað þarf að gera inni á vellinum.“ Hareide horfir nú til þess að undirbúa liðið áfram fyrir væntanlegt umspil í mars, þar sem sæti á EM verður í boði. „Ég er ánægður með þróunina á liðinu. Ég hef áhyggjur af því að við fáum mörk of auðveldlega á okkur, eins og þegar Lúxemborg jafnaði. Þetta er andlegt og við þurfum að ráða við að verja forystu okkar. En við erum með svo marga hæfileikaríka leikmenn að framtíðin er björt fyrir Ísland. Þegar við erum með fullan hóp erum við með sterkan hóp og þetta gæti orðið mjög athyglisvert í umspilinu í mars ef við verðum með okkar sterkasta lið.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fékk sæti í byrjunarliðinu hjá Hareide í kvöld og lék því byrjunarliðsleik í fyrsta sinn frá því í maí 2021. Hann átti upphaflega bara að spila fyrri hálfleik en hafði þá skorað eitt mark og þurfti annað til að slá markamet landsliðsins, sem hann svo gerði: „Við vildum tíu mínútur í viðbót. Hann vildi ná þessu meti. Það var gott að sjá. Honum leið vel í hálfleik. Við höfðum smá áhyggjur því Freyr, þjálfari hans hjá Lyngby, hefur haft áhyggjur af að hann spili of mikið en þannig er það alltaf. Hann er gæðaleikmaður og gæðamanneskja, og það er gaman að sjá hann skora mörkin eins og hann gerir,“ sagði Hareide. „Stundum er búið að skrifa söguna fyrir fram og mér fannst Gylfi eiga þetta skilið eftir tveggja ára hlé. Þetta var stórkostlegt og mjög gott fyrir hann,“ bætti hann við. Klippa: Hareide eftir leik Segir Gylfa hafa stórkostleg áhrif Hvernig áhrif hefur Gylfi á liðið? „Stórkostleg. Ein ástæða þess að við fengum Gylfa og Aron inn var ekki til að þeir spiluðu margar mínútur heldur vegna þess að það er frábært að hafa svona menn í hópnum. Þeir eru mjög góðir á æfingum, tala við yngri leikmennina og eru tákn þess sem Ísland stóð fyrir þegar allir fóru á EM og HM. Það er svo mikilvægt að hafa svona menn með. Yngri leikmennirnir öðlast meira sjálfstraust og þessir tveir reynsluboltar vita mjög vel hvað þarf að gera inni á vellinum.“ Hareide horfir nú til þess að undirbúa liðið áfram fyrir væntanlegt umspil í mars, þar sem sæti á EM verður í boði. „Ég er ánægður með þróunina á liðinu. Ég hef áhyggjur af því að við fáum mörk of auðveldlega á okkur, eins og þegar Lúxemborg jafnaði. Þetta er andlegt og við þurfum að ráða við að verja forystu okkar. En við erum með svo marga hæfileikaríka leikmenn að framtíðin er björt fyrir Ísland. Þegar við erum með fullan hóp erum við með sterkan hóp og þetta gæti orðið mjög athyglisvert í umspilinu í mars ef við verðum með okkar sterkasta lið.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20
Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45
Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40