Van Dijk hjálpaði íslenska landsliðinu í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2023 09:30 Virgil van Dijk fagnar sigurmarki sínu í Aþenu í gærkvöldi. AP/Thanassis Stavrakis Íslenska landsliðið á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppni EM næsta sumar en möguleiki strákanna okkar liggur nú í að fara í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar. Þar geta Hollendingar hjálpað íslenska landsliðinu að komast inn með því að tryggja sér beint sæti á Evrópumótið úr sínum undanriðli. Åge Hareide, þjálfari íslenska landsliðsins, talaði einmitt um það eftir sigurinn á Liechtenstein í gærkvöldi, að vonin væri að Hollendingar héldu öðru sætinu í B-riðlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool og hollenska landsliðsins, skoraði sigurmark á móti Grikkjum í gærkvöldi sem hjálpaði ekki aðeins Hollandi heldur einnig íslenska landsliðinu. Með jafntefli þá hefðu Grikkir setið áfram í öðru sætinu en mark Liverpool mannsins kom úr víti í uppbótartíma. Hollendingar komust upp í annað sætið með þessum sigri en þeir eru ofar en Grikkir á betri árangri í innbyrðis viðureignum. Kæmust Hollendingar ekki beint á EM þá tækju þær til sín umspilssæti sem gæti annars fallið til okkar Íslendinga. Það er aftur á móti ekki þannig hjá Grikklandi. Um leið og Holland vann leikinn í gær og komust upp fyrir Grikki þá datt íslenska landsliðið inn í umspilssæti. Íslenska landsliðið er í sjöunda efsta sætinu í röðun B-deildar Þjóðadeildarinnar. Skotar eru fyrir ofan Ísland en þeir eru komnir inn á EM. Serbar eru líka í baráttunni um að komast beint inn á mótið og eru eins og er í öruggu sæti. Það þýðir að fimm sæti úr B-deildinni eru eins og staðan í dag að skila sæti í umspilinu þar sem aðeins tvær af þjóðunum í A-deildinni eru ekki í öruggu sæti. Ísland er eitt af þessum fimm þjóðum. Það á auðvitað mikið eftir að gerast ennþá en það lítur út fyrir það að augu Íslendinga gætu verið á úrslitum í öðrum leikjum í öðrum riðlum í lokaumferðunum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Þar geta Hollendingar hjálpað íslenska landsliðinu að komast inn með því að tryggja sér beint sæti á Evrópumótið úr sínum undanriðli. Åge Hareide, þjálfari íslenska landsliðsins, talaði einmitt um það eftir sigurinn á Liechtenstein í gærkvöldi, að vonin væri að Hollendingar héldu öðru sætinu í B-riðlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool og hollenska landsliðsins, skoraði sigurmark á móti Grikkjum í gærkvöldi sem hjálpaði ekki aðeins Hollandi heldur einnig íslenska landsliðinu. Með jafntefli þá hefðu Grikkir setið áfram í öðru sætinu en mark Liverpool mannsins kom úr víti í uppbótartíma. Hollendingar komust upp í annað sætið með þessum sigri en þeir eru ofar en Grikkir á betri árangri í innbyrðis viðureignum. Kæmust Hollendingar ekki beint á EM þá tækju þær til sín umspilssæti sem gæti annars fallið til okkar Íslendinga. Það er aftur á móti ekki þannig hjá Grikklandi. Um leið og Holland vann leikinn í gær og komust upp fyrir Grikki þá datt íslenska landsliðið inn í umspilssæti. Íslenska landsliðið er í sjöunda efsta sætinu í röðun B-deildar Þjóðadeildarinnar. Skotar eru fyrir ofan Ísland en þeir eru komnir inn á EM. Serbar eru líka í baráttunni um að komast beint inn á mótið og eru eins og er í öruggu sæti. Það þýðir að fimm sæti úr B-deildinni eru eins og staðan í dag að skila sæti í umspilinu þar sem aðeins tvær af þjóðunum í A-deildinni eru ekki í öruggu sæti. Ísland er eitt af þessum fimm þjóðum. Það á auðvitað mikið eftir að gerast ennþá en það lítur út fyrir það að augu Íslendinga gætu verið á úrslitum í öðrum leikjum í öðrum riðlum í lokaumferðunum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira