Hættið stríðinu strax Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 18. október 2023 08:31 Villimennska og grimmd Ísraelshers á sér fá takmörk og 17. október 2023 verður minnst sem dagsins er Netanyahu forsætisráðherra sendi sínar bandarísku stríðsþotur til að sprengja Ahli Arab sjúkrahúsið í miðri Gaza borg í loft upp. Og til að bíta höfuðið af skömminni reyndi hann að ljúga því upp á Palestínumenn sjálfa að hafa sent eldflaug á sjúkrahúsið, slysaskot. Þeir sem fylgst hafa með ferli Bibi vita að hann er í sínu heimalandi þekktur fyrir lygar. En hér er þetta ekki bara hann heldur stríðsglæpagengið allt í kringum hann sem freistar þess að þvo hendur sínar af þessum viðbjóðslega glæp. 500 dánir voru fyrstu tölur, sem eiga eftir að hækka; sjúklingar, læknar, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri, ekki síst konur og börn sem leitað höfðu skjóls á þessu frábæra sjúkrahúsi sem Enska biskupakirkjan hefur rekið frá upphafi. Ég kom þangað fyrst í heimsókn í maí 1990. Þá var sjúkrahúsið líka fullt af særðu fólki og dánum. Hryðjuverkamaður í Ísraelsher tók sér stöðu á strætóstöð í Rishon la Zion (nálægt Tel Aviv) með hríðskotabyssu sunnudaginn 20. maí 1990. Hann sorteraði Palestínumenn frá öðrum farþegum og skaut þá miskunnarlaust, um 20 manns. Mikil sorg og reiði gaus upp á herteknu svæðunum, en mótmælin voru kæfð í blóði af Ísraelsher sem var reiðubúinn. Öll palestínsk sjúkrahús fylltust af særðum og látnum. Við sr. Rögnvaldur komum til landsins 23. maí og urðum vitni að afleiðingunum. Hveru lengi skyldum við þurfa að horfa á þjóðarmorð í beinni útsendingu, stríðsglæpi sem fara fram með stuðningi Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og NATO, þar með talið Íslands? Þetta er það sem kallað er Vesturveldin eða Alþjóðasamfélagið. Samkvæmt þessu aðilum virðist réttur Ísraels til að verja sig, ná til þess að gjöreyða byggð Palestínumanna á Gazasvæðinu og ganga frá þjóðinni dauðri. Framferði landræningjanna á Vesturbakkanum, sívaxandi árásir, eyðilegging heimila og morð, einkum á ungum mönnum, sýnir að þjóðernishreinsanir takmarkast ekki við Gaza. Krafa dagsins er að þegar í stað verði komið á mannúðar-vopnahléi, þannig að kleift verði að flytja inn lífsnauðsynjar; vatn, matvæli, lyf og eldsneyti fyrir rafmagn. Þessi Vesturvöld geta þrýst á Ísraelsstjórn til að stöðva árásirnar sem eru að gera Gaza óbyggilegt. Í kjölfarið geta hafist eiginlegar vopnahlés viðræður, þar sem samið er um fangaskipti og annað. Höfundur er heimilislæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Villimennska og grimmd Ísraelshers á sér fá takmörk og 17. október 2023 verður minnst sem dagsins er Netanyahu forsætisráðherra sendi sínar bandarísku stríðsþotur til að sprengja Ahli Arab sjúkrahúsið í miðri Gaza borg í loft upp. Og til að bíta höfuðið af skömminni reyndi hann að ljúga því upp á Palestínumenn sjálfa að hafa sent eldflaug á sjúkrahúsið, slysaskot. Þeir sem fylgst hafa með ferli Bibi vita að hann er í sínu heimalandi þekktur fyrir lygar. En hér er þetta ekki bara hann heldur stríðsglæpagengið allt í kringum hann sem freistar þess að þvo hendur sínar af þessum viðbjóðslega glæp. 500 dánir voru fyrstu tölur, sem eiga eftir að hækka; sjúklingar, læknar, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri, ekki síst konur og börn sem leitað höfðu skjóls á þessu frábæra sjúkrahúsi sem Enska biskupakirkjan hefur rekið frá upphafi. Ég kom þangað fyrst í heimsókn í maí 1990. Þá var sjúkrahúsið líka fullt af særðu fólki og dánum. Hryðjuverkamaður í Ísraelsher tók sér stöðu á strætóstöð í Rishon la Zion (nálægt Tel Aviv) með hríðskotabyssu sunnudaginn 20. maí 1990. Hann sorteraði Palestínumenn frá öðrum farþegum og skaut þá miskunnarlaust, um 20 manns. Mikil sorg og reiði gaus upp á herteknu svæðunum, en mótmælin voru kæfð í blóði af Ísraelsher sem var reiðubúinn. Öll palestínsk sjúkrahús fylltust af særðum og látnum. Við sr. Rögnvaldur komum til landsins 23. maí og urðum vitni að afleiðingunum. Hveru lengi skyldum við þurfa að horfa á þjóðarmorð í beinni útsendingu, stríðsglæpi sem fara fram með stuðningi Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og NATO, þar með talið Íslands? Þetta er það sem kallað er Vesturveldin eða Alþjóðasamfélagið. Samkvæmt þessu aðilum virðist réttur Ísraels til að verja sig, ná til þess að gjöreyða byggð Palestínumanna á Gazasvæðinu og ganga frá þjóðinni dauðri. Framferði landræningjanna á Vesturbakkanum, sívaxandi árásir, eyðilegging heimila og morð, einkum á ungum mönnum, sýnir að þjóðernishreinsanir takmarkast ekki við Gaza. Krafa dagsins er að þegar í stað verði komið á mannúðar-vopnahléi, þannig að kleift verði að flytja inn lífsnauðsynjar; vatn, matvæli, lyf og eldsneyti fyrir rafmagn. Þessi Vesturvöld geta þrýst á Ísraelsstjórn til að stöðva árásirnar sem eru að gera Gaza óbyggilegt. Í kjölfarið geta hafist eiginlegar vopnahlés viðræður, þar sem samið er um fangaskipti og annað. Höfundur er heimilislæknir.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun