Foreldrar – ábyrgðin er okkar Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar 18. október 2023 15:00 Við lifum í stafrænum heimi þar sem hátt hlutfall grunnskólabarna eiga sinn eigin farsíma og eru þar af leiðandi með allar heimsins upplýsingar í vasanum. Nýlegir atburðir hafa undirstrikað hversu mikilvægt það er að við foreldrar fylgjumst vel með netnotkun barnanna okkar. Fyrir tveimur dögum síðan átti sér stað óhugnalegt atvik hér á landi þar sem 12 ára gömul stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans eftir að skólafélagar hennar höfðu kastað ætandi efnum í andlit hennar. Málið má rekja aftur til samfélagsmiðilsins Youtube þaðan sem skólafélagar stúlkunnar fengu hugmyndina. Þessi hræðilegi atburður er sterk áminning um hætturnar sem geta leynst á netinu innan um þann hafsjó af efni sem þar er að finna. Tilkoma internetsins og samfélagsmiðla hefur gjörbylt tækifærum fólks til samskipta og upplýsingaöflunar en það er mikilvægt að muna að ekki allar upplýsingar sem fyrirfinnast þar eru af hinu góða, sér í lagi fyrir ung og áhrifagjörn börn sem eiga oft erfiðara með að átta sig á afleiðingum gjörða sinna en við fullorðna fólkið. Við foreldrar og forráðamenn gegnum lykilhlutverki í að tryggja öryggi barnanna okkar, bæði í raunheimum og hinum stafræna heimi. Við myndum ekki hleypa börnunum okkar einum yfir fjölfarna götu án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst. Við réttum þeim hjálparhönd og leiðum þau yfir á meðan þau eru enn að læra reglurnar sem miða að því að gæta öryggis þeirra. Á sama hátt ættum við ekki að veita þeim óheftan og eftirlitslausan aðgang að netinu og samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu og leiðbeininga. Við erum ekki „leiðinlega foreldrið“ að vilja aðstoða börnin og passa upp á þau í stafrænum heimi á meðan þau eru enn að taka út mikilvægan þroska. Hinn stafræni heimur endurspeglar nefnilega að mörgu leyti raunheiminn en í báðum þeirra má finna ljós og skugga, tækifæri og hættur. Þess vegna ættum við að hafa fræðslu og eftirlit í fyrirrúmi þegar kemur að netnotkun barnanna okkar. Fimm góð heilræði: 1. Fræðum þau fyrr og oftar: Eigum samtalið um netöryggi við börnin okkar áður en við veitum þeim aðgang að tækjum og höldum samtalinu áfram eftir því sem barnið eldist og þroskast. Tímarnir breytast hratt og tæknin með. Mikilvægt er að við séum vakandi fyrir nýjum samfélagsmiðlum og mögulegum hættum sem þeim geta fylgt svo að við getum veitt börnunum okkar viðeigandi fræðslu og handleiðslu. 2. Nýtum tæknina okkur í hag: Til eru smáforrit sem hægt er að nota til að takmarka aðgang barna að óæskilegu efni á netinu og stuðla þannig að öryggi þeirra þar. Kynnum okkur þessi smáforrit, notum þau af skynsemi og uppfærum þau reglulega. 3. Fylgjumst með og tökum virkan þátt: Þetta þýðir ekki að við eigum að njósna um netnotkun barnanna okkar heldur að sýna raunverulegan áhuga. Spyrjum um myndböndin sem þau horfa á, leikina sem þau spila og fólkið sem þau fylgjast með og eiga í samskiptum við á netinu. Þetta heldur okkur ekki aðeins upplýstum heldur stuðlar líka að opnum samskiptum á milli okkar og barnanna. Byggjum samtalið á trausti, virðingu og kærleika en ekki efasemdum, áhyggjum og ásökunum. 4. Eflum gagnrýna hugsun: Í stað þess að setja börnunum okkar einfaldlega bara reglur um netnotkun skulum við ræða ástæðurnar að baki þeim. Hvetjum börnin til að hugsa á gagnrýnin hátt um það sem þau skoða á netinu og hvernig þau geta brugðist við þegar þau rekast á óæskilegt efni þar. 5. Verum fyrirmyndir: Það er hægara að kenna heilræðin en halda þau. Sýnum börnunum okkar hvernig hægt er að nota netið á ábyrgan, öruggan og gagnlegan hátt. Deilum okkar eigin skjátíma með þeim, segjum þeim frá áhugaverðum greinum, fræðslumyndböndum og jákvæðum upplifunum á samfélagsmiðlum. Uppgangur internetsins og samfélagsmiðla hefur fært heiminn í hendur okkar og því fylgir ábyrgð - ábyrgð sem hvílir þungt á herðum okkar foreldra og forráðamanna. Börnin okkar, sem eru í eðli sínu forvitin og fús til að kanna heiminn, leita nefnilega til okkar eftir leiðsögn, visku og vernd. Við skulum tryggja að þau hafi þann skilning og þau verkfæri sem þau þurfa til að fóta sig í flóknu landslagi hins stafræna heims á öruggan hátt áður en við hleypum þeim þangað inn. Þegar öllu er á botninn hvolft getum við ekki stýrt öllu því efni sem sett er inn á netið, en við getum sannarlega leitt börnin okkar betur í gegnum netumferðina, hjálpað þeim að skilja reglurnar sem þar gilda og kennt þeim að bregðast rétt við þegar þau lenda í vanda. Höfundur er móðir og sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Ítarefni: Miðlalæsi.is Sjá einnig: Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag Er 13 ára nýja 18 ára aldurstakmarkið? Nei, ekki barnið mitt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Við lifum í stafrænum heimi þar sem hátt hlutfall grunnskólabarna eiga sinn eigin farsíma og eru þar af leiðandi með allar heimsins upplýsingar í vasanum. Nýlegir atburðir hafa undirstrikað hversu mikilvægt það er að við foreldrar fylgjumst vel með netnotkun barnanna okkar. Fyrir tveimur dögum síðan átti sér stað óhugnalegt atvik hér á landi þar sem 12 ára gömul stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans eftir að skólafélagar hennar höfðu kastað ætandi efnum í andlit hennar. Málið má rekja aftur til samfélagsmiðilsins Youtube þaðan sem skólafélagar stúlkunnar fengu hugmyndina. Þessi hræðilegi atburður er sterk áminning um hætturnar sem geta leynst á netinu innan um þann hafsjó af efni sem þar er að finna. Tilkoma internetsins og samfélagsmiðla hefur gjörbylt tækifærum fólks til samskipta og upplýsingaöflunar en það er mikilvægt að muna að ekki allar upplýsingar sem fyrirfinnast þar eru af hinu góða, sér í lagi fyrir ung og áhrifagjörn börn sem eiga oft erfiðara með að átta sig á afleiðingum gjörða sinna en við fullorðna fólkið. Við foreldrar og forráðamenn gegnum lykilhlutverki í að tryggja öryggi barnanna okkar, bæði í raunheimum og hinum stafræna heimi. Við myndum ekki hleypa börnunum okkar einum yfir fjölfarna götu án þess að kenna þeim umferðarreglurnar fyrst. Við réttum þeim hjálparhönd og leiðum þau yfir á meðan þau eru enn að læra reglurnar sem miða að því að gæta öryggis þeirra. Á sama hátt ættum við ekki að veita þeim óheftan og eftirlitslausan aðgang að netinu og samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu og leiðbeininga. Við erum ekki „leiðinlega foreldrið“ að vilja aðstoða börnin og passa upp á þau í stafrænum heimi á meðan þau eru enn að taka út mikilvægan þroska. Hinn stafræni heimur endurspeglar nefnilega að mörgu leyti raunheiminn en í báðum þeirra má finna ljós og skugga, tækifæri og hættur. Þess vegna ættum við að hafa fræðslu og eftirlit í fyrirrúmi þegar kemur að netnotkun barnanna okkar. Fimm góð heilræði: 1. Fræðum þau fyrr og oftar: Eigum samtalið um netöryggi við börnin okkar áður en við veitum þeim aðgang að tækjum og höldum samtalinu áfram eftir því sem barnið eldist og þroskast. Tímarnir breytast hratt og tæknin með. Mikilvægt er að við séum vakandi fyrir nýjum samfélagsmiðlum og mögulegum hættum sem þeim geta fylgt svo að við getum veitt börnunum okkar viðeigandi fræðslu og handleiðslu. 2. Nýtum tæknina okkur í hag: Til eru smáforrit sem hægt er að nota til að takmarka aðgang barna að óæskilegu efni á netinu og stuðla þannig að öryggi þeirra þar. Kynnum okkur þessi smáforrit, notum þau af skynsemi og uppfærum þau reglulega. 3. Fylgjumst með og tökum virkan þátt: Þetta þýðir ekki að við eigum að njósna um netnotkun barnanna okkar heldur að sýna raunverulegan áhuga. Spyrjum um myndböndin sem þau horfa á, leikina sem þau spila og fólkið sem þau fylgjast með og eiga í samskiptum við á netinu. Þetta heldur okkur ekki aðeins upplýstum heldur stuðlar líka að opnum samskiptum á milli okkar og barnanna. Byggjum samtalið á trausti, virðingu og kærleika en ekki efasemdum, áhyggjum og ásökunum. 4. Eflum gagnrýna hugsun: Í stað þess að setja börnunum okkar einfaldlega bara reglur um netnotkun skulum við ræða ástæðurnar að baki þeim. Hvetjum börnin til að hugsa á gagnrýnin hátt um það sem þau skoða á netinu og hvernig þau geta brugðist við þegar þau rekast á óæskilegt efni þar. 5. Verum fyrirmyndir: Það er hægara að kenna heilræðin en halda þau. Sýnum börnunum okkar hvernig hægt er að nota netið á ábyrgan, öruggan og gagnlegan hátt. Deilum okkar eigin skjátíma með þeim, segjum þeim frá áhugaverðum greinum, fræðslumyndböndum og jákvæðum upplifunum á samfélagsmiðlum. Uppgangur internetsins og samfélagsmiðla hefur fært heiminn í hendur okkar og því fylgir ábyrgð - ábyrgð sem hvílir þungt á herðum okkar foreldra og forráðamanna. Börnin okkar, sem eru í eðli sínu forvitin og fús til að kanna heiminn, leita nefnilega til okkar eftir leiðsögn, visku og vernd. Við skulum tryggja að þau hafi þann skilning og þau verkfæri sem þau þurfa til að fóta sig í flóknu landslagi hins stafræna heims á öruggan hátt áður en við hleypum þeim þangað inn. Þegar öllu er á botninn hvolft getum við ekki stýrt öllu því efni sem sett er inn á netið, en við getum sannarlega leitt börnin okkar betur í gegnum netumferðina, hjálpað þeim að skilja reglurnar sem þar gilda og kennt þeim að bregðast rétt við þegar þau lenda í vanda. Höfundur er móðir og sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Ítarefni: Miðlalæsi.is Sjá einnig: Guði sé lof að ég er ekki unglingur í dag Er 13 ára nýja 18 ára aldurstakmarkið? Nei, ekki barnið mitt!
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun