Elvar með fyrstu þrennuna sem sést hefur í Meistaradeildinni í sex ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2023 09:31 Elvar Már Friðriksson fór á kostum í leiknum í gær og afrekaði það sem enginn leikmaður á útivelli hefur gert áður í Meistaradeildinni í körfubolta. @basketballcl Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson er einstakur í sögu Meistaradeildarinnar í körfubolta eftir frammistöðu sína í Istanbul í Tyrklandi í gærkvöldi. Elvar var þá með þrefalda tvennu í 88-77 sigri gríska liðsins PAOK á útivelli á móti Galatasaray. Þetta var fyrsta þrennan sem lítur dagsins ljós í Meistaradeildinni í sex ár og enn sögulegra er að þetta er fyrsta þrennan sem leikmaður nær á útivelli í allri sögu keppninnar sem er næsthæsta stig Evrópukeppni í körfubolta. The man from Iceland delivers the coldest stat line since 2017 #BasketballCL pic.twitter.com/HfwtRe6uLG— Basketball Champions League (@BasketballCL) October 18, 2023 Elvar sem er á fyrsta tímabili sínu með PAOK og var þarna að spila sinn fyrsta Evrópuleik með félaginu var með 19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. Elvar með köldustu tölfræðilínuna síðan 2017 eins og sjá mátti á miðlum Meistaradeildarinnar eftir leikinn. Leikurinn fór fram í höll Galatasaray sem heitir Sinan Erdem Dome og tekur sextán þúsund manns í sæti. Elvar tryggði sér þrennuna með því að gefa stoðsendingu á félaga sinn Andrew Harrison sem skoraði þriggja stiga körfu tíu sekúndum fyrir leikslok. Hinir tveir leikmennirnir sem náðu þessu eru Chris Kramer í janúar 2017 og Arnas Butkevicius í nóvember 2017. Þeir voru hins vegar báðir að spila á heimavelli í þessum leikjum sínum. Chris Kramer er Bandaríkjamaður sem var með 16 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar í leik með þýska liðinu Oldenburg á móti Muratbey Usak en Arnas Butkevicius er Lithái sem var með 19 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar í leik með Neptunas Klaipeda á móti PAOK. Með því að fletta hér fyrir neðan má sjá nokkur tilþrif frá Elvari úr þessum leik. View this post on Instagram A post shared by Basketball Champions League (@basketballcl) Körfubolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Elvar var þá með þrefalda tvennu í 88-77 sigri gríska liðsins PAOK á útivelli á móti Galatasaray. Þetta var fyrsta þrennan sem lítur dagsins ljós í Meistaradeildinni í sex ár og enn sögulegra er að þetta er fyrsta þrennan sem leikmaður nær á útivelli í allri sögu keppninnar sem er næsthæsta stig Evrópukeppni í körfubolta. The man from Iceland delivers the coldest stat line since 2017 #BasketballCL pic.twitter.com/HfwtRe6uLG— Basketball Champions League (@BasketballCL) October 18, 2023 Elvar sem er á fyrsta tímabili sínu með PAOK og var þarna að spila sinn fyrsta Evrópuleik með félaginu var með 19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. Elvar með köldustu tölfræðilínuna síðan 2017 eins og sjá mátti á miðlum Meistaradeildarinnar eftir leikinn. Leikurinn fór fram í höll Galatasaray sem heitir Sinan Erdem Dome og tekur sextán þúsund manns í sæti. Elvar tryggði sér þrennuna með því að gefa stoðsendingu á félaga sinn Andrew Harrison sem skoraði þriggja stiga körfu tíu sekúndum fyrir leikslok. Hinir tveir leikmennirnir sem náðu þessu eru Chris Kramer í janúar 2017 og Arnas Butkevicius í nóvember 2017. Þeir voru hins vegar báðir að spila á heimavelli í þessum leikjum sínum. Chris Kramer er Bandaríkjamaður sem var með 16 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar í leik með þýska liðinu Oldenburg á móti Muratbey Usak en Arnas Butkevicius er Lithái sem var með 19 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar í leik með Neptunas Klaipeda á móti PAOK. Með því að fletta hér fyrir neðan má sjá nokkur tilþrif frá Elvari úr þessum leik. View this post on Instagram A post shared by Basketball Champions League (@basketballcl)
Körfubolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira