Stórt fyrir íslenskan handbolta: „Þetta var mikið sjokk fyrir þá“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. október 2023 11:01 Gunnar Magnússon hafði ríka ástæðu til að fagna í gær. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ánægður eftir afar sterkan sigur hans manna á Nærbö frá Noregi í EHF-bikarnum í handbolta í gær. Afturelding vann sex marka sigur þar sem mark Þorsteins Leó Gunnarssonar þegar örfáar sekúndur voru eftir skaut Mosfellinga áfram. Afturelding hafði tapað fyrri leiknum ytra með fimm marka mun svo ljóst var að ekkert annað en sex marka sigur eða stærri myndi skjóta þeim áfram í 32-liða úrslitin. Mark Þorsteins Leó, sem var hans ellefta í leiknum, tryggði þeim 29-23 sigur og því samanlagðan 51-50 sigur í einvíginu. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega gaman að vinna þetta á þennan hátt. Auðvitað var þetta bara þannig að við skorum sigurmarkið á síðustu sekúndunum og það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta var hörkueinvígi og gaman að slá út sterkt lið. Þetta var mjög gaman og stór stund fyrir okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Vísi. Þorsteinn Leó Gunnarsson fór mikinn og skoraði ellefu mörk í leiknum, þar á meðal sigurmark einvígisins þegar örfáar sekúndur lifðu leiks.Vísir/Pawel Nærbö vann keppnina árið 2022 og lék til úrslita í henni í fyrra. Sigurinn er því stór fyrir Aftureldingu. „Þetta lið var í úrslitum í fyrra og vann Áskorendabikarinn fyrir tveimur árum og maður sá eftir leik að þetta var mikið sjokk fyrir þá að tapa fyrir okkur. Þeir voru brattir fyrir leik eftir að hafa unnið okkur með fimm mörkum úti. En við fundum eftir þann leik að við áttum mikið inni og höfðum fulla trú á því að við gætum snúið þessu við á heimavelli. Það var bara frábært á klára þetta og stórt fyrir okkar félag,“ segir Gunnar. Ísland með fjögur lið af 32 Afturelding varð í gær fjórða íslenska liðið til að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. FH hafði fyrr um daginn unnið sterkan sigur á Partizan í Serbíu, Valur sló örugglega út Polva Serviti frá Eistlandi og ÍBV henti Red Boys Differdange frá Lúxemborg úr keppni. Gunnar segir það stórt fyrir íslenskan handbolta að eiga svo mörg lið í keppninni. „Við tölum um það að Olís-deildin sé alltaf að styrkjast og það er mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að liðið nái góðum árangri í Evrópukeppni,“ „Það eru 32 lið eftir í þessari keppni og þar af eru fjögur frá Íslandi. Við erum að slá út sterkt lið frá Noregi sem er með nokkra atvinnumenn og meiri fjárráð heldur en við. Fyrir íslenskan handbolta að vera með fjögur lið í þessari keppni er frábært,“ segir Gunnar. Dregið verður í 32-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur. Leikirnir í þeirri umferð fara fram í lok nóvember og byrjun desember. Afturelding Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Afturelding hafði tapað fyrri leiknum ytra með fimm marka mun svo ljóst var að ekkert annað en sex marka sigur eða stærri myndi skjóta þeim áfram í 32-liða úrslitin. Mark Þorsteins Leó, sem var hans ellefta í leiknum, tryggði þeim 29-23 sigur og því samanlagðan 51-50 sigur í einvíginu. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega gaman að vinna þetta á þennan hátt. Auðvitað var þetta bara þannig að við skorum sigurmarkið á síðustu sekúndunum og það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta var hörkueinvígi og gaman að slá út sterkt lið. Þetta var mjög gaman og stór stund fyrir okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Vísi. Þorsteinn Leó Gunnarsson fór mikinn og skoraði ellefu mörk í leiknum, þar á meðal sigurmark einvígisins þegar örfáar sekúndur lifðu leiks.Vísir/Pawel Nærbö vann keppnina árið 2022 og lék til úrslita í henni í fyrra. Sigurinn er því stór fyrir Aftureldingu. „Þetta lið var í úrslitum í fyrra og vann Áskorendabikarinn fyrir tveimur árum og maður sá eftir leik að þetta var mikið sjokk fyrir þá að tapa fyrir okkur. Þeir voru brattir fyrir leik eftir að hafa unnið okkur með fimm mörkum úti. En við fundum eftir þann leik að við áttum mikið inni og höfðum fulla trú á því að við gætum snúið þessu við á heimavelli. Það var bara frábært á klára þetta og stórt fyrir okkar félag,“ segir Gunnar. Ísland með fjögur lið af 32 Afturelding varð í gær fjórða íslenska liðið til að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. FH hafði fyrr um daginn unnið sterkan sigur á Partizan í Serbíu, Valur sló örugglega út Polva Serviti frá Eistlandi og ÍBV henti Red Boys Differdange frá Lúxemborg úr keppni. Gunnar segir það stórt fyrir íslenskan handbolta að eiga svo mörg lið í keppninni. „Við tölum um það að Olís-deildin sé alltaf að styrkjast og það er mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að liðið nái góðum árangri í Evrópukeppni,“ „Það eru 32 lið eftir í þessari keppni og þar af eru fjögur frá Íslandi. Við erum að slá út sterkt lið frá Noregi sem er með nokkra atvinnumenn og meiri fjárráð heldur en við. Fyrir íslenskan handbolta að vera með fjögur lið í þessari keppni er frábært,“ segir Gunnar. Dregið verður í 32-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur. Leikirnir í þeirri umferð fara fram í lok nóvember og byrjun desember.
Afturelding Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira