Man. City fordæmir níðsöngva stuðningsmanna sinna um Sir Bobby Charlton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 07:21 Manchester United goðsögnin Sir Bobby Charlton var 86 ára gamall þegar hann lést um helgina. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON Manchester City ætlar að leita uppi þá aðila úr stuðningsmannahópi félagsins sem urðu vísir að því að syngja óskemmtilega söngva um Manchester United goðsögnina Sir Bobby Charlton sem lést um helgina. Forráðamenn City fordæma hegðun þessa litla hóps stuðningsmanna sinna og mun beita þá viðurlögum.Charlton lést á laugardaginn 86 ára gamall. Hann er stærsta hetjan í sögu Manchester United, nágranna Manchester City. Manchester City say they will take action after a "small number of individuals" were heard singing offensive chants following the death of Sir Bobby Charlton.— BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2023 Söngvarnir heyrðust á meðan leik Manchester City og Brighton and Hove Albion stóð yfir. City sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem fór fram í stúkunni. Manchester City fordæmir þar þessa níðsöngva stuðningsmanna sinna um Sir Bobby Charlton og kallar eftir öllum upplýsingum sem geta hjálpað félaginu að leita þá uppi. The Premier League is appalled to hear reports of chanting related to Sir Bobby Charlton at yesterday s game at Etihad Stadium. We welcome Manchester City seeking information on those responsible and will support any subsequent action.— Premier League (@premierleague) October 22, 2023 Félagið mun skoða öryggismyndbönd sem munu hjálpa til að finna þessa aðila og notaði líka tækifærið og þakkaði þeim fyrir sem höfðu komið upplýsingum um þessa hegðun á framfæri við félagið. Enska úrvalsdeildin sendi líka frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að menn þar á bæ hafi blöskrað að heyra af þessum níðsöngvum. Forráðamenn deildarinnar fagna því hvernig City hefur tekið á þessu máli og mun bæði aðstoða félagið sem og styðja aðgerðir City vegna málsins. Manchester United mun taka á móti Manchester City í næsta heimaleik sínum í ensku úrvalsdeildinni en hann fer fram 29. október næstkomandi. Manchester City are appealing for information after some fans allegedly sang offensive chants about Sir Bobby Charlton, who died on Saturday morning. pic.twitter.com/d3g78HHWdT— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 22, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Forráðamenn City fordæma hegðun þessa litla hóps stuðningsmanna sinna og mun beita þá viðurlögum.Charlton lést á laugardaginn 86 ára gamall. Hann er stærsta hetjan í sögu Manchester United, nágranna Manchester City. Manchester City say they will take action after a "small number of individuals" were heard singing offensive chants following the death of Sir Bobby Charlton.— BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2023 Söngvarnir heyrðust á meðan leik Manchester City og Brighton and Hove Albion stóð yfir. City sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem fór fram í stúkunni. Manchester City fordæmir þar þessa níðsöngva stuðningsmanna sinna um Sir Bobby Charlton og kallar eftir öllum upplýsingum sem geta hjálpað félaginu að leita þá uppi. The Premier League is appalled to hear reports of chanting related to Sir Bobby Charlton at yesterday s game at Etihad Stadium. We welcome Manchester City seeking information on those responsible and will support any subsequent action.— Premier League (@premierleague) October 22, 2023 Félagið mun skoða öryggismyndbönd sem munu hjálpa til að finna þessa aðila og notaði líka tækifærið og þakkaði þeim fyrir sem höfðu komið upplýsingum um þessa hegðun á framfæri við félagið. Enska úrvalsdeildin sendi líka frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að menn þar á bæ hafi blöskrað að heyra af þessum níðsöngvum. Forráðamenn deildarinnar fagna því hvernig City hefur tekið á þessu máli og mun bæði aðstoða félagið sem og styðja aðgerðir City vegna málsins. Manchester United mun taka á móti Manchester City í næsta heimaleik sínum í ensku úrvalsdeildinni en hann fer fram 29. október næstkomandi. Manchester City are appealing for information after some fans allegedly sang offensive chants about Sir Bobby Charlton, who died on Saturday morning. pic.twitter.com/d3g78HHWdT— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 22, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira