Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 23. október 2023 13:00 Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? Að uppræta misréttið Samkvæmt jafnréttisvísitölu World Economic Forum trónir Ísland nú á toppi vísitölunnar, fjórtánda árið í röð. En betur má ef duga skal, því hægagangur í leiðréttingu á vanmati kvennastarfa er átakanlegur. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að meðaltal atvinnutekna kvenna er 28% lægra á ársgrundvelli en meðaltal atvinnutekna karla. Munur í tímakaupi er um 9%. Skýringarnar á þessum mun eru margþættar og sögulegar en þær má m.a. rekja til kerfisbundins vanmats þeirra starfa sem að stærstum hluta er sinnt af konum. Hér eiga sérfræðistörf á opinberum markaði veigamikinn þátt. Kvennaverkfallið þann 24. október snýst um mikilvæga þætti í kvennabaráttu, þ.á.m. um nauðsyn þess að koma upplýsingum af þessu tagi á framfæri og að þrýsta á um kraftmeiri aðgerðir í þágu efnahagslegs- og félagslegs jafnréttis á Íslandi. Til að auka slagkraftinn í baráttunni eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf nk. þriðjudag og sýna þannig mátt sinn í verki. Fyrir okkur og þau sem á eftir okkur koma, en einnig fyrir þær kynslóðir sem á undan gengu og ruddu brautina. Miklu minni ávinningur af háskólamenntun hjá konum Samkvæmt skýrslu BHM um virði menntunar á Íslandi sem gefin var út á árinu 2022 var ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuaukningu á við framhaldsskólamenntun, neikvæður allt til ársins 2000. Með öðrum orðum, þá borguðu konur með menntun sinni allt fram að aldamótum! Ef staða kynjanna er borin saman miðað við atvinnutekjur árið 2019 sést enn fremur að ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuauka á við framhaldsskólamenntun, var 19% fyrir konur en 55% fyrir karla! Ævitekjuferlar sýna mismikinn mun í atvinnutekjum kynjanna yfir ævina, en þó hallar augljóslega mest á miðaldra konur. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er munur í atvinnutekjum miðaldra háskólamenntaðra kvenna og miðaldra háskólamenntaðra karla um 40%. Okkur er hollt að velta því fyrir okkur hvort sú staðreynd komi á óvart...? Misréttið hefst við upphaf starfsævinnar Ef horft er til grunnlaunaröðunar í stofnanasamningum ríkisins kemur í ljós greinilegur halli í mati á virði starfa. Nærtækast er dæmið um konu í heilbrigðisstétt og karl í hefðbundnu skrifstofustarfi. Einstaklingarnir hafa sambærilegt nám að baki og vinna á sama vinnustað út starfsævina. Þau hækka bæði reglubundið um launaflokk eða launaþrep í samræmi við ákvæði stofnanasamninga t.a.m. vegna starfsaldurs eða viðbótarmenntunar. Mörg dæmi eru um að karlinn grunnraðist í launaflokk 13 á fyrsta ári í launatöflum ríkisins meðan konan grunnraðast í launaflokk 8-10. Munurinn getur numið allt að 25% í grunnlaunum á fyrsta ári. Því miður gefur fyrsta ár starfsævinnar oft tóninn fyrir ævina í heild, því munurinn eykst oft eftir því sem árin færast yfir, þar sem karlar eru líklegri til að hljóta framgang í starfi en konur. Kvennaverkfalli er ætlað að vekja athygli á misrétti af þessu tagi og mikilvægi þess að það sé leiðrétt. Átaksverkefni verkalýðshreyfingar og atvinnulífs Launafólk og launagreiðendur eru ekki sammála um allt, en við hljótum öll að bera þá von í brjósti að á endanum náum við því sjálfsagða markmiði að greidd séu jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Óháð þjóðfélagsstöðu, menntun, kyni, kynhneigð eða kynvitund. Ómálefnaleg mismunum í launum er meinsemd sem þarf að uppræta í þágu okkar sem nú berum uppi íslenskan vinnumarkað og í þágu þeirra kynslóða sem við erum að ryðja brautina fyrir. Verum óhrædd við að opna samtalið byggt á staðreyndum og gögnum. Gerum gangskör að því að uppræta misréttið. Kvennaverkfallið þann 24. október er okkar lóð á vogarskálarnar. Sjáumst á þriðjudaginn! Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kvennaverkfall Kjaramál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? Að uppræta misréttið Samkvæmt jafnréttisvísitölu World Economic Forum trónir Ísland nú á toppi vísitölunnar, fjórtánda árið í röð. En betur má ef duga skal, því hægagangur í leiðréttingu á vanmati kvennastarfa er átakanlegur. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að meðaltal atvinnutekna kvenna er 28% lægra á ársgrundvelli en meðaltal atvinnutekna karla. Munur í tímakaupi er um 9%. Skýringarnar á þessum mun eru margþættar og sögulegar en þær má m.a. rekja til kerfisbundins vanmats þeirra starfa sem að stærstum hluta er sinnt af konum. Hér eiga sérfræðistörf á opinberum markaði veigamikinn þátt. Kvennaverkfallið þann 24. október snýst um mikilvæga þætti í kvennabaráttu, þ.á.m. um nauðsyn þess að koma upplýsingum af þessu tagi á framfæri og að þrýsta á um kraftmeiri aðgerðir í þágu efnahagslegs- og félagslegs jafnréttis á Íslandi. Til að auka slagkraftinn í baráttunni eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf nk. þriðjudag og sýna þannig mátt sinn í verki. Fyrir okkur og þau sem á eftir okkur koma, en einnig fyrir þær kynslóðir sem á undan gengu og ruddu brautina. Miklu minni ávinningur af háskólamenntun hjá konum Samkvæmt skýrslu BHM um virði menntunar á Íslandi sem gefin var út á árinu 2022 var ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuaukningu á við framhaldsskólamenntun, neikvæður allt til ársins 2000. Með öðrum orðum, þá borguðu konur með menntun sinni allt fram að aldamótum! Ef staða kynjanna er borin saman miðað við atvinnutekjur árið 2019 sést enn fremur að ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuauka á við framhaldsskólamenntun, var 19% fyrir konur en 55% fyrir karla! Ævitekjuferlar sýna mismikinn mun í atvinnutekjum kynjanna yfir ævina, en þó hallar augljóslega mest á miðaldra konur. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er munur í atvinnutekjum miðaldra háskólamenntaðra kvenna og miðaldra háskólamenntaðra karla um 40%. Okkur er hollt að velta því fyrir okkur hvort sú staðreynd komi á óvart...? Misréttið hefst við upphaf starfsævinnar Ef horft er til grunnlaunaröðunar í stofnanasamningum ríkisins kemur í ljós greinilegur halli í mati á virði starfa. Nærtækast er dæmið um konu í heilbrigðisstétt og karl í hefðbundnu skrifstofustarfi. Einstaklingarnir hafa sambærilegt nám að baki og vinna á sama vinnustað út starfsævina. Þau hækka bæði reglubundið um launaflokk eða launaþrep í samræmi við ákvæði stofnanasamninga t.a.m. vegna starfsaldurs eða viðbótarmenntunar. Mörg dæmi eru um að karlinn grunnraðist í launaflokk 13 á fyrsta ári í launatöflum ríkisins meðan konan grunnraðast í launaflokk 8-10. Munurinn getur numið allt að 25% í grunnlaunum á fyrsta ári. Því miður gefur fyrsta ár starfsævinnar oft tóninn fyrir ævina í heild, því munurinn eykst oft eftir því sem árin færast yfir, þar sem karlar eru líklegri til að hljóta framgang í starfi en konur. Kvennaverkfalli er ætlað að vekja athygli á misrétti af þessu tagi og mikilvægi þess að það sé leiðrétt. Átaksverkefni verkalýðshreyfingar og atvinnulífs Launafólk og launagreiðendur eru ekki sammála um allt, en við hljótum öll að bera þá von í brjósti að á endanum náum við því sjálfsagða markmiði að greidd séu jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Óháð þjóðfélagsstöðu, menntun, kyni, kynhneigð eða kynvitund. Ómálefnaleg mismunum í launum er meinsemd sem þarf að uppræta í þágu okkar sem nú berum uppi íslenskan vinnumarkað og í þágu þeirra kynslóða sem við erum að ryðja brautina fyrir. Verum óhrædd við að opna samtalið byggt á staðreyndum og gögnum. Gerum gangskör að því að uppræta misréttið. Kvennaverkfallið þann 24. október er okkar lóð á vogarskálarnar. Sjáumst á þriðjudaginn! Höfundur er formaður BHM.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun