Vonast til að fara á EM en veit að samkeppnin er hörð: „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2023 10:01 Teitur Örn Einarsson spilaði með íslenska landsliðinu á HM í janúar. vísir/hulda margrét Handboltamaðurinn Teitur Örn Einarsson veit ekki hvað framtíðin ber í skauti, hvort hann verði áfram hjá Flensburg eða rói á önnur mið. Hann vonast til að fara með íslenska landsliðinu á EM í janúar. Teitur fékk þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leik gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hann skoraði einnig sjö mörk í leiknum þar á undan eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabilinu. „Ég fékk rosalega lítinn spiltíma framan af sem er kannski eðlilegt með nýjum þjálfara sem tók Kay Smits með sér inn í liðið,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Smits þessi er enginn aukvissi. Hann fyllti skarð Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg með glæsibrag seinni hluta síðasta tímabils og átti stóran þátt í því að liðið vann Meistaradeild Evrópu. Í sumar gekk Smits svo í raðir Flensburg og framan af tímabili veðjaði Nicolej Krickau, þjálfari liðsins, frekar á hann en Teit. „Hann spilaði frábærlega á síðasta tímabili og er talinn vera mjög góður leikmaður. Nýi þjálfarinn er kannski að reyna að finna stöðugleika í liðinu. Það er alltaf hægt að horfa á þetta þannig en ég hefði viljað fá töluvert meiri spiltíma en ég fékk. Spiltíminn kom svo og ég sýndi að ég á alveg heima á þessu getustigi,“ sagði Teitur. En var hann farinn að hugsa sér til hreyfings þegar tækifærin voru af jafn skornum skammti og raunin var? „Ég klára samninginn minn næsta sumar og er ekki búinn að skrifa undir neitt eða gera neitt fyrir næsta tímabil. Það er allt í vinnslu. Eins og staðan er í dag veit ég ekki hvað ég geri á næsta tímabili,“ svaraði Teitur. Teitur gekk til liðs við Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Hann er ekki bara í harðri samkeppni hjá Flensburg heldur einnig hjá íslenska landsliðinu. Teitur var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Snorra Steins Guðjónssonar en framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Færeyjum. Ómar Ingi, Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson voru þær hægri skyttur sem hlutu náð fyrir augum Snorra að þessu sinni. Teitur vonast samt auðvitað til að spila með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar næstkomandi. „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin. Það eru alltaf einhverjir möguleikar. Það geta komið upp meiðsli og þannig,“ sagði Teitur sem á líka einn ás uppi í erminni. „Síðan hef ég það að geta spilað hornið, eins og ég var tekinn með á síðasta mót. En svo er bara að sjá hvernig Snorri vill spila þessu. Ég hreinlega veit ekki hvort hann taki mig fram fyrir einhvern af þessum þremur sem voru valdir núna. Maður verður bara að bíða og sjá.“ Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Teitur fékk þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leik gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hann skoraði einnig sjö mörk í leiknum þar á undan eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabilinu. „Ég fékk rosalega lítinn spiltíma framan af sem er kannski eðlilegt með nýjum þjálfara sem tók Kay Smits með sér inn í liðið,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Smits þessi er enginn aukvissi. Hann fyllti skarð Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg með glæsibrag seinni hluta síðasta tímabils og átti stóran þátt í því að liðið vann Meistaradeild Evrópu. Í sumar gekk Smits svo í raðir Flensburg og framan af tímabili veðjaði Nicolej Krickau, þjálfari liðsins, frekar á hann en Teit. „Hann spilaði frábærlega á síðasta tímabili og er talinn vera mjög góður leikmaður. Nýi þjálfarinn er kannski að reyna að finna stöðugleika í liðinu. Það er alltaf hægt að horfa á þetta þannig en ég hefði viljað fá töluvert meiri spiltíma en ég fékk. Spiltíminn kom svo og ég sýndi að ég á alveg heima á þessu getustigi,“ sagði Teitur. En var hann farinn að hugsa sér til hreyfings þegar tækifærin voru af jafn skornum skammti og raunin var? „Ég klára samninginn minn næsta sumar og er ekki búinn að skrifa undir neitt eða gera neitt fyrir næsta tímabil. Það er allt í vinnslu. Eins og staðan er í dag veit ég ekki hvað ég geri á næsta tímabili,“ svaraði Teitur. Teitur gekk til liðs við Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Hann er ekki bara í harðri samkeppni hjá Flensburg heldur einnig hjá íslenska landsliðinu. Teitur var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Snorra Steins Guðjónssonar en framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Færeyjum. Ómar Ingi, Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson voru þær hægri skyttur sem hlutu náð fyrir augum Snorra að þessu sinni. Teitur vonast samt auðvitað til að spila með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar næstkomandi. „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin. Það eru alltaf einhverjir möguleikar. Það geta komið upp meiðsli og þannig,“ sagði Teitur sem á líka einn ás uppi í erminni. „Síðan hef ég það að geta spilað hornið, eins og ég var tekinn með á síðasta mót. En svo er bara að sjá hvernig Snorri vill spila þessu. Ég hreinlega veit ekki hvort hann taki mig fram fyrir einhvern af þessum þremur sem voru valdir núna. Maður verður bara að bíða og sjá.“
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira