Vonast til að fara á EM en veit að samkeppnin er hörð: „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2023 10:01 Teitur Örn Einarsson spilaði með íslenska landsliðinu á HM í janúar. vísir/hulda margrét Handboltamaðurinn Teitur Örn Einarsson veit ekki hvað framtíðin ber í skauti, hvort hann verði áfram hjá Flensburg eða rói á önnur mið. Hann vonast til að fara með íslenska landsliðinu á EM í janúar. Teitur fékk þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leik gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hann skoraði einnig sjö mörk í leiknum þar á undan eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabilinu. „Ég fékk rosalega lítinn spiltíma framan af sem er kannski eðlilegt með nýjum þjálfara sem tók Kay Smits með sér inn í liðið,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Smits þessi er enginn aukvissi. Hann fyllti skarð Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg með glæsibrag seinni hluta síðasta tímabils og átti stóran þátt í því að liðið vann Meistaradeild Evrópu. Í sumar gekk Smits svo í raðir Flensburg og framan af tímabili veðjaði Nicolej Krickau, þjálfari liðsins, frekar á hann en Teit. „Hann spilaði frábærlega á síðasta tímabili og er talinn vera mjög góður leikmaður. Nýi þjálfarinn er kannski að reyna að finna stöðugleika í liðinu. Það er alltaf hægt að horfa á þetta þannig en ég hefði viljað fá töluvert meiri spiltíma en ég fékk. Spiltíminn kom svo og ég sýndi að ég á alveg heima á þessu getustigi,“ sagði Teitur. En var hann farinn að hugsa sér til hreyfings þegar tækifærin voru af jafn skornum skammti og raunin var? „Ég klára samninginn minn næsta sumar og er ekki búinn að skrifa undir neitt eða gera neitt fyrir næsta tímabil. Það er allt í vinnslu. Eins og staðan er í dag veit ég ekki hvað ég geri á næsta tímabili,“ svaraði Teitur. Teitur gekk til liðs við Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Hann er ekki bara í harðri samkeppni hjá Flensburg heldur einnig hjá íslenska landsliðinu. Teitur var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Snorra Steins Guðjónssonar en framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Færeyjum. Ómar Ingi, Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson voru þær hægri skyttur sem hlutu náð fyrir augum Snorra að þessu sinni. Teitur vonast samt auðvitað til að spila með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar næstkomandi. „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin. Það eru alltaf einhverjir möguleikar. Það geta komið upp meiðsli og þannig,“ sagði Teitur sem á líka einn ás uppi í erminni. „Síðan hef ég það að geta spilað hornið, eins og ég var tekinn með á síðasta mót. En svo er bara að sjá hvernig Snorri vill spila þessu. Ég hreinlega veit ekki hvort hann taki mig fram fyrir einhvern af þessum þremur sem voru valdir núna. Maður verður bara að bíða og sjá.“ Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Teitur fékk þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leik gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hann skoraði einnig sjö mörk í leiknum þar á undan eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabilinu. „Ég fékk rosalega lítinn spiltíma framan af sem er kannski eðlilegt með nýjum þjálfara sem tók Kay Smits með sér inn í liðið,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Smits þessi er enginn aukvissi. Hann fyllti skarð Ómars Inga Magnússonar hjá Magdeburg með glæsibrag seinni hluta síðasta tímabils og átti stóran þátt í því að liðið vann Meistaradeild Evrópu. Í sumar gekk Smits svo í raðir Flensburg og framan af tímabili veðjaði Nicolej Krickau, þjálfari liðsins, frekar á hann en Teit. „Hann spilaði frábærlega á síðasta tímabili og er talinn vera mjög góður leikmaður. Nýi þjálfarinn er kannski að reyna að finna stöðugleika í liðinu. Það er alltaf hægt að horfa á þetta þannig en ég hefði viljað fá töluvert meiri spiltíma en ég fékk. Spiltíminn kom svo og ég sýndi að ég á alveg heima á þessu getustigi,“ sagði Teitur. En var hann farinn að hugsa sér til hreyfings þegar tækifærin voru af jafn skornum skammti og raunin var? „Ég klára samninginn minn næsta sumar og er ekki búinn að skrifa undir neitt eða gera neitt fyrir næsta tímabil. Það er allt í vinnslu. Eins og staðan er í dag veit ég ekki hvað ég geri á næsta tímabili,“ svaraði Teitur. Teitur gekk til liðs við Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.vísir/vilhelm Hann er ekki bara í harðri samkeppni hjá Flensburg heldur einnig hjá íslenska landsliðinu. Teitur var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Snorra Steins Guðjónssonar en framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Færeyjum. Ómar Ingi, Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson voru þær hægri skyttur sem hlutu náð fyrir augum Snorra að þessu sinni. Teitur vonast samt auðvitað til að spila með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi í janúar næstkomandi. „Þetta er helvíti þétt skipað hjá okkur hægra megin. Það eru alltaf einhverjir möguleikar. Það geta komið upp meiðsli og þannig,“ sagði Teitur sem á líka einn ás uppi í erminni. „Síðan hef ég það að geta spilað hornið, eins og ég var tekinn með á síðasta mót. En svo er bara að sjá hvernig Snorri vill spila þessu. Ég hreinlega veit ekki hvort hann taki mig fram fyrir einhvern af þessum þremur sem voru valdir núna. Maður verður bara að bíða og sjá.“
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti