Guillermo Sánchez: Varnarleikurinn okkar er að drepa okkur Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. október 2023 21:15 Guillermo Sánchez, þjálfari Breiðabliks í Subway deild kvenna og leikmaður karlaliðs Breiðabliks. Vísir / Vilhelm Það var ansi niðurlútur Guillermo Sánchez sem kom til tals við blaðamann eftir 71-92 tap Breiðabliks gegn Þór Ak. í 6. umferð Subway deildar kvenna. Breiðablik er enn sigurlaust það sem af er tímabils. „Þetta var auðvitað mjög svekkjandi, við getum ekki unnið leiki þegar við spilum svona slakan 1 á 1 varnarleik. Því fyrr sem við skiljum það, að við getum ekki keppt við lið sem skora 100 stig, þá verður þetta auðveldara fyrir okkur“ sagði Guillermo strax að leik loknum. Hann segir sitt lið hafa orðið undir á öllum sviðum leiksins í dag og fyllilega verðskuldað tapið. Er skortur á sjálfstrausti að hrjá liðið? „Vörnin var ekki til staðar, við töpuðum frákastabaráttunni, við lokuðum ekki á skotmennina þeirra og áttum skilið að tapa. En nei ég held ekki að lágt sjálfstraust sé vandamálið, við byrjuðum illa en komum mjög vel til baka. Það fer samt mikil orka í að elta allan leikinn og næst þurfum við að byrja mun betur.“ Breiðabliksliðið reyndi mikið fyrir sér frá þriggja stiga línunni í kvöld, sterkur varnarleikur Þórsara í teignum þvingaði þær í erfið skot við útjaðarinn. „Skotvalið hefði getað verið betra, en það var ekki aðalvandamálið. Við getum alltaf gert betur sóknarlega en það sem er að drepa okkur er varnarleikurinn okkar núna.“ Breiðablik mætir næst Stjörnunni eftir eina viku og vonast til að sækja sinn fyrsta sigur á tímabilinu þar. Þjálfarinn segir liðið hvergi bonkið og ætli að leggja hart að sér til að snúa genginu við. „Hvort sem við vinnum eða töpum, þá mætum við alltaf og leggjum inn vinnuna. Við treystum því að það sem við gerum muni virka, þetta sé allt hluti af okkar ferli og vonandi getum við komið af krafti í næsta leik“ sagði Guillermo að lokum. Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
„Þetta var auðvitað mjög svekkjandi, við getum ekki unnið leiki þegar við spilum svona slakan 1 á 1 varnarleik. Því fyrr sem við skiljum það, að við getum ekki keppt við lið sem skora 100 stig, þá verður þetta auðveldara fyrir okkur“ sagði Guillermo strax að leik loknum. Hann segir sitt lið hafa orðið undir á öllum sviðum leiksins í dag og fyllilega verðskuldað tapið. Er skortur á sjálfstrausti að hrjá liðið? „Vörnin var ekki til staðar, við töpuðum frákastabaráttunni, við lokuðum ekki á skotmennina þeirra og áttum skilið að tapa. En nei ég held ekki að lágt sjálfstraust sé vandamálið, við byrjuðum illa en komum mjög vel til baka. Það fer samt mikil orka í að elta allan leikinn og næst þurfum við að byrja mun betur.“ Breiðabliksliðið reyndi mikið fyrir sér frá þriggja stiga línunni í kvöld, sterkur varnarleikur Þórsara í teignum þvingaði þær í erfið skot við útjaðarinn. „Skotvalið hefði getað verið betra, en það var ekki aðalvandamálið. Við getum alltaf gert betur sóknarlega en það sem er að drepa okkur er varnarleikurinn okkar núna.“ Breiðablik mætir næst Stjörnunni eftir eina viku og vonast til að sækja sinn fyrsta sigur á tímabilinu þar. Þjálfarinn segir liðið hvergi bonkið og ætli að leggja hart að sér til að snúa genginu við. „Hvort sem við vinnum eða töpum, þá mætum við alltaf og leggjum inn vinnuna. Við treystum því að það sem við gerum muni virka, þetta sé allt hluti af okkar ferli og vonandi getum við komið af krafti í næsta leik“ sagði Guillermo að lokum.
Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira