„Enginn á að reikna með auðveldum leik á móti okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. október 2023 22:07 Auður Jónsdóttir og Arnar Guðjónsson eru aðalþjálfarar Stjörnunnar Facebook Stjarnan körfubolti Nýliðar Stjörnunnar unnu frækinn sigur á Njarðvík í kvöld í Subway-deild kvenna í framlengdum leik. Lokatölur 81-87 eftir mikla dramatík í lok venjulegs leiktíma þar sem Katarzyna Trzeciak jafnaði leikinn með þremur vítum. Fjórði leikhluti var bölvað bras hjá Stjörnunni framan af. Þær voru að skjóta illa fyrir utan og virtust vera að missa tökin á leiknum. Hvað var það sem small svo að lokum að mati Auður Ólafsdóttur, þjálfara liðsins? „Þetta er bara liðsheildin og varnarleikurinn hjá henni Kollu [Kolbrún María Ármannsdóttir, innsk. blm] var alveg gjörsamlega frábær á útlendinginn. Þær missa út Hesseldal og við gerðum sjúklega vel á Kanann þeirra.“ Rúnar Ingi þjálfari Njarðvíkur var spurður að því fyrir leik hvort það væri eitthvað öðruvísi upplegg að mæta nýliðum. Hann þvertók fyrir það en sennilega reiknuðu leikmenn Njarðvíkur með aðeins auðveldari leik en raunin varð. „Ég vil bara segja að enginn á að reikna með auðveldum leik á móti okkur. Við ætlum að halda tempói. Við erum ungar og ferskar og keyrum svolítið á hraðanum. Það sást í dag að það skilaði okkur mjög góðum sigri hér í dag.“ Stjarnan komst í gegnum allan fjórða leikhluta og megnið af framlengingunni með fjórar villur svo að ferðir Njarðvíkinga á vítalínuna voru ekki sérlega tíðar. Auður sagði að mikill hraði og liðsheild hefði skilað þeim þessum öfluga varnarleik. „Þetta eru bara frábærar stelpur. Þær gera þetta allt fyrir hver aðra. Allar æfingar eru svona hátt tempó. Það er gjörsamlega frábært að þjálfa þennan hóp og vera hluti af þessu. Efnilegar stelpur sem eru klárlega framtíðar landsliðsmenn.“ Það hlýtur að gefa liðinu smá egó búst að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni? „Að sjálfsögðu. Alltaf gott að fá þessi „búst“! - Sagði sigurreif Auður að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Sjá meira
Fjórði leikhluti var bölvað bras hjá Stjörnunni framan af. Þær voru að skjóta illa fyrir utan og virtust vera að missa tökin á leiknum. Hvað var það sem small svo að lokum að mati Auður Ólafsdóttur, þjálfara liðsins? „Þetta er bara liðsheildin og varnarleikurinn hjá henni Kollu [Kolbrún María Ármannsdóttir, innsk. blm] var alveg gjörsamlega frábær á útlendinginn. Þær missa út Hesseldal og við gerðum sjúklega vel á Kanann þeirra.“ Rúnar Ingi þjálfari Njarðvíkur var spurður að því fyrir leik hvort það væri eitthvað öðruvísi upplegg að mæta nýliðum. Hann þvertók fyrir það en sennilega reiknuðu leikmenn Njarðvíkur með aðeins auðveldari leik en raunin varð. „Ég vil bara segja að enginn á að reikna með auðveldum leik á móti okkur. Við ætlum að halda tempói. Við erum ungar og ferskar og keyrum svolítið á hraðanum. Það sást í dag að það skilaði okkur mjög góðum sigri hér í dag.“ Stjarnan komst í gegnum allan fjórða leikhluta og megnið af framlengingunni með fjórar villur svo að ferðir Njarðvíkinga á vítalínuna voru ekki sérlega tíðar. Auður sagði að mikill hraði og liðsheild hefði skilað þeim þessum öfluga varnarleik. „Þetta eru bara frábærar stelpur. Þær gera þetta allt fyrir hver aðra. Allar æfingar eru svona hátt tempó. Það er gjörsamlega frábært að þjálfa þennan hóp og vera hluti af þessu. Efnilegar stelpur sem eru klárlega framtíðar landsliðsmenn.“ Það hlýtur að gefa liðinu smá egó búst að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni? „Að sjálfsögðu. Alltaf gott að fá þessi „búst“! - Sagði sigurreif Auður að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Sjá meira