María Þóris opnar sig: Ég þurfti að þola mikið skítkast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2023 12:01 María Þórisdóttir sést hér með norska landsliðinu á Evrópumótinu afdrifaríka sumarið 2022. EPA-EFE/VINCENT MIGNOTT Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er komin aftur inn í norska landsliðið en hún var tekin inn í hópinn fyrir þennan landsleikjaglugga. María ræddi þessa endurkomu sína við fréttamann norska ríkisútvarpsins og var mjög sátt með það að vera aftur í landsliðinu. María spilar nú með Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hún frá Manchester United í haust. Eins og krakki á jólunum „Ég var eins og krakki á jólunum þegar ég frétti af þessu. Ég hlakkaði mikið til að koma til móts við liðið,“ sagði María Þórisdóttir við NRK. Fréttamaður norska ríkisútvarpsins hitti Maríu eftir fyrstu landsliðsæfinguna og hún var í góðu skapi eins og oftast. „Ég brosi bara. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði María. Síðustu misseri hafa reynt mikið á okkar konu. Upphafið af vandræðum hennar má rekja til leiksins á EM 2022 þegar norska landsliðið tapaði 8-0 á móti enska landsliðinu. Greinin um Maríu á síðu norska ríkisúrvarpsins.nrk María gerði stór mistök í upphafi leiks, fékk á sig víti og lét stela af sér boltanum í öftustu línu. Enska liðið skoraði í bæði skiptin. „Það er ekkert leyndarmál að EM og tíminn eftir Evrópumótið var mjög erfiður,“ sagði María og heldur áfram: Ég var andlit leiksins „Ég var andlit þessa leiks á móti Englandi. Ég fékk líka mikið skítkast og þetta var líka auðvitað minn versti leikur,“ sagði María. Fréttamaðurinn spyr hana út í þá fullyrðingu að hú hafi verið andlit leiksins. „Það er erfitt þegar þú færð svona mikið skítkast. Maður reynir að halda áfram og ég hef komist í gegnum þetta en þetta var ekki skemmtilegt,“ sagði María. Hún var ekki valin í landsliðinu í framhaldinu en hafði þar áður verið fastamaður í liðinu. María ætlaði sér að komast aftur í landsliðið fyrir HM en meiddist þá illa. „Þegar ég meiddist þá vissi ég að þetta myndi taka tíma. Þetta var önnur blaut tuska í andlitið. Mér fannst ég eiga möguleika á því að berjast um sæti í HM-hópnum,“ sagði María. Sátt á suðurstöndinni María er sátt með lífið í Brighton. „Þetta er félag sem er að byrja svolítið upp á nýtt. Það eru að koma inn nýir styrktaraðilar og fullt af nýjum leikmönnum. Þetta verkefni sem er gaman að vera hluti af. Ég hef notið þess og Brighton er líka æðisleg borg,“ sagði María. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
María ræddi þessa endurkomu sína við fréttamann norska ríkisútvarpsins og var mjög sátt með það að vera aftur í landsliðinu. María spilar nú með Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hún frá Manchester United í haust. Eins og krakki á jólunum „Ég var eins og krakki á jólunum þegar ég frétti af þessu. Ég hlakkaði mikið til að koma til móts við liðið,“ sagði María Þórisdóttir við NRK. Fréttamaður norska ríkisútvarpsins hitti Maríu eftir fyrstu landsliðsæfinguna og hún var í góðu skapi eins og oftast. „Ég brosi bara. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði María. Síðustu misseri hafa reynt mikið á okkar konu. Upphafið af vandræðum hennar má rekja til leiksins á EM 2022 þegar norska landsliðið tapaði 8-0 á móti enska landsliðinu. Greinin um Maríu á síðu norska ríkisúrvarpsins.nrk María gerði stór mistök í upphafi leiks, fékk á sig víti og lét stela af sér boltanum í öftustu línu. Enska liðið skoraði í bæði skiptin. „Það er ekkert leyndarmál að EM og tíminn eftir Evrópumótið var mjög erfiður,“ sagði María og heldur áfram: Ég var andlit leiksins „Ég var andlit þessa leiks á móti Englandi. Ég fékk líka mikið skítkast og þetta var líka auðvitað minn versti leikur,“ sagði María. Fréttamaðurinn spyr hana út í þá fullyrðingu að hú hafi verið andlit leiksins. „Það er erfitt þegar þú færð svona mikið skítkast. Maður reynir að halda áfram og ég hef komist í gegnum þetta en þetta var ekki skemmtilegt,“ sagði María. Hún var ekki valin í landsliðinu í framhaldinu en hafði þar áður verið fastamaður í liðinu. María ætlaði sér að komast aftur í landsliðið fyrir HM en meiddist þá illa. „Þegar ég meiddist þá vissi ég að þetta myndi taka tíma. Þetta var önnur blaut tuska í andlitið. Mér fannst ég eiga möguleika á því að berjast um sæti í HM-hópnum,“ sagði María. Sátt á suðurstöndinni María er sátt með lífið í Brighton. „Þetta er félag sem er að byrja svolítið upp á nýtt. Það eru að koma inn nýir styrktaraðilar og fullt af nýjum leikmönnum. Þetta verkefni sem er gaman að vera hluti af. Ég hef notið þess og Brighton er líka æðisleg borg,“ sagði María.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira