Nýfarinn að þora út í fullum skrúða heima á Selfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2023 11:21 Siggi Ragnars stendur hér í fullum skrúða fyrir framan rútuna sína. Vísir/einar Sigurður Ragnarsson, Siggi Ragnars, er einn litríkasti rútubílstjóri landsins - í orðsins fyllstu merkingu. Hann mætir til vinnu í jakkafötum í öllum regnbogans litum á hverjum degi. Við hittum Sigga í Íslandi í dag í gær og fórum með honum á rúntinn. Siggi ekur skólabíl og sinnir einnig almennum hópferðaakstri. Einkennisklæðnaður hans í akstrinum var fyrst um sinn flísvesti. Hann skipti svo yfir í leðurvesti, á sand af leðurvestum eins og hann segir sjálfur, og loks sneri hann sér alfarið að litríkum jökkum og jakkafötum. Hann mætir aldrei í „venjulegum“ fötum í vinnuna lengur - og er raunar nýbyrjaður að skarta líka fullum skrúða úti meðal fólks í heimabænum, Selfossi. „Ég fór út í gær og náði mér í sushi. Áttaði mig á því að mig vantar kaffi og fer enn innar í búðina. Og það var bara annar hver maður sem sagði: Vá, rosalega ertu flottur, maður! Þarna var ég innan um allt þetta fólk. Fólk heillast af þessu. Og eins og núna, þegar eldri borgararnir eru komnir í pottinn, þá er mikið skrafað um mig,“ segir Siggi. „Stundum skil ég ekki sjálfan mig. Ég er feiminn að eðlisfari, var rosalega feiminn sem strákur. En svo í dag, ég hlýt bara að vera með athyglissýki! Ég er svo sjúkur í að láta taka eftir mér, það er nýtt hjá mér. En það er kannski bara út af því hvað ég fæ mikil viðbrögð.“ Brot úr viðtalinu við Sigga má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Ísland í dag Tíska og hönnun Árborg Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Siggi ekur skólabíl og sinnir einnig almennum hópferðaakstri. Einkennisklæðnaður hans í akstrinum var fyrst um sinn flísvesti. Hann skipti svo yfir í leðurvesti, á sand af leðurvestum eins og hann segir sjálfur, og loks sneri hann sér alfarið að litríkum jökkum og jakkafötum. Hann mætir aldrei í „venjulegum“ fötum í vinnuna lengur - og er raunar nýbyrjaður að skarta líka fullum skrúða úti meðal fólks í heimabænum, Selfossi. „Ég fór út í gær og náði mér í sushi. Áttaði mig á því að mig vantar kaffi og fer enn innar í búðina. Og það var bara annar hver maður sem sagði: Vá, rosalega ertu flottur, maður! Þarna var ég innan um allt þetta fólk. Fólk heillast af þessu. Og eins og núna, þegar eldri borgararnir eru komnir í pottinn, þá er mikið skrafað um mig,“ segir Siggi. „Stundum skil ég ekki sjálfan mig. Ég er feiminn að eðlisfari, var rosalega feiminn sem strákur. En svo í dag, ég hlýt bara að vera með athyglissýki! Ég er svo sjúkur í að láta taka eftir mér, það er nýtt hjá mér. En það er kannski bara út af því hvað ég fæ mikil viðbrögð.“ Brot úr viðtalinu við Sigga má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+.
Ísland í dag Tíska og hönnun Árborg Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning