Ferrari á fremstu rásröð með heimsmeistaran fyrir aftan sig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2023 11:30 Charles Leclerc ræsir fremstur í kvöld. Mark Thompson/Getty Images Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz verða á fremstu rásröð þegar farið verður af stað í mexíkóska kappakstrinum í Formúlu 1 í kvöld. Nýkrýndi þrefaldi heimsmeistarinn Max Verstappen er þó ekki langt undan og ræsir þriðji. Úrslitin í heimsmeistaramóti ökumanna eru þegar ráðin og Max Verstappen hefur nú þegar fagnað titlinum. Enn er þó barist um önnur sæti á heimsmeistaramótinu þar sem liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez situr í öðru sæti með 240 stig. Þeir Carlos Sainz og Charles Leclerc sitja í 5. og 7. sæti heimsmeistaramótsins og geta enn barist um að koma sér í efstu þrjú sætin. Leclerc fær gullið tækifæri til að næla sér í fullt hús stiga í kvöld því það var hann sem átti besta tíman í tímatökum gærkvöldsins og ræsir því fremstur í kvöld. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Carlos Sainz, ræsir annar og heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir þriðji. Þá fær Daniel Ricciardo gott tækifæri til að næla í mikilvæg stig fyrir Alpha Tauri því hann ræsir fjórði, fyrir framan Sergio Perez sem ræsir fimmti. STARTING GRIDHere's how we'll be setting off in Mexico! 👇#MexicoGP #F1 pic.twitter.com/sYVCGIGQ5G— Formula 1 (@F1) October 29, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Úrslitin í heimsmeistaramóti ökumanna eru þegar ráðin og Max Verstappen hefur nú þegar fagnað titlinum. Enn er þó barist um önnur sæti á heimsmeistaramótinu þar sem liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez situr í öðru sæti með 240 stig. Þeir Carlos Sainz og Charles Leclerc sitja í 5. og 7. sæti heimsmeistaramótsins og geta enn barist um að koma sér í efstu þrjú sætin. Leclerc fær gullið tækifæri til að næla sér í fullt hús stiga í kvöld því það var hann sem átti besta tíman í tímatökum gærkvöldsins og ræsir því fremstur í kvöld. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Carlos Sainz, ræsir annar og heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir þriðji. Þá fær Daniel Ricciardo gott tækifæri til að næla í mikilvæg stig fyrir Alpha Tauri því hann ræsir fjórði, fyrir framan Sergio Perez sem ræsir fimmti. STARTING GRIDHere's how we'll be setting off in Mexico! 👇#MexicoGP #F1 pic.twitter.com/sYVCGIGQ5G— Formula 1 (@F1) October 29, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira