Þungur róður Gunnar Þór Bjarnason og Henry Alexander Henrysson skrifa 1. nóvember 2023 09:32 Fyrir skömmu voru starfsstyrkir Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, kynntir við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni (sjá frétt á heimasíðu Hagþenkis, https://hagthenkir.is/). Þetta var ákaflega ánægjuleg stund fyrir alla sem hlut áttu að máli en 31 verkefni hlaut styrk. Alls var úthlutað 20 milljónum króna en flestir styrkirnir eru á bilinu sex til átta hundruð þúsund krónur. Viðfangsefnin eru afar fjölbreytt og bera vott um metnað og hugkvæmni styrkþeganna. Afrakstursins af elju styrkþeganna munum við njóta á næstu misserum og árum þegar allt þetta góða fólk tekur til við að birta verk sín. Eða svo skulum við vona. En því miður eru teikn á lofti í útgáfu fræðilegs efnis á íslensku sem unnið er af íslenskum fræðimönnum, róðurinn við ritstörfin þyngist með hverju ári. Útgáfa íslensks kennsluefnis á öllum skólastigum hefur einnig staðið illa um langt skeið. Fræðimenn eru fjölbreyttur hópur fólks. Margir starfa innan háskólanna og njóta þar styrks og skjóls til að miðla fræðum sínum. En margt af því mikilvægasta og fróðlegasta sem gefið er út hérlendis er unnið af sjálfstætt starfandi fræðimönnum sem þrátt fyrir ótrygga afkomu og margs konar hindranir leggja hart að sér við rannsóknir og bókarskrif, oft árum saman. Þótt árlega komi út fjöldi afbragðsgóðra fræðirita má rekja það til eldmóðs og áhuga höfunda miklu fremur en þess umhverfis sem þeim er búið á Íslandi. Ófáar af þeim fræðibókum sem á liðnum árum hafa notið mestrar hylli meðal almennings eru eftir höfunda sem starfa sjálfstætt. Þessar sömu bækur eru einnig fyrirferðarmiklar á listum yfir rit sem hafa verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, þar á meðal Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt hefur verið árlega allt frá árinu 1987. Og nokkrar bækur eftir sjálfstætt starfandi höfunda hafa á undanförnum árum hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Enginn framfleytir sér lengi á styrk sem nemur nokkur hundruð þúsund krónum. En langmikilvægasti sjóðurinn sem styrkir fólk sem starfar sjálfstætt er Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna. „Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi,“ eins og segir á heimasíðu RANNÍS sem hefur umsjón með sjóðnum. Meinið er að Starfslaunasjóðurinn ræður yfir afar takmörkuðum fjármunum og hefur á síðustu árum setið eftir í samanburði við aðra sjóði sem hafa verið efldir verulega, til dæmis Launasjóður íslenskra listamanna. Í úthlutun Starfslaunasjóðsins fyrr á þessu ári var einungis unnt að styrkja lítinn hluta umsókna. Mörg styrkhæf verkefni lágu því óbætt hjá garði. Úr þessu er brýnt að bæta og setja sjóðinn á fjárlög eins og listamannalaun. Minna má á að í skýrslu starfshóps um bókmenningarstefnu sem þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra skipaði á árinu 2017 var lögð áhersla á nauðsyn þess að styrkja sjóðinn og „fjölga úthlutuðum launamánuðum verulega“. En það var ekki gert. Óþarft er að fjölyrða um mikilvægi þess að veglega sé staðið að útgáfu fræðiefnis á Íslandi, hvort heldur er fyrir tungumálið eða samfélagið í heild sinni. Ef við hættum að hugsa og skrifa á íslensku um samfélag okkar, sögu, jarðfræði og lífríki (svo eitthvað sé nefnt) er hætt við að tungumálið verði smásaman ónothæft til að hugsa um veruleika okkar og umhverfi. Sé íslenskum stjórnvöldum annt um að efna þau loforð sem gefin eru á hátíðarstundum um mikilvægi tungu, samfélags og náttúru þarf að taka til hendinni í því umhverfi sem fræðibókaútgáfu er búið. Með því að stórefla Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna væri stigið nauðsynlegt skref í þá átt. Gunnar Þór Bjarnason, formaður HagþenkisHenry Alexander Henrysson, stjórnarmaður í Hagþenki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Vísindi Kjaramál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu voru starfsstyrkir Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, kynntir við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni (sjá frétt á heimasíðu Hagþenkis, https://hagthenkir.is/). Þetta var ákaflega ánægjuleg stund fyrir alla sem hlut áttu að máli en 31 verkefni hlaut styrk. Alls var úthlutað 20 milljónum króna en flestir styrkirnir eru á bilinu sex til átta hundruð þúsund krónur. Viðfangsefnin eru afar fjölbreytt og bera vott um metnað og hugkvæmni styrkþeganna. Afrakstursins af elju styrkþeganna munum við njóta á næstu misserum og árum þegar allt þetta góða fólk tekur til við að birta verk sín. Eða svo skulum við vona. En því miður eru teikn á lofti í útgáfu fræðilegs efnis á íslensku sem unnið er af íslenskum fræðimönnum, róðurinn við ritstörfin þyngist með hverju ári. Útgáfa íslensks kennsluefnis á öllum skólastigum hefur einnig staðið illa um langt skeið. Fræðimenn eru fjölbreyttur hópur fólks. Margir starfa innan háskólanna og njóta þar styrks og skjóls til að miðla fræðum sínum. En margt af því mikilvægasta og fróðlegasta sem gefið er út hérlendis er unnið af sjálfstætt starfandi fræðimönnum sem þrátt fyrir ótrygga afkomu og margs konar hindranir leggja hart að sér við rannsóknir og bókarskrif, oft árum saman. Þótt árlega komi út fjöldi afbragðsgóðra fræðirita má rekja það til eldmóðs og áhuga höfunda miklu fremur en þess umhverfis sem þeim er búið á Íslandi. Ófáar af þeim fræðibókum sem á liðnum árum hafa notið mestrar hylli meðal almennings eru eftir höfunda sem starfa sjálfstætt. Þessar sömu bækur eru einnig fyrirferðarmiklar á listum yfir rit sem hafa verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, þar á meðal Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt hefur verið árlega allt frá árinu 1987. Og nokkrar bækur eftir sjálfstætt starfandi höfunda hafa á undanförnum árum hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Enginn framfleytir sér lengi á styrk sem nemur nokkur hundruð þúsund krónum. En langmikilvægasti sjóðurinn sem styrkir fólk sem starfar sjálfstætt er Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna. „Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi,“ eins og segir á heimasíðu RANNÍS sem hefur umsjón með sjóðnum. Meinið er að Starfslaunasjóðurinn ræður yfir afar takmörkuðum fjármunum og hefur á síðustu árum setið eftir í samanburði við aðra sjóði sem hafa verið efldir verulega, til dæmis Launasjóður íslenskra listamanna. Í úthlutun Starfslaunasjóðsins fyrr á þessu ári var einungis unnt að styrkja lítinn hluta umsókna. Mörg styrkhæf verkefni lágu því óbætt hjá garði. Úr þessu er brýnt að bæta og setja sjóðinn á fjárlög eins og listamannalaun. Minna má á að í skýrslu starfshóps um bókmenningarstefnu sem þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra skipaði á árinu 2017 var lögð áhersla á nauðsyn þess að styrkja sjóðinn og „fjölga úthlutuðum launamánuðum verulega“. En það var ekki gert. Óþarft er að fjölyrða um mikilvægi þess að veglega sé staðið að útgáfu fræðiefnis á Íslandi, hvort heldur er fyrir tungumálið eða samfélagið í heild sinni. Ef við hættum að hugsa og skrifa á íslensku um samfélag okkar, sögu, jarðfræði og lífríki (svo eitthvað sé nefnt) er hætt við að tungumálið verði smásaman ónothæft til að hugsa um veruleika okkar og umhverfi. Sé íslenskum stjórnvöldum annt um að efna þau loforð sem gefin eru á hátíðarstundum um mikilvægi tungu, samfélags og náttúru þarf að taka til hendinni í því umhverfi sem fræðibókaútgáfu er búið. Með því að stórefla Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna væri stigið nauðsynlegt skref í þá átt. Gunnar Þór Bjarnason, formaður HagþenkisHenry Alexander Henrysson, stjórnarmaður í Hagþenki
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar