Neitar að hafa beðist afsökunar og Mainz skilur ekkert Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 20:31 El Ghazi í leik með Mainz. Vísir/Getty Deila Anwar El Ghazi og þýska úrvalsdeildarliðsins Mainz virðist aftur vera komið í hnút. El Ghazi var á dögunum settur í agabann hjá félaginu vegna innleggs hans á samfélagsmiðlum um átökin á Gaza. Anwar El Ghazi er leikmaður þýska liðsins Mainz og á dögunum var hann settur í agabann í kjölfar færslu á Instagram þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínumenn. Forráðamenn Mainz sögðu færsluna ekki vera í anda þess sem félagið stendur fyrir en sagðist samt sem áður bera virðingu fyrir því að mörg sjónarmið væru uppi varðandi flókið ástand í Mið-Austurlöndum. Orðrómur komst á kreik að samningi El Ghazi hjá Mainz hefði verið sagt upp en félagið þvertók fyrir það og sagði að hann myndi snúa aftur að loknu agabanni. Þá birti félagið yfirlýsingu þar sem það sagði El Ghazi hafa beðist afsökunar á ummælunum og að hann sæi eftir þeim. „Í fjölmörgum samtölum við stjórn félagsins hefur El Ghazi dregið í land hvað varðar færslu hans á Instagram sem hann fjærlægði skömmu eftir birtingu. Hann sér eftir birtingunni og þeim neikvæðu áhrifum sem hún hafði, ekki síst á félagið,“ sagði í yfirlýsingu Mainz síðan í fyrradag. Í dag birti El Ghazi langa yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að afstaða hans sé óbreytt. Þá sagði hann að yfirlýsing hans frá 27. október væri það eina sem hann hefði gefið út um málið, bæði til félags síns og almennings. pic.twitter.com/hmimZNMdjc— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) October 27, 2023 „Ég er á móti stríði og ofbeldi. Ég er á móti því að saklausir borgarar séu drepnir. Ég er á móti öllum tegundum mismununar. Ég er á móti íslamafóbíu. Ég er á móti gyðingahatri. Ég er á móti þjóðarmorði. Ég er á móti aðskilnaðarstefnu. Ég er á móti landnámi. Ég er á móti kúgun,“ skrifar El Ghazi í yfirlýsingu fyrr í dag og segist ekki sjá eftir birtingu upphaflegu ummælanna á neinn hátt. „Ég dró ekki í land varðandi það sem ég sagði upphaflega. Í dag og þar til ég dreg minn síðasta andardrátt mun ég standa með mannkyninu og þeim sem eru kúgaðir,“ og bætti við að hann bæri ekki ábyrgð gagnvart neinu sérstöku ríki og sagði ekkert ríki hafið yfir alþjóðalög. pic.twitter.com/VOPqfhD19Q— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) November 1, 2023 Félag hans Mainz var ekki lengi að bregðast við. Í yfirlýsingu þess segir að félagið skilji ekki yfirlýsingu El Ghazi og sé undarandi á henni. Félagið sagði fyrstu færslu hans hafa verið óásættanlega en sagði hann jafnframt hafa séð eftir orðum sínum. El Ghazi æfði ekki með Mainz á mánudag vegna veikinda. Félag segist ætla að kanna lagalegan rétt sinn í málinu sem virðist hvergi nærri lokið. Statement des 1. FSV Mainz 05 zum Post von Anwar El Ghazi.#mainz05 pic.twitter.com/Qkz62mlN6i— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 1, 2023 Þýski boltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Anwar El Ghazi er leikmaður þýska liðsins Mainz og á dögunum var hann settur í agabann í kjölfar færslu á Instagram þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínumenn. Forráðamenn Mainz sögðu færsluna ekki vera í anda þess sem félagið stendur fyrir en sagðist samt sem áður bera virðingu fyrir því að mörg sjónarmið væru uppi varðandi flókið ástand í Mið-Austurlöndum. Orðrómur komst á kreik að samningi El Ghazi hjá Mainz hefði verið sagt upp en félagið þvertók fyrir það og sagði að hann myndi snúa aftur að loknu agabanni. Þá birti félagið yfirlýsingu þar sem það sagði El Ghazi hafa beðist afsökunar á ummælunum og að hann sæi eftir þeim. „Í fjölmörgum samtölum við stjórn félagsins hefur El Ghazi dregið í land hvað varðar færslu hans á Instagram sem hann fjærlægði skömmu eftir birtingu. Hann sér eftir birtingunni og þeim neikvæðu áhrifum sem hún hafði, ekki síst á félagið,“ sagði í yfirlýsingu Mainz síðan í fyrradag. Í dag birti El Ghazi langa yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann segir að afstaða hans sé óbreytt. Þá sagði hann að yfirlýsing hans frá 27. október væri það eina sem hann hefði gefið út um málið, bæði til félags síns og almennings. pic.twitter.com/hmimZNMdjc— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) October 27, 2023 „Ég er á móti stríði og ofbeldi. Ég er á móti því að saklausir borgarar séu drepnir. Ég er á móti öllum tegundum mismununar. Ég er á móti íslamafóbíu. Ég er á móti gyðingahatri. Ég er á móti þjóðarmorði. Ég er á móti aðskilnaðarstefnu. Ég er á móti landnámi. Ég er á móti kúgun,“ skrifar El Ghazi í yfirlýsingu fyrr í dag og segist ekki sjá eftir birtingu upphaflegu ummælanna á neinn hátt. „Ég dró ekki í land varðandi það sem ég sagði upphaflega. Í dag og þar til ég dreg minn síðasta andardrátt mun ég standa með mannkyninu og þeim sem eru kúgaðir,“ og bætti við að hann bæri ekki ábyrgð gagnvart neinu sérstöku ríki og sagði ekkert ríki hafið yfir alþjóðalög. pic.twitter.com/VOPqfhD19Q— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) November 1, 2023 Félag hans Mainz var ekki lengi að bregðast við. Í yfirlýsingu þess segir að félagið skilji ekki yfirlýsingu El Ghazi og sé undarandi á henni. Félagið sagði fyrstu færslu hans hafa verið óásættanlega en sagði hann jafnframt hafa séð eftir orðum sínum. El Ghazi æfði ekki með Mainz á mánudag vegna veikinda. Félag segist ætla að kanna lagalegan rétt sinn í málinu sem virðist hvergi nærri lokið. Statement des 1. FSV Mainz 05 zum Post von Anwar El Ghazi.#mainz05 pic.twitter.com/Qkz62mlN6i— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 1, 2023
Þýski boltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira