„Ég þurfti að láta þær heyra það“ Atli Arason skrifar 1. nóvember 2023 22:22 Rúnar Ingi sagðist hafa látið sínar konur heyra það í hálfleik. Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur með 15 stiga endurkomusigur sinna kvenna á öflugu liði Fjölnis í Subway-deild kvenna í kvöld, 61-76. Njarðvíkingar voru sex stigum undir í hálfleik en Fjölnir spilaði fyrri hálfleikinn betur og var verðskuldað yfir í hálfleik áður en Njarðvíkingar komu út í síðari hálfleik og sigldu heimakonur í kaf. „Við breyttum engu taktísku í hálfleik, það var bara ákveðin eldræða. Þegar ég kem inn þá vorum við að tala um hvað vantaði upp á sóknina, ég þurfti að láta þær heyra það því við vorum óánægðar með okkar framlag og ákefð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Við vorum að gera nokkurn veginn það sem við áttum að gera, en við vorum bara að gera það allt of hægt. Það var það eina sem við mögulega breyttum í hálfleik, að gera sömu hluti nema bara betur og með meiri ákefð. Það er það sem skilaði sigrinum.“ „Varnarleikurinn í seinni hálfleik var frábær en það var ekki eins og hann hafi verið slæmur í allar 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Okkar leikplan var að gera ákveðna leikmenn í Fjölnisliðinu þreyttar. Það kom svo á daginn að akkúrat það virkaði,“ útskýrði Rúnar, aðspurður út í hvað Njarðvíkingar gerðu vel í síðari hálfleik. Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, reyndist sínum fyrri liðsfélögum í Njarðvík erfið viðureignar. Raquel endaði lang stigahæst í Fjölnisliðinu með 17 stig, ásamt því að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. „Laneiro er frábær leikmaður. Hún skorar í rispum, hún er stemningsleikmaður. Við gáfum henni kannski aðeins of auðveldar körfur á köflum.“ „Okkar varnarplan snerist um að stoppa hana. Það er ekkert leyndarmál, ef þú nærð að stöðva hana þá nærðu að stöðva Fjölnisliðið. Hún skorar 17 stig og það í alveg fullt af skotum, miðað við það sem hún er búin að gera framan af tímabili þá tel ég að við höfum gert nokkuð vel gegn henni,“ sagði Rúnar um frammistöðu Laneiro í leiknum. Framundan er rúmt tveggja vikna frí sem Njarðvíkingar ætla að nýta sér vel. „Ég ætla sjálfur á leik í enska boltanum um helgina og hafa það næs,“ sagði Rúnar og hló áður en hann bætti við. „Við erum með nokkra leikmenn á leið í landsleiki og svo eru einhver meiðsli hjá okkur. Við þurfum bara að hlaða batteríin, vinna í ákveðnum einstaklingsþáttum og almennt hafa gaman,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Berst við krabbamein Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Njarðvíkingar voru sex stigum undir í hálfleik en Fjölnir spilaði fyrri hálfleikinn betur og var verðskuldað yfir í hálfleik áður en Njarðvíkingar komu út í síðari hálfleik og sigldu heimakonur í kaf. „Við breyttum engu taktísku í hálfleik, það var bara ákveðin eldræða. Þegar ég kem inn þá vorum við að tala um hvað vantaði upp á sóknina, ég þurfti að láta þær heyra það því við vorum óánægðar með okkar framlag og ákefð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Við vorum að gera nokkurn veginn það sem við áttum að gera, en við vorum bara að gera það allt of hægt. Það var það eina sem við mögulega breyttum í hálfleik, að gera sömu hluti nema bara betur og með meiri ákefð. Það er það sem skilaði sigrinum.“ „Varnarleikurinn í seinni hálfleik var frábær en það var ekki eins og hann hafi verið slæmur í allar 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Okkar leikplan var að gera ákveðna leikmenn í Fjölnisliðinu þreyttar. Það kom svo á daginn að akkúrat það virkaði,“ útskýrði Rúnar, aðspurður út í hvað Njarðvíkingar gerðu vel í síðari hálfleik. Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, reyndist sínum fyrri liðsfélögum í Njarðvík erfið viðureignar. Raquel endaði lang stigahæst í Fjölnisliðinu með 17 stig, ásamt því að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. „Laneiro er frábær leikmaður. Hún skorar í rispum, hún er stemningsleikmaður. Við gáfum henni kannski aðeins of auðveldar körfur á köflum.“ „Okkar varnarplan snerist um að stoppa hana. Það er ekkert leyndarmál, ef þú nærð að stöðva hana þá nærðu að stöðva Fjölnisliðið. Hún skorar 17 stig og það í alveg fullt af skotum, miðað við það sem hún er búin að gera framan af tímabili þá tel ég að við höfum gert nokkuð vel gegn henni,“ sagði Rúnar um frammistöðu Laneiro í leiknum. Framundan er rúmt tveggja vikna frí sem Njarðvíkingar ætla að nýta sér vel. „Ég ætla sjálfur á leik í enska boltanum um helgina og hafa það næs,“ sagði Rúnar og hló áður en hann bætti við. „Við erum með nokkra leikmenn á leið í landsleiki og svo eru einhver meiðsli hjá okkur. Við þurfum bara að hlaða batteríin, vinna í ákveðnum einstaklingsþáttum og almennt hafa gaman,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Berst við krabbamein Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira