Viðbrögð Klopp við tapi Man. United segja meira en þúsund orð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 12:31 Jürgen Klopp með Erik ten Hag fyrir leik liðanna þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk að vita það á blaðamannafundi eftir sinn leik í enska deildabikarnum í gærkvöldi að Manchester United hafði á sama tíma steinlegið á heimavelli sínum á móti Newcastle. Manchester United tapaði leiknum 3-0 og hafði nokkrum dögum fyrr tapað líka 3-0 á móti Manchester City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Tvö vandræðaleg töp á heimavelli og sæti knattspyrnustjórans Erik ten Hag hitnar meira og meira með hverju tapinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Stuðningsmenn Newcastle sungu hástöfum „Þú verður rekinn í fyrramálið“ til Ten Hag eftir að lið þeirra komst 2-0 yfir í fyrri hálfleiknum. United byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en tókst ekki að minnka muninn. Newcastle náði aftur á móti að skora þriðja markið og gera út um leikinn. Viðbrögð Klopp við tapi Manchester United liðsins segja þó meira en þúsund orð. Hann fékk að vita úrslitin frá blaðamönnum á fundi sínum með þeim eftir 2-1 sigur á Bournemouth og var því með myndavélarnar á sér. Klopp gretti sig og og missti út úr sér „úúú“ en það var greinilegt að þetta stóra tap kom honum mikið á óvart. Það má sjá viðbrögð hans hér fyrir neðan. Klopp hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool frá árinu 2015 en á þeim tíma hefur United skipt mörgum sinnum um manninn í stjórastólnum. Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Ralf Rangnick og loks Erik ten Hag hafa stýrt United á þessum árum og svo gæti farið að nýr maður sé á leiðinni takist hollenska stjóranum ekki að snúa við blaðinu. Jürgen Klopp s reaction to the Man Utd score pic.twitter.com/ps5pEdwR0R— B/R Football (@brfootball) November 1, 2023 Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Manchester United tapaði leiknum 3-0 og hafði nokkrum dögum fyrr tapað líka 3-0 á móti Manchester City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Tvö vandræðaleg töp á heimavelli og sæti knattspyrnustjórans Erik ten Hag hitnar meira og meira með hverju tapinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Stuðningsmenn Newcastle sungu hástöfum „Þú verður rekinn í fyrramálið“ til Ten Hag eftir að lið þeirra komst 2-0 yfir í fyrri hálfleiknum. United byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en tókst ekki að minnka muninn. Newcastle náði aftur á móti að skora þriðja markið og gera út um leikinn. Viðbrögð Klopp við tapi Manchester United liðsins segja þó meira en þúsund orð. Hann fékk að vita úrslitin frá blaðamönnum á fundi sínum með þeim eftir 2-1 sigur á Bournemouth og var því með myndavélarnar á sér. Klopp gretti sig og og missti út úr sér „úúú“ en það var greinilegt að þetta stóra tap kom honum mikið á óvart. Það má sjá viðbrögð hans hér fyrir neðan. Klopp hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool frá árinu 2015 en á þeim tíma hefur United skipt mörgum sinnum um manninn í stjórastólnum. Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick, Ralf Rangnick og loks Erik ten Hag hafa stýrt United á þessum árum og svo gæti farið að nýr maður sé á leiðinni takist hollenska stjóranum ekki að snúa við blaðinu. Jürgen Klopp s reaction to the Man Utd score pic.twitter.com/ps5pEdwR0R— B/R Football (@brfootball) November 1, 2023
Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn