Rifta samningi við El Ghazi vegna stuðningsyfirlýsingar við Palestínu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. nóvember 2023 23:01 FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi Anwar El Ghazi við félagið. Alex Grimm/Getty Images Þýska úrvalsdeildarfélagið FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi sínum við hollenska knattspyrnumanninn Anwar El Ghazi. Leikmaðurinn birti á dögunum færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínu í átökunum á Gasasvæðinu, en El Ghazi hefur eytt færslunni. Hinn 28 ára gamli El Ghazi var upphaflega settur í bann af félaginu þann 17. október síðastliðinn, en banninu var aflétt síðastliðinn mánudag og leikmaðurinn fékk aðvörun frá Mainz. Félagið greindi hins vegar frá því í dag, föstudag, að samningi leikmannsins hafi verið rift. Mainz 05 beendet Vertragsverhältnis mit Anwar El Ghazi.Zur Meldung:— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 3, 2023 „FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi Anwar El Ghazi við félagið og tekur sú ákvörðun gildi þegar í stað. Félagið tekur þessa ákvörðun vegna yfirlýsinga leikmannsins á samfélagsmiðlum,“ segir í tilkynningu Mainz. Eins og áður segir hafði félagið fyrr í þessari viku ákveðið að hleypa El Ghazi aftur inn í liðið eftir að hafa sett hann til hliðar í kjölfar yfirlýsinga hans á samfélagsmiðlum. „Vegna loforða hans um að virða gildi félagsins og þeirrar eftirsjár sem hann hefur sýnt, sem og að ætla sér að nýta þessi mistök sín til að læra, mun Anwar El Ghazi bráðlega snúa aftur til æfinga og keppni með FSV Mainz 05,“ sagði félagið síðastliðinn mánudag. Þá hafði félagið einnig sagt að leikmaðurinn hafi „tekið afstöðu til átakanna í Mið-Austurlöndunum sem félaginu þykir ekki við hæfi.“ 🚨 Mainz officially terminated Anwar El Ghazi’s contract with immediate effect.He was suspended, then re-included in the squad but mentioned again that he does not regret showing support for PalestineMainz now decided to terminate his contract. El Ghazi replied with this ⤵️ pic.twitter.com/tW6z5penv1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 3, 2023 Sjálfur segist El Ghazi, sem er fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Everton, ekki sjá eftir ummælum sínum um átökin á samfélagsmiðlum sínum. „Stattu með því sem er rétt, jafnvel þó það þýði að þú standir einn,“ ritaði El Ghazi á samfélagsmiðla sína í dag. „Það að ég tapi lífsviðurværi mínu er ekkert ef við berum það saman við helvítið sem nú rignir yfir saklaust og viðkvæmt fólk á Gasasvæðinu.“ Þýski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
Leikmaðurinn birti á dögunum færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínu í átökunum á Gasasvæðinu, en El Ghazi hefur eytt færslunni. Hinn 28 ára gamli El Ghazi var upphaflega settur í bann af félaginu þann 17. október síðastliðinn, en banninu var aflétt síðastliðinn mánudag og leikmaðurinn fékk aðvörun frá Mainz. Félagið greindi hins vegar frá því í dag, föstudag, að samningi leikmannsins hafi verið rift. Mainz 05 beendet Vertragsverhältnis mit Anwar El Ghazi.Zur Meldung:— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 3, 2023 „FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi Anwar El Ghazi við félagið og tekur sú ákvörðun gildi þegar í stað. Félagið tekur þessa ákvörðun vegna yfirlýsinga leikmannsins á samfélagsmiðlum,“ segir í tilkynningu Mainz. Eins og áður segir hafði félagið fyrr í þessari viku ákveðið að hleypa El Ghazi aftur inn í liðið eftir að hafa sett hann til hliðar í kjölfar yfirlýsinga hans á samfélagsmiðlum. „Vegna loforða hans um að virða gildi félagsins og þeirrar eftirsjár sem hann hefur sýnt, sem og að ætla sér að nýta þessi mistök sín til að læra, mun Anwar El Ghazi bráðlega snúa aftur til æfinga og keppni með FSV Mainz 05,“ sagði félagið síðastliðinn mánudag. Þá hafði félagið einnig sagt að leikmaðurinn hafi „tekið afstöðu til átakanna í Mið-Austurlöndunum sem félaginu þykir ekki við hæfi.“ 🚨 Mainz officially terminated Anwar El Ghazi’s contract with immediate effect.He was suspended, then re-included in the squad but mentioned again that he does not regret showing support for PalestineMainz now decided to terminate his contract. El Ghazi replied with this ⤵️ pic.twitter.com/tW6z5penv1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 3, 2023 Sjálfur segist El Ghazi, sem er fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Everton, ekki sjá eftir ummælum sínum um átökin á samfélagsmiðlum sínum. „Stattu með því sem er rétt, jafnvel þó það þýði að þú standir einn,“ ritaði El Ghazi á samfélagsmiðla sína í dag. „Það að ég tapi lífsviðurværi mínu er ekkert ef við berum það saman við helvítið sem nú rignir yfir saklaust og viðkvæmt fólk á Gasasvæðinu.“
Þýski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira