Hvergi öruggt á Gasa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2023 22:30 Palenstínskir slökkviliðsmenn berjast við elda eftir loftárásir Ísraelsmanna. AP Photo/Abed Khaled Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. Skólinn sem varð fyrir loftárásinni er á vegum Sameinuðu þjóðanna og er staðsettur í Jabalia flóttamannabúðunum á Gasa. Sjötíu eru sagðir særðir en þúsundir Palestínumanna hafa undanfarið leitað skjóls í skólanum. Yfirvöld á Gasa segja Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Fjöldi þeirra sem drepnir hafa verið í árásum Ísraelshers á Gasa fer hækkandi og er nú talið að tæplega tíu þúsund séu látnir. Þá er talið að eitt þúsund og fjögur hundruð Ísraelsmenn hafi verið drepnir í árásum Hamas. Í gær var árás gerð nálægt sjúkrahúsi og hæfði ein þeirra sjúkrabíl sem ferjaði slasað fólk á Gasa svæðinu. Varað er við myndefni í neðangreindri sjónvarpsfrétt. „Mig hryllir við árásinni sem sögð er hafa verið gerð á sjúkrabílalest fyrir utan Al Shifa sjúkrahúsið á Gasa. Myndir af líkum úti á götu miðri, fyrir utan sjúkrahúsið, eru átakanlegar. Ég gleymi ekki hryðjuverkaárásunum sem Hamas frömdu í Ísrael: morð, limlestingar og mannrán, þar á meðal gegn konum og börnum. Öllum gíslum í haldi á Gasa verður að sleppa tafarlaust,“ segir António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hann segir ástandið skelfilegt. Matur sé á Gasa sé af skornum skammti, það vanti lyf, vatn og eldsneyti. Skýli UNRWA séu orðin yfirfull og verði fyrir sprengjuárásum: „Líkhús eru troðfull, verslanir tómar og við sjáum aukningu á sjúkdómum. Heil þjóð er í áfalli. Það er hvergi öruggt að vera,“ segir Guterres. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði í dag með utanríkisráðherrum nokkurra Arabaríkja um vopnahlé á svæðinu. Þetta er þriðja heimsókn Blinken frá því að Hamas hóf árásir á Ísrael þann sjöunda október. Vopnahlé er til umræðu á fundum Blinkens en forsætisráðherra Ísraels segir að vopnahlé komi ekki til umræðu fyrr en þeim gíslum sem Hamas er með í haldi verður sleppt. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Skólinn sem varð fyrir loftárásinni er á vegum Sameinuðu þjóðanna og er staðsettur í Jabalia flóttamannabúðunum á Gasa. Sjötíu eru sagðir særðir en þúsundir Palestínumanna hafa undanfarið leitað skjóls í skólanum. Yfirvöld á Gasa segja Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Fjöldi þeirra sem drepnir hafa verið í árásum Ísraelshers á Gasa fer hækkandi og er nú talið að tæplega tíu þúsund séu látnir. Þá er talið að eitt þúsund og fjögur hundruð Ísraelsmenn hafi verið drepnir í árásum Hamas. Í gær var árás gerð nálægt sjúkrahúsi og hæfði ein þeirra sjúkrabíl sem ferjaði slasað fólk á Gasa svæðinu. Varað er við myndefni í neðangreindri sjónvarpsfrétt. „Mig hryllir við árásinni sem sögð er hafa verið gerð á sjúkrabílalest fyrir utan Al Shifa sjúkrahúsið á Gasa. Myndir af líkum úti á götu miðri, fyrir utan sjúkrahúsið, eru átakanlegar. Ég gleymi ekki hryðjuverkaárásunum sem Hamas frömdu í Ísrael: morð, limlestingar og mannrán, þar á meðal gegn konum og börnum. Öllum gíslum í haldi á Gasa verður að sleppa tafarlaust,“ segir António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hann segir ástandið skelfilegt. Matur sé á Gasa sé af skornum skammti, það vanti lyf, vatn og eldsneyti. Skýli UNRWA séu orðin yfirfull og verði fyrir sprengjuárásum: „Líkhús eru troðfull, verslanir tómar og við sjáum aukningu á sjúkdómum. Heil þjóð er í áfalli. Það er hvergi öruggt að vera,“ segir Guterres. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði í dag með utanríkisráðherrum nokkurra Arabaríkja um vopnahlé á svæðinu. Þetta er þriðja heimsókn Blinken frá því að Hamas hóf árásir á Ísrael þann sjöunda október. Vopnahlé er til umræðu á fundum Blinkens en forsætisráðherra Ísraels segir að vopnahlé komi ekki til umræðu fyrr en þeim gíslum sem Hamas er með í haldi verður sleppt.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna