Ófrjósemi; vegferð von og vonbrigða Kristín Láretta Sighvatsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 08:00 Foreldrar. Gildishlaðið orð og að mínu mati hlaðið fallegum gildum. Ég var samt aldrei sérstaklega viss um hvort ég vildi verða foreldri sjálf. Satt að segja hélt ég hreinlega alltaf að ég þyrfti ekkert endilega að ákveða það heldur væri það eitt af hlutverkum eða jafnvel skyldum mínum í lífinu. Á þeim tíma sem ég ólst upp var frjósemi aldrei til umræðu, enn síður ófrjósemi. Auðvitað hefur ófrjósemi alltaf verið vandamál sumra en það var þá ekki endilega rætt opinberlega. Jú vissulega vissi maður af eða þekkti eitt og eitt barn sem hafði verið ættleitt en aðrir krakkar vissu ekki endilega afhverju kom til ættleiðingarinnar. Ég bjó til þá sögu fyrir mig sjálfa að foreldrar þessa barna væru bara svona góðhjörtuð og hafi viljað bjarga börnunum úr slæmum aðstæðum heimalands þeirra. Án þess að efast um góðvilja téðra foreldra að þá er augljóst að meira lá að baki. Foreldrarnir voru að glíma við ófrjósemi. Nú, eftir á að hyggja, getur maður ímyndað sér allar þær raunir, þjáningar, sorg og hindranir sem þetta fólk hlítur að hafa gengið í gegnum áður en þau fengu draum sinn loksins rættan, að verða foreldrar. Það kom svo á daginn að ég þurfti aldeilis að ákveða það hvort ég vildi verða foreldri enda færði lífið mér og manninum mínum sjúkdóminn „ófrjósemi“. Um leið og sá dómur féll að þá breyttist allt. Kannski myndi ég aldrei verða foreldri, kannski myndi enginn kalla mig „mamma“, leita til mín eftir ráðum, eftir umhyggju, eftir skilyrðislausri ást. Ég vissi kannski ekki hvort ég vildi verða foreldri en um leið og möguleikinn var ekki sjálfsagður, þá varð hann nauðsynlegur. Við tók tímabil vona og vonbrigða sem virtist engan endi ætla að taka. Aldrei kom þetta jákvæða óléttupróf. Með hjálp og ráðum frá vinafólki sem hafði verið í sömu stöðu, fórum við erlendis í glasameðferð. Með hvatning og styrk allra í kringum okkur héldum við til utan til þess að láta drauminn rætast. Nú átti þetta að takast. Hvernig mátti annað vera? Við, með hjálp fjölskyldu búin að fjárfesta í rándýrri aðstoð sérfræðinga. Hvað gat klikkað? Það sem við vissum ekki þá var að jafnvel með aðstoð eru einungis 30 prósent líkur á jákvæðri niðurstöðu. Ef þú ert svo heppin að falla í þann hóp þá þarftu líka að vonast til að vera svo heppin að verða ekki fyrir fósturmissi. Um leið og prófið verður jákvætt tekur þessi nýi ótti við og hann hverfur ekki fyrr en barn er fætt lifandi. Við komum tómhent heim eftir utanlandsferðina en við erum foreldrar fullkomins drengs í dag eftir fleiri tilraunir. Ekki allir eru svo heppnir. Ófrjósemi hefur marga fylgifiska og er algjört mein fyrir þá sem hana hrjáir. Fólk í þessum sporum upplifir sig oft einangrað og hjálparlaust. Margir finna ekki skilning frá nærumhverfi sínu og þurfa að þola ónærgætni og skilningsleysi og fá spurningar á borð við „Afhverju ættleiðið þið ekki bara?“Ég skal ganga með barn fyrir ykkur“ „Getur þú ekki bara skroppið í bæinn eitt kvöldið?“ Þegar fólk er í þessu ferli er nauðsynlegt að geta talað við aðra sem eru í sömu sporum. Það var okkar reynsla. Góð vinkona mín benti okkur á samtökin Tilveru og þar höfum við fengið ómældan stuðning. Tilvera eru samtök um ófrjósemi og eru einu samtökin á landinu sem halda utan um málefnið. Meðlimir félagsins hafa aðgang að ómetanlegum stuðningi stjórnarmeðlima og annarra meðlima sem öll eru í sömu sporum, bæði með reglulegum samkomum og umræðuhóp á samfélagsmiðlum. Tilvera býður einnig sínum meðlimum upp á símatíma hjá sálfræðing sér að kostnaðarlausu. Tilvera heldur úti árlegri vitundarvakningu dagana 6.- 12. nóvember og í ár er viðfangsefnið „ófrjósemi og geðheilbrigði“. Hægt er að sjá dagskrá vitundarvakningu Tilveru á heimasíðu félagsins tilvera.is Höfundur er stjórnarmeðlimur Tilveru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Foreldrar. Gildishlaðið orð og að mínu mati hlaðið fallegum gildum. Ég var samt aldrei sérstaklega viss um hvort ég vildi verða foreldri sjálf. Satt að segja hélt ég hreinlega alltaf að ég þyrfti ekkert endilega að ákveða það heldur væri það eitt af hlutverkum eða jafnvel skyldum mínum í lífinu. Á þeim tíma sem ég ólst upp var frjósemi aldrei til umræðu, enn síður ófrjósemi. Auðvitað hefur ófrjósemi alltaf verið vandamál sumra en það var þá ekki endilega rætt opinberlega. Jú vissulega vissi maður af eða þekkti eitt og eitt barn sem hafði verið ættleitt en aðrir krakkar vissu ekki endilega afhverju kom til ættleiðingarinnar. Ég bjó til þá sögu fyrir mig sjálfa að foreldrar þessa barna væru bara svona góðhjörtuð og hafi viljað bjarga börnunum úr slæmum aðstæðum heimalands þeirra. Án þess að efast um góðvilja téðra foreldra að þá er augljóst að meira lá að baki. Foreldrarnir voru að glíma við ófrjósemi. Nú, eftir á að hyggja, getur maður ímyndað sér allar þær raunir, þjáningar, sorg og hindranir sem þetta fólk hlítur að hafa gengið í gegnum áður en þau fengu draum sinn loksins rættan, að verða foreldrar. Það kom svo á daginn að ég þurfti aldeilis að ákveða það hvort ég vildi verða foreldri enda færði lífið mér og manninum mínum sjúkdóminn „ófrjósemi“. Um leið og sá dómur féll að þá breyttist allt. Kannski myndi ég aldrei verða foreldri, kannski myndi enginn kalla mig „mamma“, leita til mín eftir ráðum, eftir umhyggju, eftir skilyrðislausri ást. Ég vissi kannski ekki hvort ég vildi verða foreldri en um leið og möguleikinn var ekki sjálfsagður, þá varð hann nauðsynlegur. Við tók tímabil vona og vonbrigða sem virtist engan endi ætla að taka. Aldrei kom þetta jákvæða óléttupróf. Með hjálp og ráðum frá vinafólki sem hafði verið í sömu stöðu, fórum við erlendis í glasameðferð. Með hvatning og styrk allra í kringum okkur héldum við til utan til þess að láta drauminn rætast. Nú átti þetta að takast. Hvernig mátti annað vera? Við, með hjálp fjölskyldu búin að fjárfesta í rándýrri aðstoð sérfræðinga. Hvað gat klikkað? Það sem við vissum ekki þá var að jafnvel með aðstoð eru einungis 30 prósent líkur á jákvæðri niðurstöðu. Ef þú ert svo heppin að falla í þann hóp þá þarftu líka að vonast til að vera svo heppin að verða ekki fyrir fósturmissi. Um leið og prófið verður jákvætt tekur þessi nýi ótti við og hann hverfur ekki fyrr en barn er fætt lifandi. Við komum tómhent heim eftir utanlandsferðina en við erum foreldrar fullkomins drengs í dag eftir fleiri tilraunir. Ekki allir eru svo heppnir. Ófrjósemi hefur marga fylgifiska og er algjört mein fyrir þá sem hana hrjáir. Fólk í þessum sporum upplifir sig oft einangrað og hjálparlaust. Margir finna ekki skilning frá nærumhverfi sínu og þurfa að þola ónærgætni og skilningsleysi og fá spurningar á borð við „Afhverju ættleiðið þið ekki bara?“Ég skal ganga með barn fyrir ykkur“ „Getur þú ekki bara skroppið í bæinn eitt kvöldið?“ Þegar fólk er í þessu ferli er nauðsynlegt að geta talað við aðra sem eru í sömu sporum. Það var okkar reynsla. Góð vinkona mín benti okkur á samtökin Tilveru og þar höfum við fengið ómældan stuðning. Tilvera eru samtök um ófrjósemi og eru einu samtökin á landinu sem halda utan um málefnið. Meðlimir félagsins hafa aðgang að ómetanlegum stuðningi stjórnarmeðlima og annarra meðlima sem öll eru í sömu sporum, bæði með reglulegum samkomum og umræðuhóp á samfélagsmiðlum. Tilvera býður einnig sínum meðlimum upp á símatíma hjá sálfræðing sér að kostnaðarlausu. Tilvera heldur úti árlegri vitundarvakningu dagana 6.- 12. nóvember og í ár er viðfangsefnið „ófrjósemi og geðheilbrigði“. Hægt er að sjá dagskrá vitundarvakningu Tilveru á heimasíðu félagsins tilvera.is Höfundur er stjórnarmeðlimur Tilveru.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun