Sextán ár og vistun á stofnun fyrir morðið á barnshafandi konu Atli Ísleifsson og Árni Sæberg skrifa 6. nóvember 2023 13:47 Málið vakti mikinn óhug í Danmörku, en 78 stungusár voru á líki konunnar þar sem hún fannst við hjúkrunarheimilið í Holbæk þar sem hún hafði nýlokið kvöldvakt. EPA Dómstóll í Danmörku sakfelldi í morgun Farman Ullah, 25 ára karlmann, og 34 ára konu af ákæru um að hafa myrt barnshafandi konu í Holbæk á Sjálandi í nóvember á síðasta ári. Sjötíu og átta stungusár fundust á líki konunnar. Málið vakti mikinn óhug í Danmörku þegar það kom upp. Konan, hin 37 ára Sana Yaseen, var á leið heim af vakt á hjúkrunarheimili þar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur þegar ráðist var á hana. Danskir fjölmiðlar segja að Yaseen, sem hafi verið gengin 26 vikur, hafi verið að setjast upp í bíl sinn eftir kvöldvakt þegar ungur maður, klæddur dökkum fatnaði, hafa nálgast hana. Á fjögurra mínútna tímabili hafi hann svo stungið Yaseen 78 sinnum með hníf, skorið hana á háls og dregið hana út úr bílnum. Yaseen var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu. Ófæddur sonur hennar var tekinn með keisaraskurði en lést svo á sjúkrahúsinu fimm dögum síðar. Afganskir ríkisborgarar Kviðdómur í málinu komst í morgun að þeirri niðurstöðu að Ullah hafi gerst sekur um manndráp og 34 ára kona um samverknað. Yaseen var afganskur ríkisborgari sem búsett var í Danmörku, en þau sem sakfelld voru fyrir morðið voru einnig afganskir ríkisborgarar. Danska TV2 segir frá því að 34 ára konan hafi greint frá því í skýrslutökum að hún hafi verið meðleigjandi Yaseen auk þess að þær hafi átt í ástarsambandi. Þær hafi á sínum tíma komið til Danmerkur frá Afganistan árið 2011. Saksóknarar sögðu konuna hafa skipulagt morðið á Yaseen með Ullah á samskiptaforritinu WhatsApp. Konan hafi þannig upplýst manninn um vinnutíma Yaseen á hjúkrunarheimilinu við Samsøvej í Holbæk þannig að hann gæti nálgast hana að loknum vinnudegi hennar og ráðið henni bana. Hótaði Yaseen og barni hennar ítrekað lífláti Gögn úr farsíma mannsins sýndu að maðurinn hafi haldið frá heimili fyrir hælisletendur, þar sem hann dvaldi, og að vinnustað Yaseen í Holbæk. Hafi hin tvö dæmdu verið í miklum samskiptum, allt þar til að Yaseen var myrt. Danskir fjölmiðlar segja að ástæða morðsins liggi ekki að fullu fyrir, en bæði maðurinn og konan neituðu sök í málinu. Við meðferð málsins voru lagðar fram hljóðupptökur þar sem heyra mátti hina 34 ára konu Yaseen og ófæddu barni hennar lífláti. Þá þótti sannað að hin 34 ára konan hafi verið afbrýðisöm út í Yaseen. Fram kom við skýrslutökur að Yaseen hafi verið fljót að læra dönsku eftir komuna til landsins frá Afganistan, fengið vinnu og náð að aðlagast lífinu í Danmörku. Hún hafi orðið ólétt og gift sig með manni á ferð erlendis og ætlað sér að fá manninn til Danmerkur þar sem áætlunin var að hann myndi búa með Yaseen og hinni 34 ára konu. Þannig hafi Yaseen greint yfirmanni sínum frá því að 34 ára konan hafi átt að sjá um heimilið og passa börnin. Þá kom einnig fram að hin 34 ára kona hafi glímt við þunglyndi og ekki náð að aðlagast lífinu í Danmörku með sama hætti og Yaseen. Blóð á fatnaði Ennfremur kom fram við aðalmeðferð að Ullah hafi komist í samband við konurnar á TikTok. Maðurinn greindi dómara frá því að hann hafi orðið ástfanginn af 34 ára konunni, en að Yaseen hafi reynt að koma í veg fyrir það að þau myndu giftast. 34 ára konan greindi hins vegar dómara frá því að hún hefði ekki haft áhuga á manninum og taldi þau einungis vera vini. Við rannsókn kom í ljós að lögregla hafi fundið blóð í fötum Ullah, sem að öllum líkindum hafi verið úr Yaseen. Hann hafi svo keypt ný föt daginn eftir morðið. Vistuð á viðeigandi stofnun vegna þroskaskerðingar Ullah var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar en konan hlaut ekki refsidóm vegna þess að hún er þroskaskert. Hún verður þó vistuð ótímabundið á viðeigandi stofnun fyrir fólk með alvarlega andlega fötlun. Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Tengdar fréttir Barn konunnar einnig látið Barn konunnar sem myrt var í bænum Holbæk í Danmörku á fimmtudaginn er nú einnig látið. Konan var komin sjö mánuði á leið þegar hún var myrt. Karl og kona sem hafa verið handtekin vegna morðsins neita bæði sök. 8. nóvember 2022 15:01 33 ára kona handtekin vegna morðsins í Holbæk Lögregla á Sjálandi í Danmörku hefur handtekið 33 ára konu vegna gruns um að tengjast morðinu á 37 ára barnshafandi konu í Holbæk á fimmtudagskvöldið. 8. nóvember 2022 07:45 Handtekinn grunaður um morð á barnshafandi konu 24 ára afganskur ríkisborgari var í dag handtekinn í Danmörku grunaður um að hafa orðið barnshafandi konu að bana. Maðurinn verður úrskurðaður í gæsluvarðhald á morgun. 7. nóvember 2022 10:27 Barnshafandi kona stungin til bana í Danmörku Barnhafandi kona var stungin til bana í Holbæk á Sjálandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögregla á Sjálandi segir að konan hafi verið 37 ára og margsinnis stungin með hníf. Fram kemur að barn konunnar sé enn á lífi. 4. nóvember 2022 07:43 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Málið vakti mikinn óhug í Danmörku þegar það kom upp. Konan, hin 37 ára Sana Yaseen, var á leið heim af vakt á hjúkrunarheimili þar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur þegar ráðist var á hana. Danskir fjölmiðlar segja að Yaseen, sem hafi verið gengin 26 vikur, hafi verið að setjast upp í bíl sinn eftir kvöldvakt þegar ungur maður, klæddur dökkum fatnaði, hafa nálgast hana. Á fjögurra mínútna tímabili hafi hann svo stungið Yaseen 78 sinnum með hníf, skorið hana á háls og dregið hana út úr bílnum. Yaseen var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu. Ófæddur sonur hennar var tekinn með keisaraskurði en lést svo á sjúkrahúsinu fimm dögum síðar. Afganskir ríkisborgarar Kviðdómur í málinu komst í morgun að þeirri niðurstöðu að Ullah hafi gerst sekur um manndráp og 34 ára kona um samverknað. Yaseen var afganskur ríkisborgari sem búsett var í Danmörku, en þau sem sakfelld voru fyrir morðið voru einnig afganskir ríkisborgarar. Danska TV2 segir frá því að 34 ára konan hafi greint frá því í skýrslutökum að hún hafi verið meðleigjandi Yaseen auk þess að þær hafi átt í ástarsambandi. Þær hafi á sínum tíma komið til Danmerkur frá Afganistan árið 2011. Saksóknarar sögðu konuna hafa skipulagt morðið á Yaseen með Ullah á samskiptaforritinu WhatsApp. Konan hafi þannig upplýst manninn um vinnutíma Yaseen á hjúkrunarheimilinu við Samsøvej í Holbæk þannig að hann gæti nálgast hana að loknum vinnudegi hennar og ráðið henni bana. Hótaði Yaseen og barni hennar ítrekað lífláti Gögn úr farsíma mannsins sýndu að maðurinn hafi haldið frá heimili fyrir hælisletendur, þar sem hann dvaldi, og að vinnustað Yaseen í Holbæk. Hafi hin tvö dæmdu verið í miklum samskiptum, allt þar til að Yaseen var myrt. Danskir fjölmiðlar segja að ástæða morðsins liggi ekki að fullu fyrir, en bæði maðurinn og konan neituðu sök í málinu. Við meðferð málsins voru lagðar fram hljóðupptökur þar sem heyra mátti hina 34 ára konu Yaseen og ófæddu barni hennar lífláti. Þá þótti sannað að hin 34 ára konan hafi verið afbrýðisöm út í Yaseen. Fram kom við skýrslutökur að Yaseen hafi verið fljót að læra dönsku eftir komuna til landsins frá Afganistan, fengið vinnu og náð að aðlagast lífinu í Danmörku. Hún hafi orðið ólétt og gift sig með manni á ferð erlendis og ætlað sér að fá manninn til Danmerkur þar sem áætlunin var að hann myndi búa með Yaseen og hinni 34 ára konu. Þannig hafi Yaseen greint yfirmanni sínum frá því að 34 ára konan hafi átt að sjá um heimilið og passa börnin. Þá kom einnig fram að hin 34 ára kona hafi glímt við þunglyndi og ekki náð að aðlagast lífinu í Danmörku með sama hætti og Yaseen. Blóð á fatnaði Ennfremur kom fram við aðalmeðferð að Ullah hafi komist í samband við konurnar á TikTok. Maðurinn greindi dómara frá því að hann hafi orðið ástfanginn af 34 ára konunni, en að Yaseen hafi reynt að koma í veg fyrir það að þau myndu giftast. 34 ára konan greindi hins vegar dómara frá því að hún hefði ekki haft áhuga á manninum og taldi þau einungis vera vini. Við rannsókn kom í ljós að lögregla hafi fundið blóð í fötum Ullah, sem að öllum líkindum hafi verið úr Yaseen. Hann hafi svo keypt ný föt daginn eftir morðið. Vistuð á viðeigandi stofnun vegna þroskaskerðingar Ullah var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar en konan hlaut ekki refsidóm vegna þess að hún er þroskaskert. Hún verður þó vistuð ótímabundið á viðeigandi stofnun fyrir fólk með alvarlega andlega fötlun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Tengdar fréttir Barn konunnar einnig látið Barn konunnar sem myrt var í bænum Holbæk í Danmörku á fimmtudaginn er nú einnig látið. Konan var komin sjö mánuði á leið þegar hún var myrt. Karl og kona sem hafa verið handtekin vegna morðsins neita bæði sök. 8. nóvember 2022 15:01 33 ára kona handtekin vegna morðsins í Holbæk Lögregla á Sjálandi í Danmörku hefur handtekið 33 ára konu vegna gruns um að tengjast morðinu á 37 ára barnshafandi konu í Holbæk á fimmtudagskvöldið. 8. nóvember 2022 07:45 Handtekinn grunaður um morð á barnshafandi konu 24 ára afganskur ríkisborgari var í dag handtekinn í Danmörku grunaður um að hafa orðið barnshafandi konu að bana. Maðurinn verður úrskurðaður í gæsluvarðhald á morgun. 7. nóvember 2022 10:27 Barnshafandi kona stungin til bana í Danmörku Barnhafandi kona var stungin til bana í Holbæk á Sjálandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögregla á Sjálandi segir að konan hafi verið 37 ára og margsinnis stungin með hníf. Fram kemur að barn konunnar sé enn á lífi. 4. nóvember 2022 07:43 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Barn konunnar einnig látið Barn konunnar sem myrt var í bænum Holbæk í Danmörku á fimmtudaginn er nú einnig látið. Konan var komin sjö mánuði á leið þegar hún var myrt. Karl og kona sem hafa verið handtekin vegna morðsins neita bæði sök. 8. nóvember 2022 15:01
33 ára kona handtekin vegna morðsins í Holbæk Lögregla á Sjálandi í Danmörku hefur handtekið 33 ára konu vegna gruns um að tengjast morðinu á 37 ára barnshafandi konu í Holbæk á fimmtudagskvöldið. 8. nóvember 2022 07:45
Handtekinn grunaður um morð á barnshafandi konu 24 ára afganskur ríkisborgari var í dag handtekinn í Danmörku grunaður um að hafa orðið barnshafandi konu að bana. Maðurinn verður úrskurðaður í gæsluvarðhald á morgun. 7. nóvember 2022 10:27
Barnshafandi kona stungin til bana í Danmörku Barnhafandi kona var stungin til bana í Holbæk á Sjálandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögregla á Sjálandi segir að konan hafi verið 37 ára og margsinnis stungin með hníf. Fram kemur að barn konunnar sé enn á lífi. 4. nóvember 2022 07:43