Óttast flóðbylgju barnaníðsefnis sköpuðu með aðstoð gervigreindar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 07:07 Börn og foreldrar eru algjörlega varnarlaus gagnvart gervigreindarsköpuðu barnaníðsefni, þar sem allt sem þarf er mynd af andliti barnsins. Getty Móðir stúlku hvers mynd var notuð til að búa til barnaklám með aðstoð gervigreindar segist hafa heyrt frá mörg hundruð foreldrum sem segja börn sín einnig meðal fórnarlamba hinnar nýju tækni. Mál umræddrar stúlku og fleiri barna komst í hámæli á Spáni eftir að í ljós kom að myndir yfir 20 stúlkna í bænum Almendralejo voru notaðar til að búa til klám með aðstoð gervigreindar, sem var svo deilt á netinu. Stúlkurnar voru allar undir lögaldri, frá 11 til 17 ára. Móðir einnar þeirra, Miriam Al Adib, var meðal hóps foreldra sem ákvað að stofna stuðningshóp á netinu, sem varð til þess að fjöldi annarra foreldra setti sig í samband. Fólk lýsti því meðal annars hvernig það hefði ekki fengið neinn stuðning þegar upp komst að barnið þeirra hafði verið misnotað með þessum hætti. BBC fjallar um málið í dag en á dögunum fór fram fyrsta ráðstefna þarlendra stjórnvalda um hættur gervigreindar, þar sem innanríkisráðherrann Suella Braverman hét því að taka á gervigreindar-sköpuðu barnaníðsefni. Það væri afstaða stjórnvalda að klámefnið væri ólöglegt, jafnvel þótt ekki væri um að ræða raunveruleg börn. Susie Hargreaves, framkvæmdastjóri Internet Watch Foundation, segir afar brýnt að taka á vandanum. Áhyggjur væru uppi um flóðbylgju „skáldaðs“ barnaníðsefnis. „Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að gerast, þetta er að gerast,“ segir hún. Samkvæmt skýrslu samtakanna fundust yfir 20.000 gervigreindar-skapaðar myndir á einu vefsvæði þar sem barnaníðsefni var deilt manna á milli. Í athugasemdum var „höfundum“ myndanna hrósað fyrir það hversu raunverulegar þær væru. Sumar myndanna höfðu verið búnar til útfrá myndum af fullklæddum börnum að leika sér í almenningsgarði. Gervigreind Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Netglæpir Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Sjá meira
Mál umræddrar stúlku og fleiri barna komst í hámæli á Spáni eftir að í ljós kom að myndir yfir 20 stúlkna í bænum Almendralejo voru notaðar til að búa til klám með aðstoð gervigreindar, sem var svo deilt á netinu. Stúlkurnar voru allar undir lögaldri, frá 11 til 17 ára. Móðir einnar þeirra, Miriam Al Adib, var meðal hóps foreldra sem ákvað að stofna stuðningshóp á netinu, sem varð til þess að fjöldi annarra foreldra setti sig í samband. Fólk lýsti því meðal annars hvernig það hefði ekki fengið neinn stuðning þegar upp komst að barnið þeirra hafði verið misnotað með þessum hætti. BBC fjallar um málið í dag en á dögunum fór fram fyrsta ráðstefna þarlendra stjórnvalda um hættur gervigreindar, þar sem innanríkisráðherrann Suella Braverman hét því að taka á gervigreindar-sköpuðu barnaníðsefni. Það væri afstaða stjórnvalda að klámefnið væri ólöglegt, jafnvel þótt ekki væri um að ræða raunveruleg börn. Susie Hargreaves, framkvæmdastjóri Internet Watch Foundation, segir afar brýnt að taka á vandanum. Áhyggjur væru uppi um flóðbylgju „skáldaðs“ barnaníðsefnis. „Þetta er ekki eitthvað sem er að fara að gerast, þetta er að gerast,“ segir hún. Samkvæmt skýrslu samtakanna fundust yfir 20.000 gervigreindar-skapaðar myndir á einu vefsvæði þar sem barnaníðsefni var deilt manna á milli. Í athugasemdum var „höfundum“ myndanna hrósað fyrir það hversu raunverulegar þær væru. Sumar myndanna höfðu verið búnar til útfrá myndum af fullklæddum börnum að leika sér í almenningsgarði.
Gervigreind Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Netglæpir Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent