Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2023 08:40 Bæði AP og CNN hafa hætt samstarfi við manninn sem tók þessa mynd en svo virðist sem mynd hafi komið í leitirnar af honum með einum leiðtoga Hamas. AP/Hassan Eslaiah Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. Shlomo Karhi segir um að ræða blaðamenn sem hafa starfað fyrir Reuters, Associated Press, New York Times og CNN. Miðlarnir hafa neitað því að hafa haft slíka vitneskju og segja „órökstuddar ásakanir“ stofna blaðamönnum í hættu. Karhi hefur bent á, máli sínu til stuðnings, að svo virðist sem ljósmyndarar hafi verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og segir að með því að mynda það sem gerðist hafi þeir í raun orðið þátttakendur í atburðarásinni. Benny Gantz, sem situr í herráði Ísrael, segir að ef það reynist rétt að blaðaljósmyndarar hafi vitað af árásunum áður en þær áttu sér stað ætti að fara með þá eins og hryðjuverkamenn. „Blaðamenn sem reynsta hafa haft vitneskju um blóðbaðið og kusu engu að síður að standa aðgerðalausir hjá á meðan börnum var slátrað eru engu öðruvísi en hryðjuverkamenn og ættu að vera meðhöndlaðir sem slíkir,“ sagði Gantz, fyrrverandi varnarmálaráðherra, á Twitter. Danny Danon, þingmaður Likud, sagði að umræddir blaðamenn yrðu settir á lista yfir réttdræpa einstaklinga en miðlar í Ísrael segja sérstaka sveit hafa verið stofnaða til að hafa uppi á og drepa ákveðna einstaklinga innan Hamas sem komu að árásunum á byggðirnar í Ísrael. Fyrrnefndir miðlar hafa neitað því að samningar hafi verið gerðir fyrirfram um myndir frá árásunum en bæði AP og CNN segjast hafa slitið samstarfi sínu við blaðamanninn Hassan Eslaiah, sem hefur sést á myndum með Hamas-leiðtoganum Yahya Sinwar. New York Times hefur varið samstarf sitt við Yousef Massoud, sem var ekki að störfum fyrir blaðið 7. október en hefur tekið myndir fyrir það síðan þá. Reuters hefur neitað að hafa vitað af árásinni og að hafa átt blaðamenn meðal Hamas-liða daginn sem þær áttu sér stað. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Shlomo Karhi segir um að ræða blaðamenn sem hafa starfað fyrir Reuters, Associated Press, New York Times og CNN. Miðlarnir hafa neitað því að hafa haft slíka vitneskju og segja „órökstuddar ásakanir“ stofna blaðamönnum í hættu. Karhi hefur bent á, máli sínu til stuðnings, að svo virðist sem ljósmyndarar hafi verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og segir að með því að mynda það sem gerðist hafi þeir í raun orðið þátttakendur í atburðarásinni. Benny Gantz, sem situr í herráði Ísrael, segir að ef það reynist rétt að blaðaljósmyndarar hafi vitað af árásunum áður en þær áttu sér stað ætti að fara með þá eins og hryðjuverkamenn. „Blaðamenn sem reynsta hafa haft vitneskju um blóðbaðið og kusu engu að síður að standa aðgerðalausir hjá á meðan börnum var slátrað eru engu öðruvísi en hryðjuverkamenn og ættu að vera meðhöndlaðir sem slíkir,“ sagði Gantz, fyrrverandi varnarmálaráðherra, á Twitter. Danny Danon, þingmaður Likud, sagði að umræddir blaðamenn yrðu settir á lista yfir réttdræpa einstaklinga en miðlar í Ísrael segja sérstaka sveit hafa verið stofnaða til að hafa uppi á og drepa ákveðna einstaklinga innan Hamas sem komu að árásunum á byggðirnar í Ísrael. Fyrrnefndir miðlar hafa neitað því að samningar hafi verið gerðir fyrirfram um myndir frá árásunum en bæði AP og CNN segjast hafa slitið samstarfi sínu við blaðamanninn Hassan Eslaiah, sem hefur sést á myndum með Hamas-leiðtoganum Yahya Sinwar. New York Times hefur varið samstarf sitt við Yousef Massoud, sem var ekki að störfum fyrir blaðið 7. október en hefur tekið myndir fyrir það síðan þá. Reuters hefur neitað að hafa vitað af árásinni og að hafa átt blaðamenn meðal Hamas-liða daginn sem þær áttu sér stað.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira