Firmino þurfti oft að stilla til friðar milli Salah og Mané Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2023 08:31 Þeir Sadio Mané, Roberto Firmino og Mohamed Salah skoruðu samtals 427 mörk meðan þeir léku saman með Liverpool. getty/Laurence Griffiths Roberto Firmino segist stundum hafa þurft að stilla til friðar milli Mohameds Salah og Sadios Mané. Salah, Mané og Firmino mynduðu magnað sóknartríó hjá Liverpool. Salah og Mané var ekki alltaf sammála eða sáttir við hvorn annan eins og í leik gegn Burnley 2019 þegar Senegalinn var afar óánægður með að Egyptinn hafi ekki gefið á hann. Firmino hefur nú tjáð sig um ríginn milli Manés og Salahs. „Ég upplifði þetta allt frá fyrstu hendi, gretturnar og líkamstjáninguna, óánægjuna þegar annar þeirra var ósáttur við hinn. Ég fann fyrir því. Ég var tengingin milli þeirra í sóknarspili okkar og í hlutverki sáttasemjara á þessum augnablikum,“ sagði Firmino. „Fyrir mörgum var þetta rifrildi gegn Burnley það fyrsta og síðasta milli Salahs og Manés. En ég vissi að þetta var búið að vera að byggjast upp frá tímabilinu á undan, 2018-19. Mitt hlutverk var að stilla til friðar. Það höfðu verið smá vandamál milli þeirra áður en þarna gerðist allt á vellinum, fyrir allra augum. Þarna fór lokið af pottinum.“ Að sögn Firminos er Mané nokkuð skapheitur og hann þurfti oft að róa hann niður. „Mané var ákafari á góðum stundum og slæmum. Hann var sá bráðasti af okkur þremur. Ég var alltaf að tala við hann, gefa honum ráðleggingar og reyna að róa hann. Ég sagði honum að finna frið, spila fyrir liðið og vera rólegur,“ sagði Firmino sem gekk í raðir Al-Ahli í Sádi-Arabíu í sumar eftir átta ár hjá Liverpool. Mané fór frá Liverpool til Bayern München í fyrra, og þaðan til Al-Nassr, en Salah leikur enn með Rauða hernum. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Salah, Mané og Firmino mynduðu magnað sóknartríó hjá Liverpool. Salah og Mané var ekki alltaf sammála eða sáttir við hvorn annan eins og í leik gegn Burnley 2019 þegar Senegalinn var afar óánægður með að Egyptinn hafi ekki gefið á hann. Firmino hefur nú tjáð sig um ríginn milli Manés og Salahs. „Ég upplifði þetta allt frá fyrstu hendi, gretturnar og líkamstjáninguna, óánægjuna þegar annar þeirra var ósáttur við hinn. Ég fann fyrir því. Ég var tengingin milli þeirra í sóknarspili okkar og í hlutverki sáttasemjara á þessum augnablikum,“ sagði Firmino. „Fyrir mörgum var þetta rifrildi gegn Burnley það fyrsta og síðasta milli Salahs og Manés. En ég vissi að þetta var búið að vera að byggjast upp frá tímabilinu á undan, 2018-19. Mitt hlutverk var að stilla til friðar. Það höfðu verið smá vandamál milli þeirra áður en þarna gerðist allt á vellinum, fyrir allra augum. Þarna fór lokið af pottinum.“ Að sögn Firminos er Mané nokkuð skapheitur og hann þurfti oft að róa hann niður. „Mané var ákafari á góðum stundum og slæmum. Hann var sá bráðasti af okkur þremur. Ég var alltaf að tala við hann, gefa honum ráðleggingar og reyna að róa hann. Ég sagði honum að finna frið, spila fyrir liðið og vera rólegur,“ sagði Firmino sem gekk í raðir Al-Ahli í Sádi-Arabíu í sumar eftir átta ár hjá Liverpool. Mané fór frá Liverpool til Bayern München í fyrra, og þaðan til Al-Nassr, en Salah leikur enn með Rauða hernum.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn