Utan vallar: Vonum að andi Mozart svífi yfir fótboltavöllum í Vín Aron Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2023 08:30 Frá leik íslenska landsliðsins í undankeppni EM Vísir/Hulda Margrét Það er á slóðum Mozart sem íslenska karlalandsliðið hefur hafið undirbúning sinn fyrir komandi verkefni sitt í undankeppni EM, tvo síðustu leiki sína í J-riðli, að fullu hér í Vínarborg í Austurríki. Aron Guðmundsson skrifar frá Vínarborg. Afhverju er landsliðið í Vínarborg? Eins og fyrr sagði er íslenska landsliðið nú statt í Vínarborg og í dag fer fram seinni æfingardagur liðsins hér á æfingarsvæði austurríska úrvalsdeildarliðsins Rapid Wien við afbragðs aðstæður. Aðstæður hér í Vínarborg eru til fyrirmyndar. Hér má sjá Allianz leikvanginn, heimavöll Rapid Wien og svo æfingarsvæði félagsins þar sem íslenska landsliðið æfir.Mynd: Rapid Wien Eftir fremur blauta æfingu í gær, líkt og sjá mátti af myndum sem birtar voru á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands, heilsar Vínarborg skýjuðum og rigningalegum himni en hann á þó að haldast þurr fram eftir degi. Hitastigið í kringum fimmtán gráður. Það er virkilega hentugt fyrir landsliðið að æfa hér fyrir leikinn gegn Slóvökum í Bratislava á fimmtudaginn kemur. Bratislava er aðeins í klukkustundar fjarlægð frá Vínarborg og því alls ekki um langt ferðalag að ræða fyrir liðið þegar kemur að því að færa sig yfir til Slóvakíu. Íslenska landsliðið æfir í dag klukkan ellefu að staðartíma, klukkan tíu á íslenskum tíma. Mikilvægi komandi leikja Íslenska landsliðið á enn tölfræðilegan möguleika á því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í gegnum þennan J-riðil en þeir möguleikar eru samt sem áður afar litlir. Liðið myndi þurfa að vinna báða af þessum tveimur síðustu leikjum sínum, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal, og á sama tíma treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. En þó svo að EM sætið yrði ekki tryggt í gegnum þennan J-riðil er ekki öll nótt úti enn fyrir íslenska landsliðið. Það er fjallabaksleið í áttina á þessu eftirsótta EM-sæti í gegnum umspil er miðast við gengi liðanna í Þjóðadeild UEFA. Miðað við árangurinn þar, sem og núverandi stöðu í undankeppni EM, er Ísland inni í þessu umspili. Raunar metur tölfræðisíðan Football Rankings, sem gefur iðulega út spár byggðar á tölfræði í tengslum við hin ýmsu mót í knattspyrnuheiminum, að möguleikar Íslands á sæti í umræddu umspili séu 98% hvorki meira né minna. Chances to end up in EURO 2024 qualifying Play-offs: Greece - 99% Iceland - 98% Luxembourg - 97% Poland - 96% Estonia - 96% Kazakhstan - 91% Israel - 64% Wales - 60% Ukraine - 59% Croatia - 41% Italy - 41% Norway - 33% Azerbaijan - 11% pic.twitter.com/UxPMiq6mW1— Football Rankings (@FootRankings) November 13, 2023 Mikilvægi þessara komandi leikja er því gífurlegt. Íslenska landsliðið hefur verið í mótun frá því að Norðmaðurinn og landsliðsþjálfarinn Åge Hareide tók við stjórnartaumunum síðastliðið sumar. Komandi leikir munu marka fleiri skref í þeirri mótun. Åge sjálfur hefur sett stefnuna fyrir liðið á EM líkt og túlka mátti orð hans á blaðamannafundi þegar að landsliðshópur Íslands í yfirstandandi verkefni var opinberaður. Á slóðum Mozart Vínarborg er uppfull af sögu og menningu og ætla ég mér ekki að þykjast vera fróður um sögu borgarinnar. Hins vegar er auðveldlega hægt að finna hversu ríkulega sú saga er tengd við austurríska tónskáldið Wolfang Amadeus Mozart, eitt merkasta tónskáld sem gengið hefur um á þessari jörðu. Á Vísindavefnum má finna ítarlega grein um ævi og störf Mozart sem og tengingu hans við Vínarborg og segir meðal annars þar í grein sem tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson skrifar: „Konsertarnir sem Mozart samdi í Vínarborg eru með merkustu tónsmíðum hans og þeir opnuðu honum dyr að frægð og frama.“ Það er vonandi að andi Mozart svífi yfir fótboltavöllum hér í Vínarborg þessa dagana. Sér í lagi yfir æfingarvelli Rapid Wien og að íslenska landsliðið finni vísbendingar um hvar lyklana að EM-dyrunum sé að finna. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Austurríki Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Vínarborg. Afhverju er landsliðið í Vínarborg? Eins og fyrr sagði er íslenska landsliðið nú statt í Vínarborg og í dag fer fram seinni æfingardagur liðsins hér á æfingarsvæði austurríska úrvalsdeildarliðsins Rapid Wien við afbragðs aðstæður. Aðstæður hér í Vínarborg eru til fyrirmyndar. Hér má sjá Allianz leikvanginn, heimavöll Rapid Wien og svo æfingarsvæði félagsins þar sem íslenska landsliðið æfir.Mynd: Rapid Wien Eftir fremur blauta æfingu í gær, líkt og sjá mátti af myndum sem birtar voru á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands, heilsar Vínarborg skýjuðum og rigningalegum himni en hann á þó að haldast þurr fram eftir degi. Hitastigið í kringum fimmtán gráður. Það er virkilega hentugt fyrir landsliðið að æfa hér fyrir leikinn gegn Slóvökum í Bratislava á fimmtudaginn kemur. Bratislava er aðeins í klukkustundar fjarlægð frá Vínarborg og því alls ekki um langt ferðalag að ræða fyrir liðið þegar kemur að því að færa sig yfir til Slóvakíu. Íslenska landsliðið æfir í dag klukkan ellefu að staðartíma, klukkan tíu á íslenskum tíma. Mikilvægi komandi leikja Íslenska landsliðið á enn tölfræðilegan möguleika á því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í gegnum þennan J-riðil en þeir möguleikar eru samt sem áður afar litlir. Liðið myndi þurfa að vinna báða af þessum tveimur síðustu leikjum sínum, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal, og á sama tíma treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. En þó svo að EM sætið yrði ekki tryggt í gegnum þennan J-riðil er ekki öll nótt úti enn fyrir íslenska landsliðið. Það er fjallabaksleið í áttina á þessu eftirsótta EM-sæti í gegnum umspil er miðast við gengi liðanna í Þjóðadeild UEFA. Miðað við árangurinn þar, sem og núverandi stöðu í undankeppni EM, er Ísland inni í þessu umspili. Raunar metur tölfræðisíðan Football Rankings, sem gefur iðulega út spár byggðar á tölfræði í tengslum við hin ýmsu mót í knattspyrnuheiminum, að möguleikar Íslands á sæti í umræddu umspili séu 98% hvorki meira né minna. Chances to end up in EURO 2024 qualifying Play-offs: Greece - 99% Iceland - 98% Luxembourg - 97% Poland - 96% Estonia - 96% Kazakhstan - 91% Israel - 64% Wales - 60% Ukraine - 59% Croatia - 41% Italy - 41% Norway - 33% Azerbaijan - 11% pic.twitter.com/UxPMiq6mW1— Football Rankings (@FootRankings) November 13, 2023 Mikilvægi þessara komandi leikja er því gífurlegt. Íslenska landsliðið hefur verið í mótun frá því að Norðmaðurinn og landsliðsþjálfarinn Åge Hareide tók við stjórnartaumunum síðastliðið sumar. Komandi leikir munu marka fleiri skref í þeirri mótun. Åge sjálfur hefur sett stefnuna fyrir liðið á EM líkt og túlka mátti orð hans á blaðamannafundi þegar að landsliðshópur Íslands í yfirstandandi verkefni var opinberaður. Á slóðum Mozart Vínarborg er uppfull af sögu og menningu og ætla ég mér ekki að þykjast vera fróður um sögu borgarinnar. Hins vegar er auðveldlega hægt að finna hversu ríkulega sú saga er tengd við austurríska tónskáldið Wolfang Amadeus Mozart, eitt merkasta tónskáld sem gengið hefur um á þessari jörðu. Á Vísindavefnum má finna ítarlega grein um ævi og störf Mozart sem og tengingu hans við Vínarborg og segir meðal annars þar í grein sem tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson skrifar: „Konsertarnir sem Mozart samdi í Vínarborg eru með merkustu tónsmíðum hans og þeir opnuðu honum dyr að frægð og frama.“ Það er vonandi að andi Mozart svífi yfir fótboltavöllum hér í Vínarborg þessa dagana. Sér í lagi yfir æfingarvelli Rapid Wien og að íslenska landsliðið finni vísbendingar um hvar lyklana að EM-dyrunum sé að finna.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Austurríki Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti