Þjálfunartíminn Hermundur Sigmundsson og Svava Hjaltalín skrifa 14. nóvember 2023 11:30 Forsvarsmönnum rannsóknar og þróunarverkefnisins Kveikjum neistann er umhugað um velferð og velgengni allra barna. Verkefnið er skipulagt með það í huga að efla bæði árangur og líðan þeirra. Það varð ekki lengur við það búið að fjöldi barna útskrifist eftir tíu ár í grunnskóla með miður góða lestrarfærni. Farið var í aðgerðir og við gerð verkefnisins var leitað í sarpinn til viðurkenndra fræðimanna, kenningar þeirra púslaðar saman svo úr varð heildstæð nálgun sem nú þegar hefur sýnt bæði eftirtektaverðan og einstaklega góðan árangur. Kveikjum neistann hugmyndafræðin byggir á kenningum fremstu vísindamanna heims: Gottlieb, Edelman, Ericsson, Csikszentmihalyi, Bandura, Stanislas, Lyytinen, Snowling, Nation, Duckworth og Dweck. Vísindamenn sem hafa sýnt fram á árangur í sambandi við þróun, nám, færni, flæði, ástríðu, þrautseigju og hugarfar. Er það árangur sem UNESCO (2023) kallar ‘evidence based’ og biður skóla að nota eingöngu aðferðafræði sem er þannig til besta fyrir börn og unglinga. Áskoranir: 15 ára: 38% ná ekki grunnfærni í lesskilningi og stærðfræði (UNESCO, 2020). 34% drengja og 19% stúlkna (samtals 26% drengir og stúlkur saman) lesa sér ekki til gagns (PISA 2018). Meðan finnskir unglingar skora 14% (drengir og stúlkur saman). 7/8 ára: 39% lesa sér ekki til gagns eftir 2. bekk (tölur frá Reykjavík, 2019). 48% geta ekki lesið og skilið texta eftir 2 bekk. 20 skólar víðsvegar um landið, samtals 498 börn (2023). -3 ára: Tölur benda til þess að sífellt fleiri börn glíma við vanda er varðar málþróun, málskilning og orðaforða. Hafa sést tölur sem benda til að allt að 40% barna glíma við slíkan vanda. Það er að sjálfsögðu gífurlega stór áskorun því málskilningur er einn af lykil þáttum fyrir lesskilning, skapandi skrif og framsögn. Vísindi: Gerald Edelman kom með kenninguna um ‘neural Darwinism’ árið 1987. Kenningin sýnir fram á að sérhæfð þjálfun byggir upp tauganet (‘neural network’). Endurtekning er mikilvæg til að styrkja tauganet: ‘use it and improve it’.K. Anders Ericsson kom með kenninguna um ‘deliberate practice’ árið 1993. Lykillinn er markviss þjálfun þar sem einfalt stöðumat er útgangspunkturinn. Þjálfuninni er fylgt eftir af kennara/þjálfara.Csikszentmihalyi kom með kenninguna ‘flow’ árið 1975. Kenningin leggur áherslu á að áskoranir verða að vera í samræmi við færni. Of stórar áskoranir miðað við færni geta valdið kvíða en of litlar áskoranir miðað við færni leiða. Meðan að vera í flæði gefur ´mastery´og tilfinninguna ÉG GET. Möguleikar: Í verkefninu Kveikjum neistann er markmiðið að efla grunnfærni barna. Fyrstu tvö árin er aðal áherslan á að brjóta lestrarkóðann, ná að lesa texta og skilja hann (FULLLÆS). Til að ná því markmiði er sérstakur þjálfunartími settur í stundatöflu fjórum sinnum í viku. Í eyjum eru um það bil 50 börn á hverju ári sem er skipt í 3 námshópa og hver hópur hefur sinn umsjónarkennara. Í þjálfunartímanum er börnunum skipt í 4 hópa þvert á árganginn og við bætist fjórði kennarinn/sérkennari. Þannig má tryggja á einfaldan máta ‘áskoranir miðað við færni’ og fókuseraða þjálfun. Þjálfunartíminn hefur reynst svo vel að skólastjórnendur Grunnskóla Vestmannaeyja hafa einnig sett hann í stundatöflu í 4. og 5. bekk þrátt fyrir að Kveikjum neistann verkefnið sé eingöngu komið í fyrstu þrjá bekkina. Við verðum ávallt að spyrja okkur hvernig við getum sem best tryggt með ‘evidence based’ aðferðum að sem flest eða öll börn nái viðunandi árangri. Eitt af markmiðum Kveikjum neistann fyrir utan að ná góðri grunnfærni er að bæta líðan og efla áhugahvöt. Til að ná því marki hefur hreyfing verið aukin, ástríðutímar settir inn fjórum sinnum í viku og í síðasta tíma á föstudögum er gjarnan sungið og dansað. Öll börn á Íslandi eru skylduð til að ganga í skóla frá 1. og upp í 10. bekk grunnskóla og engrar undankomu auðið. Skólinn ber gríðarlega mikla ábyrgð og verður að vera vakinn og sofinn yfir verkefninu sem honum er falið. Öll börn þurfa að ná árangri. Þau þurfa að koma út úr skólanum dansandi kát og glöð með þau orð á vörum ÉG GET! Í góðri samvinnu við heimilin náum við þessu. Hermundur Sigmundsson, prófessor Norska tækni – og vísindaháskólaninn og Háskóla Íslands.Svava Hjaltalín, sérkennari Giljaskóla og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Börn og uppeldi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Forsvarsmönnum rannsóknar og þróunarverkefnisins Kveikjum neistann er umhugað um velferð og velgengni allra barna. Verkefnið er skipulagt með það í huga að efla bæði árangur og líðan þeirra. Það varð ekki lengur við það búið að fjöldi barna útskrifist eftir tíu ár í grunnskóla með miður góða lestrarfærni. Farið var í aðgerðir og við gerð verkefnisins var leitað í sarpinn til viðurkenndra fræðimanna, kenningar þeirra púslaðar saman svo úr varð heildstæð nálgun sem nú þegar hefur sýnt bæði eftirtektaverðan og einstaklega góðan árangur. Kveikjum neistann hugmyndafræðin byggir á kenningum fremstu vísindamanna heims: Gottlieb, Edelman, Ericsson, Csikszentmihalyi, Bandura, Stanislas, Lyytinen, Snowling, Nation, Duckworth og Dweck. Vísindamenn sem hafa sýnt fram á árangur í sambandi við þróun, nám, færni, flæði, ástríðu, þrautseigju og hugarfar. Er það árangur sem UNESCO (2023) kallar ‘evidence based’ og biður skóla að nota eingöngu aðferðafræði sem er þannig til besta fyrir börn og unglinga. Áskoranir: 15 ára: 38% ná ekki grunnfærni í lesskilningi og stærðfræði (UNESCO, 2020). 34% drengja og 19% stúlkna (samtals 26% drengir og stúlkur saman) lesa sér ekki til gagns (PISA 2018). Meðan finnskir unglingar skora 14% (drengir og stúlkur saman). 7/8 ára: 39% lesa sér ekki til gagns eftir 2. bekk (tölur frá Reykjavík, 2019). 48% geta ekki lesið og skilið texta eftir 2 bekk. 20 skólar víðsvegar um landið, samtals 498 börn (2023). -3 ára: Tölur benda til þess að sífellt fleiri börn glíma við vanda er varðar málþróun, málskilning og orðaforða. Hafa sést tölur sem benda til að allt að 40% barna glíma við slíkan vanda. Það er að sjálfsögðu gífurlega stór áskorun því málskilningur er einn af lykil þáttum fyrir lesskilning, skapandi skrif og framsögn. Vísindi: Gerald Edelman kom með kenninguna um ‘neural Darwinism’ árið 1987. Kenningin sýnir fram á að sérhæfð þjálfun byggir upp tauganet (‘neural network’). Endurtekning er mikilvæg til að styrkja tauganet: ‘use it and improve it’.K. Anders Ericsson kom með kenninguna um ‘deliberate practice’ árið 1993. Lykillinn er markviss þjálfun þar sem einfalt stöðumat er útgangspunkturinn. Þjálfuninni er fylgt eftir af kennara/þjálfara.Csikszentmihalyi kom með kenninguna ‘flow’ árið 1975. Kenningin leggur áherslu á að áskoranir verða að vera í samræmi við færni. Of stórar áskoranir miðað við færni geta valdið kvíða en of litlar áskoranir miðað við færni leiða. Meðan að vera í flæði gefur ´mastery´og tilfinninguna ÉG GET. Möguleikar: Í verkefninu Kveikjum neistann er markmiðið að efla grunnfærni barna. Fyrstu tvö árin er aðal áherslan á að brjóta lestrarkóðann, ná að lesa texta og skilja hann (FULLLÆS). Til að ná því markmiði er sérstakur þjálfunartími settur í stundatöflu fjórum sinnum í viku. Í eyjum eru um það bil 50 börn á hverju ári sem er skipt í 3 námshópa og hver hópur hefur sinn umsjónarkennara. Í þjálfunartímanum er börnunum skipt í 4 hópa þvert á árganginn og við bætist fjórði kennarinn/sérkennari. Þannig má tryggja á einfaldan máta ‘áskoranir miðað við færni’ og fókuseraða þjálfun. Þjálfunartíminn hefur reynst svo vel að skólastjórnendur Grunnskóla Vestmannaeyja hafa einnig sett hann í stundatöflu í 4. og 5. bekk þrátt fyrir að Kveikjum neistann verkefnið sé eingöngu komið í fyrstu þrjá bekkina. Við verðum ávallt að spyrja okkur hvernig við getum sem best tryggt með ‘evidence based’ aðferðum að sem flest eða öll börn nái viðunandi árangri. Eitt af markmiðum Kveikjum neistann fyrir utan að ná góðri grunnfærni er að bæta líðan og efla áhugahvöt. Til að ná því marki hefur hreyfing verið aukin, ástríðutímar settir inn fjórum sinnum í viku og í síðasta tíma á föstudögum er gjarnan sungið og dansað. Öll börn á Íslandi eru skylduð til að ganga í skóla frá 1. og upp í 10. bekk grunnskóla og engrar undankomu auðið. Skólinn ber gríðarlega mikla ábyrgð og verður að vera vakinn og sofinn yfir verkefninu sem honum er falið. Öll börn þurfa að ná árangri. Þau þurfa að koma út úr skólanum dansandi kát og glöð með þau orð á vörum ÉG GET! Í góðri samvinnu við heimilin náum við þessu. Hermundur Sigmundsson, prófessor Norska tækni – og vísindaháskólaninn og Háskóla Íslands.Svava Hjaltalín, sérkennari Giljaskóla og verkefnastjóri Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar, Háskóla Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun