Enginn hundur skilinn eftir Guðfinna Kristinsdóttir skrifar 14. nóvember 2023 12:30 Það hafa örugglega einhverjir tekið eftir að það var enginn hundur á listanum hjá Dýrfinnu um að hafa orðið eftir í Grindavík, og fyrir því er ástæða: Hundar ferðast yfirleitt reglulega með bíl, eru því vanir og er yfirleitt hægt að taka í taum (eða fangið) og fara með út í bíl. Síðan á föstudaginn seinasta hafa heyrst háværar raddir sem hneykslast á því að gæludýr hafi verið „skilin eftir“ af eigendum sínum við rýmingu Grindavíkurbæjar. Það er ósköp auðvelt að vera sammála og halda því fram að maður hefði tekið sömu ákvörðun, þegar maður spáir í því í örygginu heima hjá sér. En mig langar að varpa fram spurningu til þeirra: Tækir þú köttinn með þér í brúðkaupsveislu? Kanínuna með á fótboltamót? Fiskinn í „jarðskjálftafrí“ upp í sumarbústað yfir helgina? En hænuna með til útlanda? Gleymum því ekki að fólk á sér líf og vinnu og það var verið að gera ýmislegt annað en að vera heima hjá sér að njóta nuddsins frá skjálftunum sem hafa orðið hluti af daglegu lífi Grindvíka, með þónokkrum pásum, síðastliðin þrjú ár. Ég heyrði í mörgum gæludýraeigendum fyrir hönd félagasamtakanna Dýrfinnu yfir helgina og það voru allir gæludýraeigendur í öngum sínum og sögðu margir mér af hverju dýrin hefðu orðið eftir. Ég vil taka það fram að það þurfti ekki að réttlæta neitt fyrir mér og ég heyrði vel hvað fólk var miður sín. Kattareigendum þykir ekki minna vænt um dýrin sín en hundaeigendum. En áttum okkur á því að meðhöndlun á hræddum hundi er almennt auðveldari en meðhöndlun á hræddum ketti. Sumir eigendur voru annarsstaðar og höfðu ekki tíma til (eða fengu ekki) að fara til Grindavíkur að sækja dýrin sín þegar ráðist var í rýmingu. Sumir misstu kettina frá sér á leiðinni út í bíl, sumir kettir voru úti og sumir kettir fundust ekki þrátt fyrir mikla leit. Einnig er mikilvægt að taka fram að margir Grindvíkingar töldu að þeir fengju að fara heim daginn eftir, enda kemur fram í yfirlýsingu Almannavarna þann 10. Nóvember að ekki var um neyðar rýmingu að ræða og að ekki væri „bráð hætta yfirvofandi“. Það voru þó aðeins örfá heimili sem gátu ekki tekið gæludýrin sín með: Það eru um 1240 heimili í Grindavík samkvæmt húsnæðisáætlun Grindavíkur frá árinu 2018, ef við gerum ráð fyrir að gæludýr séu á um 40% heimila, þá eru 496 heimili sem halda gæludýr. Dýrfinna var með 59 heimilisföng þar sem gæludýr höfðu orðið eftir. Það er auðvelt að segja að maður hefði nú tekið dýrin með í þessum aðstæðum, en tækir þú fuglabúr sem kemst ekki í bílinn eða fiskinn þinn í plastpoka þegar þú hefur ekki öruggan samastað yfir nóttina og sérð fram á að koma aftur daginn eftir? Það er auðvelt að spá í þessu eftir á og vera handviss um hvaða ákvörðun man hefði tekið. En mikið af þeim sem ég talaði við bókstaflega höfðu ekki færi á að taka dýrið sitt með sér, af ýmsum ástæðum sem allar eru gildar. Það er ekki við eigendur gæludýranna að sakast og mig langar að nýta tækifærið og auðmjúklega hrósa þeim fyrir styrkinn sem þau hafa sýnt í gegn um þessar erfiðu aðstæður og þakka þeim innilega fyrir sem deildu með mér sögum af gæludýrunum sínum og áhyggjunum sem þau höfðu og vona að þær fjölskyldur þeirra dýra sem náðust úr Grindavík í gær hafi náð sofið betur í nótt heldur en seinustu nætur. Ég hugsa þó innilega til þeirra sem enn eiga gæludýr í Grindavík og vona að þeirra áhyggjum af dýrunum linni sem allra fyrst. Mig langar að biðja fólk, þó það væri ekki nema þeirra vegna, og með fullri virðingu, að spara stóru orðin um hvað þau hefðu gert í rétt í þessum aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Dýr Grindavík Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hafa örugglega einhverjir tekið eftir að það var enginn hundur á listanum hjá Dýrfinnu um að hafa orðið eftir í Grindavík, og fyrir því er ástæða: Hundar ferðast yfirleitt reglulega með bíl, eru því vanir og er yfirleitt hægt að taka í taum (eða fangið) og fara með út í bíl. Síðan á föstudaginn seinasta hafa heyrst háværar raddir sem hneykslast á því að gæludýr hafi verið „skilin eftir“ af eigendum sínum við rýmingu Grindavíkurbæjar. Það er ósköp auðvelt að vera sammála og halda því fram að maður hefði tekið sömu ákvörðun, þegar maður spáir í því í örygginu heima hjá sér. En mig langar að varpa fram spurningu til þeirra: Tækir þú köttinn með þér í brúðkaupsveislu? Kanínuna með á fótboltamót? Fiskinn í „jarðskjálftafrí“ upp í sumarbústað yfir helgina? En hænuna með til útlanda? Gleymum því ekki að fólk á sér líf og vinnu og það var verið að gera ýmislegt annað en að vera heima hjá sér að njóta nuddsins frá skjálftunum sem hafa orðið hluti af daglegu lífi Grindvíka, með þónokkrum pásum, síðastliðin þrjú ár. Ég heyrði í mörgum gæludýraeigendum fyrir hönd félagasamtakanna Dýrfinnu yfir helgina og það voru allir gæludýraeigendur í öngum sínum og sögðu margir mér af hverju dýrin hefðu orðið eftir. Ég vil taka það fram að það þurfti ekki að réttlæta neitt fyrir mér og ég heyrði vel hvað fólk var miður sín. Kattareigendum þykir ekki minna vænt um dýrin sín en hundaeigendum. En áttum okkur á því að meðhöndlun á hræddum hundi er almennt auðveldari en meðhöndlun á hræddum ketti. Sumir eigendur voru annarsstaðar og höfðu ekki tíma til (eða fengu ekki) að fara til Grindavíkur að sækja dýrin sín þegar ráðist var í rýmingu. Sumir misstu kettina frá sér á leiðinni út í bíl, sumir kettir voru úti og sumir kettir fundust ekki þrátt fyrir mikla leit. Einnig er mikilvægt að taka fram að margir Grindvíkingar töldu að þeir fengju að fara heim daginn eftir, enda kemur fram í yfirlýsingu Almannavarna þann 10. Nóvember að ekki var um neyðar rýmingu að ræða og að ekki væri „bráð hætta yfirvofandi“. Það voru þó aðeins örfá heimili sem gátu ekki tekið gæludýrin sín með: Það eru um 1240 heimili í Grindavík samkvæmt húsnæðisáætlun Grindavíkur frá árinu 2018, ef við gerum ráð fyrir að gæludýr séu á um 40% heimila, þá eru 496 heimili sem halda gæludýr. Dýrfinna var með 59 heimilisföng þar sem gæludýr höfðu orðið eftir. Það er auðvelt að segja að maður hefði nú tekið dýrin með í þessum aðstæðum, en tækir þú fuglabúr sem kemst ekki í bílinn eða fiskinn þinn í plastpoka þegar þú hefur ekki öruggan samastað yfir nóttina og sérð fram á að koma aftur daginn eftir? Það er auðvelt að spá í þessu eftir á og vera handviss um hvaða ákvörðun man hefði tekið. En mikið af þeim sem ég talaði við bókstaflega höfðu ekki færi á að taka dýrið sitt með sér, af ýmsum ástæðum sem allar eru gildar. Það er ekki við eigendur gæludýranna að sakast og mig langar að nýta tækifærið og auðmjúklega hrósa þeim fyrir styrkinn sem þau hafa sýnt í gegn um þessar erfiðu aðstæður og þakka þeim innilega fyrir sem deildu með mér sögum af gæludýrunum sínum og áhyggjunum sem þau höfðu og vona að þær fjölskyldur þeirra dýra sem náðust úr Grindavík í gær hafi náð sofið betur í nótt heldur en seinustu nætur. Ég hugsa þó innilega til þeirra sem enn eiga gæludýr í Grindavík og vona að þeirra áhyggjum af dýrunum linni sem allra fyrst. Mig langar að biðja fólk, þó það væri ekki nema þeirra vegna, og með fullri virðingu, að spara stóru orðin um hvað þau hefðu gert í rétt í þessum aðstæðum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun